Strauk úr sóttvarnahúsinu og gekk í skrokk á fyrrverandi Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. júní 2021 19:17 Héraðsdómur Reykjavíkur Karlmaður var í gær dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir líkamsárásir og brot á nálgunarbanni gegn fyrrverandi kærustu sinni og brot á sóttvarnarlögum. Um er að ræða tólf brot sem öll áttu sér stað á þessu ári. Þar af eru þrjár líkamsárásir, sex brot á nálgunarbanni og þrjú brot á sóttvarnalögum. Ofbeldisbrotin voru öll gegn fyrrverandi kærustu mannsins. Fyrsta árásin átti sér stað í janúar á þessu ári, þegar maðurinn sló konuna í andlitið. Í febrúar sló hann hana aftur, með þeim afleiðingum að hún hlaut blóðnasir, skrámu á gagnauga og bólgu á vanga. Þriðja árásin átti sér stað í mars, en þá tók hann konuna hálstaki og sló hana þrisvar í andlitið, svoleiðis að konan hlaut mar á andliti, kjálkabrot, opið sár og mar á augnsvæði. Maðurinn gerðist jafnframt sekur um að brjóta nálgunarbann sex sinnum, gegn fyrrverandi kærustunni, á tímabilinu 18. febrúar til 5. apríl. Þá átti maðurinn að vera í sóttkví í sóttvarnahúsinu á Rauðarárstíg frá 16. -26. mars, en yfirgaf húsið í þrígang á meðan dvölinni stóð og braut þar með sóttvarnarlög. Þegar maðurinn yfirgaf húsið í annað sinn, þann 18. mars, fór hann heim til fyrrverandi kærustunnar þar sem hann braut nálgunarbann og gekk í skrokk á henni. Maðurinn gerðist þannig sekur um þrjú brot á einu bretti. Maðurinn játaði öll brot sín og var dæmdur til tíu mánaða fangelsisvistar, auk þess að borga 829.440 króna í lögfræði- og sakarkostnað. Með brotum sínum rauf maðurinn jafnframt skilorð, en hann hefur áður gerst sekur um fíkniefnalagabrot, umferðarlagabrot og auðgunarbrot. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Um er að ræða tólf brot sem öll áttu sér stað á þessu ári. Þar af eru þrjár líkamsárásir, sex brot á nálgunarbanni og þrjú brot á sóttvarnalögum. Ofbeldisbrotin voru öll gegn fyrrverandi kærustu mannsins. Fyrsta árásin átti sér stað í janúar á þessu ári, þegar maðurinn sló konuna í andlitið. Í febrúar sló hann hana aftur, með þeim afleiðingum að hún hlaut blóðnasir, skrámu á gagnauga og bólgu á vanga. Þriðja árásin átti sér stað í mars, en þá tók hann konuna hálstaki og sló hana þrisvar í andlitið, svoleiðis að konan hlaut mar á andliti, kjálkabrot, opið sár og mar á augnsvæði. Maðurinn gerðist jafnframt sekur um að brjóta nálgunarbann sex sinnum, gegn fyrrverandi kærustunni, á tímabilinu 18. febrúar til 5. apríl. Þá átti maðurinn að vera í sóttkví í sóttvarnahúsinu á Rauðarárstíg frá 16. -26. mars, en yfirgaf húsið í þrígang á meðan dvölinni stóð og braut þar með sóttvarnarlög. Þegar maðurinn yfirgaf húsið í annað sinn, þann 18. mars, fór hann heim til fyrrverandi kærustunnar þar sem hann braut nálgunarbann og gekk í skrokk á henni. Maðurinn gerðist þannig sekur um þrjú brot á einu bretti. Maðurinn játaði öll brot sín og var dæmdur til tíu mánaða fangelsisvistar, auk þess að borga 829.440 króna í lögfræði- og sakarkostnað. Með brotum sínum rauf maðurinn jafnframt skilorð, en hann hefur áður gerst sekur um fíkniefnalagabrot, umferðarlagabrot og auðgunarbrot.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent