Svik? Árni Múli Jónasson og Bryndís Snæbjörnsdóttir skrifa 16. júní 2021 15:00 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir „Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður innleiddur.“ En hvernig stendur það loforð? Fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi samþykktu, án mótatkvæða, þann 20. september 2016 svohljóðandi þingsályktun: „Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni fyrir Íslands hönd að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem undirritaður var af hálfu Íslands 30. mars 2007. Þá ályktar Alþingi að valkvæður viðauki við samninginn skuli einnig fullgiltur fyrir árslok 2017.“ Í greinargerð með þingsályktuninni segir um fullgildingu viðaukans: „Lagt er til að auk samningsins verði viðauki hans einnig fullgiltur. Viðaukinn felur í sér mikilvægar réttarbætur fyrir fatlað fólk, annars vegar kvörtunarleið fyrir einstaklinga til nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hins vegar leið fyrir nefndina til að rannsaka alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum, með samþykki viðkomandi aðildarríkis.“ Þrátt fyrir þessa afdráttarlausu ályktun Alþingis um að valkvæði viðaukinn skyldi fullgiltur fyrir árslok 2017 hefur það ekki enn verið gert. Hvers vegna ekki? Ríkisstjórnin verður að svara því. Þann 3. júní 2019 samþykkti Alþingi mótatkvæðalaust svohljóðandi þingsályktun: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Frumvarp, sem feli í sér lögfestingu samningsins og aðlögun íslenskra laga að honum, verði lagt fram á Alþingi með það að markmiði að samningurinn verði lögfestur eigi síðar en 13. desember 2020.“ Þrátt fyrir þessa afdráttarlausu ályktun Alþingis um að ríkisstjórnin skyldi leggja fram á Alþingi frumvarp með það að markmiði að samningurinn yrði lögfestur eigi síðar en 13. desember 2020 hefur það ekki enn verið gert. Hvers vegna ekki? Því verður ríkisstjórnin að svara. Í lögum nr. 85/2018, um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, er mælt fyrir um að eigi síðar en 1. september 2019 skuli forsætisráðherra „leggja fram á Alþingi frumvarp þar sem kveðið verði á um að lögunum verði breytt þannig að þau gildi ekki eingöngu um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna heldur einnig óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins utan vinnumarkaðar, sbr. lög um jafna meðferð á vinnumarkaði.“ Þetta hefur ekki verið gert. Hvers vegna ekki? Ríkisstjórnin verður að svara því. Í ljósi þeirra staðreynda sem hér koma fram verður ekki séð að sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi verið innleiddur, eins og ríkisstjórnin sagðist ætla að gera í stefnuyfirlýsingu sinni. Er ósanngjarnt að nota orðið svik í þessu samhengi? Hvernig samræmist þessi meðferð ríkisstjórnarinnar á þingsályktunum og lögum sem Alþingi hefur samþykkt þessum orðum í stefnuyfirlýsingu hennar: „Það er vilji flokkanna sem nú taka þátt í samstarfi um ríkisstjórn og eflingu Alþingis að nálgast verkefnin með nýjum hætti í þágu alls almennings í landinu, ekki síst með því að styrkja Alþingi með markvissum hætti og auka áhrif þess.“ Ríkisstjórnin og Alþingi verða að svara því. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Árni Múli Jónasson Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir „Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður innleiddur.“ En hvernig stendur það loforð? Fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi samþykktu, án mótatkvæða, þann 20. september 2016 svohljóðandi þingsályktun: „Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni fyrir Íslands hönd að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem undirritaður var af hálfu Íslands 30. mars 2007. Þá ályktar Alþingi að valkvæður viðauki við samninginn skuli einnig fullgiltur fyrir árslok 2017.“ Í greinargerð með þingsályktuninni segir um fullgildingu viðaukans: „Lagt er til að auk samningsins verði viðauki hans einnig fullgiltur. Viðaukinn felur í sér mikilvægar réttarbætur fyrir fatlað fólk, annars vegar kvörtunarleið fyrir einstaklinga til nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hins vegar leið fyrir nefndina til að rannsaka alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum, með samþykki viðkomandi aðildarríkis.“ Þrátt fyrir þessa afdráttarlausu ályktun Alþingis um að valkvæði viðaukinn skyldi fullgiltur fyrir árslok 2017 hefur það ekki enn verið gert. Hvers vegna ekki? Ríkisstjórnin verður að svara því. Þann 3. júní 2019 samþykkti Alþingi mótatkvæðalaust svohljóðandi þingsályktun: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Frumvarp, sem feli í sér lögfestingu samningsins og aðlögun íslenskra laga að honum, verði lagt fram á Alþingi með það að markmiði að samningurinn verði lögfestur eigi síðar en 13. desember 2020.“ Þrátt fyrir þessa afdráttarlausu ályktun Alþingis um að ríkisstjórnin skyldi leggja fram á Alþingi frumvarp með það að markmiði að samningurinn yrði lögfestur eigi síðar en 13. desember 2020 hefur það ekki enn verið gert. Hvers vegna ekki? Því verður ríkisstjórnin að svara. Í lögum nr. 85/2018, um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, er mælt fyrir um að eigi síðar en 1. september 2019 skuli forsætisráðherra „leggja fram á Alþingi frumvarp þar sem kveðið verði á um að lögunum verði breytt þannig að þau gildi ekki eingöngu um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna heldur einnig óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins utan vinnumarkaðar, sbr. lög um jafna meðferð á vinnumarkaði.“ Þetta hefur ekki verið gert. Hvers vegna ekki? Ríkisstjórnin verður að svara því. Í ljósi þeirra staðreynda sem hér koma fram verður ekki séð að sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi verið innleiddur, eins og ríkisstjórnin sagðist ætla að gera í stefnuyfirlýsingu sinni. Er ósanngjarnt að nota orðið svik í þessu samhengi? Hvernig samræmist þessi meðferð ríkisstjórnarinnar á þingsályktunum og lögum sem Alþingi hefur samþykkt þessum orðum í stefnuyfirlýsingu hennar: „Það er vilji flokkanna sem nú taka þátt í samstarfi um ríkisstjórn og eflingu Alþingis að nálgast verkefnin með nýjum hætti í þágu alls almennings í landinu, ekki síst með því að styrkja Alþingi með markvissum hætti og auka áhrif þess.“ Ríkisstjórnin og Alþingi verða að svara því. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun