Vonleysi kjósenda fyrir forsetakosningar í Íran Kjartan Kjartansson skrifar 17. júní 2021 09:01 Ebrahim Raisi, forseti hæstaréttar Írans, er talinn sigurstranglegastur í kosningunum á föstudag. Hér sést hann yfirgefa síðustu kappræður frambjóðendanna sjö um helgina. AP/Morteza Fakhri Nezhad/YJC Kjósendur í Íran eru ekki vongóðir um úrslit forsetakosninganna sem fara fram í landinu á morgun hafi merkjanleg áhrif á lífsgæði þeirra. Búist er við slakri kjörsókn í kosningunum sem eru taldar munu festa völd Ali Khamenei, æðstaklerks, enn frekar í sessi. Íranska þjóðin hefur mátt þola hvert höggið á fætur annars undanfarin ár. Efnahagurinn hrundi eftir að Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sagði skilið við kjarnorkusamninginn við heimsveldin og kom viðskiptaþvingunum aftur á og hefur verðbólga farið upp úr öllu valdi. Landið er einangrað á alþjóðavettvangi og kórónuveirufaraldurinn hefur leikið landsmenn grátt. Allt þetta hefur skekið tiltrú kjósenda á stjórnvöldum og getu þeirra til þess að bæta lífskjör þeirra. Vinsældir ríkisstjórnar Hassans Rouhani forseta hafa dvínað vegna skakkafallanna. Rouhani telst hófsamur á íranskan mælikvarða en nú eygja harðlínumenn sigur í forsetakosningunum sem fara fram á morgun, föstudaginn 18. júní. Klerkaveldið í Íran gaf aðeins sjö frambjóðendum leyfi til að vera á kjörseðlinum og hafnaði umbótasinnum og bandamönnum Rouhani. Stjórnarskrá Írans kemur í veg fyrir að Rouhani geti sóst eftir endurkjöri sjálfur. Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti, er á meðal þeirra sem fékk ekki leyfi til að bjóða sig fram. Í hópi frambjóðendanna sem hlutu náð fyrir augum stjórnvalda eru fimm harðlínumenn og tveir nær óþekktir umbótamenn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ebrahim Raisi, forseti hæstaréttar og frambjóðandi Khamenei, er talinn standa með pálmann í höndunum í samkeppninni við léttvigtarmennina sem hlutu náð fyrir augum svonefnds varðmannaráðs sem metur hæfi forsetaframbjóðenda. Khamenei skipaði sjálfur helming fulltrúa í ráðinu. Hann hefur verið æðsti leiðtogi Írans frá 1989 og er valdameiri en kjörnir forsetar landsins. Sasan Ghafouri lærði til meinatæknis en vinnur nú myrkranna á milli í fataverslun til að hann geti látið enda ná saman. Gengihrun og verðbólga hafa brennt upp sparnað margra Írana.AP/Vahid Salemi „Hvers vegna ætti ég þá að kjósa?“ Í ljósi þrenginanna og fábreytni í frambjóðendaflórunni þarf engan að undra að áhugi kjósenda á kosningunum er takmarkaður. Spáð hefur verið lægstu kjörsókn frá íslömsku byltingunni árið 1979 þar sem talið er að fjölmargir kjósendur velji að sitja heima á kjördag. Sérstaklega á það við um ungt menntað fólk í bæjum og borgum. Fátækara og trúræknara fólk í dreifaðri byggðum er talið líklegt til að kjósa harðlínumenn eins og Raisi. AP-fréttastofan segir að lítið hafi farið fyrir kosningabaráttu á strætum höfuðborgarinnar Teheran. Fáir þar búist við því að niðurstöður kosninganna eigi eftir að létta lífið í landinu. Sasan Ghafouri er 29 ára gamall og lærði til meinatæknis. Hann dregur nú fram lífið við að selja föt í verslunarmiðstöð í Teheran. Hann segist uppgefinn á vinnunni og vonsvikinn með stjórnmálin sem skili engu. „Ég kem hingað klukkan níu á morgnana og vinn til níu eða tíu á kvöldin, daginn inn og daginn út. Þegar ég engan tíma til að skemmta mér eða læra, halda áfram náminu mínu og elta drauma mína, hver er tilgangur lífsins? Í augnablikinu get ég ekki hugsað um drauma mína,“ segir Ghafouri. Vonleysið er sérstaklega áberandi hjá yngri kynslóðum sem eru langeygar eftir auknu frjálsræði í einu íhaldssamasta ríki heims. „Ég vil frelsi, ég vil lýðræði. Íranskir forsetar hafa engin völd eða vilja til að breyta lífi okkar. Hvers vegna ætti ég þá að kjósa?“ segir Shirin, 22 ára gamall nemandi í frönskum bókmenntum frá Teheran, við Reuters-fréttastofuna. Hún vildi ekki koma fram undir fullu nafni. Margir bundu vonir við að Rouhani forseti, sem tók við embætti árið 2013, kæmi í gegn breytingum í frjálsræðisátt. Hann talaði meðal annars um að Íranar ættu skilið að búa í frjálsu landi með réttindi sem þekktust í öðrum löndum. Lítið varð þó um efndir. „Ég er óákveðinn. Ég hef alltaf haft trú á því að kjósa og ég kaus sitjandi forseta í síðustu tvennum kosningum en hann gat ekki staðið við loforð sín,“ segir Sudabeh, 28 ára gamall sölustjóri. Nasrin Hassani, 34 ára gömul saumakona í Teheran, segist horfa með fortíðarþrá til þess skamma tíma þar sem Íran losnaði undan viðskiptaþvingunum eftir kjarnorkusamninginn við heimsveldin árið 2015.AP/Vahid Salemi Hvetja til sniðgöngu Andófsfólk erlendis og innanlands hefur hvatt kjósendur til þess að sniðganga kosningarnar á föstudaginn. Myllumerkið „#NeiViðÍslömskuLýðveldi“ hefur verið áberandi á samfélagsmiðlinum Twitter að undanförnu þrátt fyrir að samfélagsmiðlar séu formlega bannaðir í landinu. Enn eimir eftir að beiskju í garð stjórnvalda eftir að mótmæli voru barin niður af mikilli hörku á umliðnum árum. Ekki bætti úr skák þegar herinn skaut niður úkraínska farþegaþotu í fyrra, að sögn fyrir mistök. Á meðan reyna frambjóðendurnir sjö að höfða til ungra kjósenda. Þeir lofa að koma böndum á verðbólguna, skapa störf og stöðva hrun íranska gjaldmiðilsins. Þau loforð sannfæra ekki marga. „Nei, nei og aftur nei. Ég er atvinnulaus og vonlaus. Þeir verða ríkari. Hvers vegna ætti ég að kjósa í kerfi sem er orsökin fyrir vesældar lífi mínu,“ segir Jamshid, 27 ára gamall íbúi borgarinnar Ahvaz í sunnanverðu Íran. Aðrir leggja traust sitt á að harðlínumenn eins og Raisi geti hrist upp í hlutunum og reist efnahag landsins við. Ali Momeni, 37 ára gamall endurskoðandi í fínni verslunarmiðstöð í vestanverðri Teheran, segist ætla að kjósa Raisi með þá von í brjósti að hann ráði öflugt teymi hagfræðinga til þess að bæta stöðuna. Gæti orðið líklegasti eftirmaður Khamenei Raisi og hinir harðlínumennirnir fjórir sem eru framboði aðhyllast allir sömu andúð á vestrænni menningu og Khamenei æðstiklerkur. Fari hann með sigur af hólmi er jafnvel talið að hann verði í kjörstöðu til þess að taka við af Khamenei sem æðsti leiðtogi landsins þegar þar að kemur. Khamenei var forseti í tvö kjörtímabil áður en hann varð æðsti leiðtogi klerkastjórnarinnar. Niðurstöður kosninganna eru ekki taldar hafa áhrif á utanríkis- og kjarnorkustefnu Írans sem Khamenei stýri. Nái harðlínumaður kjöri gætu tök æðstaklerksins innanlands orðið enn fastari. Sem dómari hafði Raisi, sem er sextugur, umsjón með aftökum á þúsundum pólitískra fanga árið 1988. Mannréttindasamtökin Amnesty International telja að allt að fimm þúsund manns hafi verið teknir af lífi undir umsjón Raisi í skýrslu árið 2018. Raunverulegur fjöldinn gæti þó verið enn hærri. Khemenei skipaði Raisi forseta hæstaréttar Írans árið 2019. „Raisi er máttarstólpi í kerfi sem fangelsar, pyntar og drepur fólk sem dirfist að gagnrýna stefnu ríkisins,“ segir Hadi Ghaemi, framkvæmdastjóri Mannréttindamiðstöðvar Írans, þrýstihóps sem starfar í New York. Litar líkur eru því á að samskipti Írans við vesturveldin og umheiminn batni þegar nýr forseti tekur við. Það er þó draumur sumra kjósenda. „Ég vil bara að næsti forseti atist ekki í öðrum löndum og öfugt. Okkur er nóg boðið. Við eigum ekki skilið að lifa þessu erfiða, daufa og agalega lífi,“ segir Fatemeh Rekabi, 29 ára gamall endurskoðandi, við AP. Íran Tengdar fréttir Skoða að fjölga frambjóðendum fyrir forsetakosningarnar í Íran Sérstök kjörnefnd sem fer yfir hæfi forsetaframbjóðenda í Íran segist ætla að endurskoða ákvörðun sína um að hafna nokkrum þekktum frambjóðendum. Rouhani forseti er á meðal þeirra sem hafa mótmælt fákeppni í frambjóðendahópnum. 4. júní 2021 14:24 Ahmadinejad aftur í forsetaframboð Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti Írans, hefur skráð sig í framboð að nýju fyrir forsetakosningar sem fara fram í júní. Í forsetatíð sinni var Ahmadinejad þekktur sem harðlínumaður en hefur undanfarið reynt að hasla sér völl sem miðjumaður og verið gagnrýninn á klerkastjórnina. 12. maí 2021 11:18 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Íranska þjóðin hefur mátt þola hvert höggið á fætur annars undanfarin ár. Efnahagurinn hrundi eftir að Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sagði skilið við kjarnorkusamninginn við heimsveldin og kom viðskiptaþvingunum aftur á og hefur verðbólga farið upp úr öllu valdi. Landið er einangrað á alþjóðavettvangi og kórónuveirufaraldurinn hefur leikið landsmenn grátt. Allt þetta hefur skekið tiltrú kjósenda á stjórnvöldum og getu þeirra til þess að bæta lífskjör þeirra. Vinsældir ríkisstjórnar Hassans Rouhani forseta hafa dvínað vegna skakkafallanna. Rouhani telst hófsamur á íranskan mælikvarða en nú eygja harðlínumenn sigur í forsetakosningunum sem fara fram á morgun, föstudaginn 18. júní. Klerkaveldið í Íran gaf aðeins sjö frambjóðendum leyfi til að vera á kjörseðlinum og hafnaði umbótasinnum og bandamönnum Rouhani. Stjórnarskrá Írans kemur í veg fyrir að Rouhani geti sóst eftir endurkjöri sjálfur. Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti, er á meðal þeirra sem fékk ekki leyfi til að bjóða sig fram. Í hópi frambjóðendanna sem hlutu náð fyrir augum stjórnvalda eru fimm harðlínumenn og tveir nær óþekktir umbótamenn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ebrahim Raisi, forseti hæstaréttar og frambjóðandi Khamenei, er talinn standa með pálmann í höndunum í samkeppninni við léttvigtarmennina sem hlutu náð fyrir augum svonefnds varðmannaráðs sem metur hæfi forsetaframbjóðenda. Khamenei skipaði sjálfur helming fulltrúa í ráðinu. Hann hefur verið æðsti leiðtogi Írans frá 1989 og er valdameiri en kjörnir forsetar landsins. Sasan Ghafouri lærði til meinatæknis en vinnur nú myrkranna á milli í fataverslun til að hann geti látið enda ná saman. Gengihrun og verðbólga hafa brennt upp sparnað margra Írana.AP/Vahid Salemi „Hvers vegna ætti ég þá að kjósa?“ Í ljósi þrenginanna og fábreytni í frambjóðendaflórunni þarf engan að undra að áhugi kjósenda á kosningunum er takmarkaður. Spáð hefur verið lægstu kjörsókn frá íslömsku byltingunni árið 1979 þar sem talið er að fjölmargir kjósendur velji að sitja heima á kjördag. Sérstaklega á það við um ungt menntað fólk í bæjum og borgum. Fátækara og trúræknara fólk í dreifaðri byggðum er talið líklegt til að kjósa harðlínumenn eins og Raisi. AP-fréttastofan segir að lítið hafi farið fyrir kosningabaráttu á strætum höfuðborgarinnar Teheran. Fáir þar búist við því að niðurstöður kosninganna eigi eftir að létta lífið í landinu. Sasan Ghafouri er 29 ára gamall og lærði til meinatæknis. Hann dregur nú fram lífið við að selja föt í verslunarmiðstöð í Teheran. Hann segist uppgefinn á vinnunni og vonsvikinn með stjórnmálin sem skili engu. „Ég kem hingað klukkan níu á morgnana og vinn til níu eða tíu á kvöldin, daginn inn og daginn út. Þegar ég engan tíma til að skemmta mér eða læra, halda áfram náminu mínu og elta drauma mína, hver er tilgangur lífsins? Í augnablikinu get ég ekki hugsað um drauma mína,“ segir Ghafouri. Vonleysið er sérstaklega áberandi hjá yngri kynslóðum sem eru langeygar eftir auknu frjálsræði í einu íhaldssamasta ríki heims. „Ég vil frelsi, ég vil lýðræði. Íranskir forsetar hafa engin völd eða vilja til að breyta lífi okkar. Hvers vegna ætti ég þá að kjósa?“ segir Shirin, 22 ára gamall nemandi í frönskum bókmenntum frá Teheran, við Reuters-fréttastofuna. Hún vildi ekki koma fram undir fullu nafni. Margir bundu vonir við að Rouhani forseti, sem tók við embætti árið 2013, kæmi í gegn breytingum í frjálsræðisátt. Hann talaði meðal annars um að Íranar ættu skilið að búa í frjálsu landi með réttindi sem þekktust í öðrum löndum. Lítið varð þó um efndir. „Ég er óákveðinn. Ég hef alltaf haft trú á því að kjósa og ég kaus sitjandi forseta í síðustu tvennum kosningum en hann gat ekki staðið við loforð sín,“ segir Sudabeh, 28 ára gamall sölustjóri. Nasrin Hassani, 34 ára gömul saumakona í Teheran, segist horfa með fortíðarþrá til þess skamma tíma þar sem Íran losnaði undan viðskiptaþvingunum eftir kjarnorkusamninginn við heimsveldin árið 2015.AP/Vahid Salemi Hvetja til sniðgöngu Andófsfólk erlendis og innanlands hefur hvatt kjósendur til þess að sniðganga kosningarnar á föstudaginn. Myllumerkið „#NeiViðÍslömskuLýðveldi“ hefur verið áberandi á samfélagsmiðlinum Twitter að undanförnu þrátt fyrir að samfélagsmiðlar séu formlega bannaðir í landinu. Enn eimir eftir að beiskju í garð stjórnvalda eftir að mótmæli voru barin niður af mikilli hörku á umliðnum árum. Ekki bætti úr skák þegar herinn skaut niður úkraínska farþegaþotu í fyrra, að sögn fyrir mistök. Á meðan reyna frambjóðendurnir sjö að höfða til ungra kjósenda. Þeir lofa að koma böndum á verðbólguna, skapa störf og stöðva hrun íranska gjaldmiðilsins. Þau loforð sannfæra ekki marga. „Nei, nei og aftur nei. Ég er atvinnulaus og vonlaus. Þeir verða ríkari. Hvers vegna ætti ég að kjósa í kerfi sem er orsökin fyrir vesældar lífi mínu,“ segir Jamshid, 27 ára gamall íbúi borgarinnar Ahvaz í sunnanverðu Íran. Aðrir leggja traust sitt á að harðlínumenn eins og Raisi geti hrist upp í hlutunum og reist efnahag landsins við. Ali Momeni, 37 ára gamall endurskoðandi í fínni verslunarmiðstöð í vestanverðri Teheran, segist ætla að kjósa Raisi með þá von í brjósti að hann ráði öflugt teymi hagfræðinga til þess að bæta stöðuna. Gæti orðið líklegasti eftirmaður Khamenei Raisi og hinir harðlínumennirnir fjórir sem eru framboði aðhyllast allir sömu andúð á vestrænni menningu og Khamenei æðstiklerkur. Fari hann með sigur af hólmi er jafnvel talið að hann verði í kjörstöðu til þess að taka við af Khamenei sem æðsti leiðtogi landsins þegar þar að kemur. Khamenei var forseti í tvö kjörtímabil áður en hann varð æðsti leiðtogi klerkastjórnarinnar. Niðurstöður kosninganna eru ekki taldar hafa áhrif á utanríkis- og kjarnorkustefnu Írans sem Khamenei stýri. Nái harðlínumaður kjöri gætu tök æðstaklerksins innanlands orðið enn fastari. Sem dómari hafði Raisi, sem er sextugur, umsjón með aftökum á þúsundum pólitískra fanga árið 1988. Mannréttindasamtökin Amnesty International telja að allt að fimm þúsund manns hafi verið teknir af lífi undir umsjón Raisi í skýrslu árið 2018. Raunverulegur fjöldinn gæti þó verið enn hærri. Khemenei skipaði Raisi forseta hæstaréttar Írans árið 2019. „Raisi er máttarstólpi í kerfi sem fangelsar, pyntar og drepur fólk sem dirfist að gagnrýna stefnu ríkisins,“ segir Hadi Ghaemi, framkvæmdastjóri Mannréttindamiðstöðvar Írans, þrýstihóps sem starfar í New York. Litar líkur eru því á að samskipti Írans við vesturveldin og umheiminn batni þegar nýr forseti tekur við. Það er þó draumur sumra kjósenda. „Ég vil bara að næsti forseti atist ekki í öðrum löndum og öfugt. Okkur er nóg boðið. Við eigum ekki skilið að lifa þessu erfiða, daufa og agalega lífi,“ segir Fatemeh Rekabi, 29 ára gamall endurskoðandi, við AP.
Íran Tengdar fréttir Skoða að fjölga frambjóðendum fyrir forsetakosningarnar í Íran Sérstök kjörnefnd sem fer yfir hæfi forsetaframbjóðenda í Íran segist ætla að endurskoða ákvörðun sína um að hafna nokkrum þekktum frambjóðendum. Rouhani forseti er á meðal þeirra sem hafa mótmælt fákeppni í frambjóðendahópnum. 4. júní 2021 14:24 Ahmadinejad aftur í forsetaframboð Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti Írans, hefur skráð sig í framboð að nýju fyrir forsetakosningar sem fara fram í júní. Í forsetatíð sinni var Ahmadinejad þekktur sem harðlínumaður en hefur undanfarið reynt að hasla sér völl sem miðjumaður og verið gagnrýninn á klerkastjórnina. 12. maí 2021 11:18 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Skoða að fjölga frambjóðendum fyrir forsetakosningarnar í Íran Sérstök kjörnefnd sem fer yfir hæfi forsetaframbjóðenda í Íran segist ætla að endurskoða ákvörðun sína um að hafna nokkrum þekktum frambjóðendum. Rouhani forseti er á meðal þeirra sem hafa mótmælt fákeppni í frambjóðendahópnum. 4. júní 2021 14:24
Ahmadinejad aftur í forsetaframboð Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti Írans, hefur skráð sig í framboð að nýju fyrir forsetakosningar sem fara fram í júní. Í forsetatíð sinni var Ahmadinejad þekktur sem harðlínumaður en hefur undanfarið reynt að hasla sér völl sem miðjumaður og verið gagnrýninn á klerkastjórnina. 12. maí 2021 11:18
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent