Bjargráður Blind hafði andleg áhrif frekar en líkamleg gegn Úkraínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2021 10:45 Daley Blind er hann kom af velli gegn Úkraínu. Andre Weening/Getty Images Það fór um alla sem horfðu á Christian Eriksen hníga til jarðar í leik Danmerkur og Finnlands í fyrstu umferð Evrópumótsins í knattspyrnu. Eriksen er heill á húfi en fyrir Daley Blind var þetta sem hitti aðeins of nálægt hjartastað. Hinn 31 árs gamli Blind var samherji Eriksen hjá Ajax frá 2008 til 2013. Þá eru aðeins tæp tvö ár síðan Blind þurfti að fá svokallaðan bjargráð sökum þess að hjartavöðvar hans voru bólgnir. Hann fann fyrir svima í leik gegn Valencia þann 10. desember 2019 og í kjölfarið fór hann í allsherjar rannsókn. Þar kom í ljós að Blind væri veill fyrri hjarta og því þurfti hann að fá bjargráð. Er það tæki sem grípur inn í starfsemi hjartans með rafstuði ef hjartsláttur fer úr skorðum. Thank you all pic.twitter.com/7Z32bcwb5X— Daley Blind (@BlindDaley) December 21, 2019 Það að horfa á Eriksen hníga til jarðar var því í raun tvöfalt áfall fyrir þennan hollenska varnarmann. Ekki nóg með að fyrrum liðsfélagi og vinur væri að hníga til jarðar heldur vissi Blind að hann sjálfur hefði getað lent í slíku atviki. Það var því kannski eðlilegt að Blind hafi íhugað að sleppa því að spila leik Hollands og Úkraínu degi eftir atvikið. Hann ákvað að láta á slag standa og byrjaði í 3-2 sigri Hollands. Blind spilaði þó aðeins rúman klukkutíma en kom tárvotur af velli þegar Hollendingar voru 2-0 yfir. Hann faðmaði einfaldlega Frank De Boer, þjálfara liðsins, og settist á bekkinn. Það var ljóst að Blind var ekki í ástandi til að klára leikinn. Daley Blind was emotional after coming off the pitch in Netherland's win over Ukraine, and considered not playing in the match. pic.twitter.com/fbLRGVBMyr— ESPN FC (@ESPNFC) June 14, 2021 Hollenska liðið var nálægt því að klúðra málunum án hans en liðið missti 2-0 forystu niður í 2-2 áður en Denzel Dumfries kom liðinu til bjargar. Reikna má þó með því að Blind verði á sínum stað í leik kvöldsins og ef eitthvað er að marka þennan rúma hálftíma sem hollenska liðið var án hans gegn Úkraínu þá er það einkar mikilvægt ætli liðið sér þrjú stig gegn Austurríki. Holland mætir Austurríki klukkan 19.00 í kvöld í leik þar sem sigurvegarinn tryggir sér farseðilinn í 16-liða úrslitin. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Blind var samherji Eriksen hjá Ajax frá 2008 til 2013. Þá eru aðeins tæp tvö ár síðan Blind þurfti að fá svokallaðan bjargráð sökum þess að hjartavöðvar hans voru bólgnir. Hann fann fyrir svima í leik gegn Valencia þann 10. desember 2019 og í kjölfarið fór hann í allsherjar rannsókn. Þar kom í ljós að Blind væri veill fyrri hjarta og því þurfti hann að fá bjargráð. Er það tæki sem grípur inn í starfsemi hjartans með rafstuði ef hjartsláttur fer úr skorðum. Thank you all pic.twitter.com/7Z32bcwb5X— Daley Blind (@BlindDaley) December 21, 2019 Það að horfa á Eriksen hníga til jarðar var því í raun tvöfalt áfall fyrir þennan hollenska varnarmann. Ekki nóg með að fyrrum liðsfélagi og vinur væri að hníga til jarðar heldur vissi Blind að hann sjálfur hefði getað lent í slíku atviki. Það var því kannski eðlilegt að Blind hafi íhugað að sleppa því að spila leik Hollands og Úkraínu degi eftir atvikið. Hann ákvað að láta á slag standa og byrjaði í 3-2 sigri Hollands. Blind spilaði þó aðeins rúman klukkutíma en kom tárvotur af velli þegar Hollendingar voru 2-0 yfir. Hann faðmaði einfaldlega Frank De Boer, þjálfara liðsins, og settist á bekkinn. Það var ljóst að Blind var ekki í ástandi til að klára leikinn. Daley Blind was emotional after coming off the pitch in Netherland's win over Ukraine, and considered not playing in the match. pic.twitter.com/fbLRGVBMyr— ESPN FC (@ESPNFC) June 14, 2021 Hollenska liðið var nálægt því að klúðra málunum án hans en liðið missti 2-0 forystu niður í 2-2 áður en Denzel Dumfries kom liðinu til bjargar. Reikna má þó með því að Blind verði á sínum stað í leik kvöldsins og ef eitthvað er að marka þennan rúma hálftíma sem hollenska liðið var án hans gegn Úkraínu þá er það einkar mikilvægt ætli liðið sér þrjú stig gegn Austurríki. Holland mætir Austurríki klukkan 19.00 í kvöld í leik þar sem sigurvegarinn tryggir sér farseðilinn í 16-liða úrslitin. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira