„Næsti Zlatan“ loks að standa undir nafni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júní 2021 11:00 Alexander Isak var nálægt því að tryggja Svíum óvæntan sigur á Spáni í fyrstu umferð. EPA-EFE/Jose Manuel Vida Alexander Isak er nafn sem flest þeirra sem fylgjast vel með fótbolta hafa heyrt um. Um er að ræða sænskan framherja sem hefur verið kallaður „næsti Zlatan Ibrahimović“ enda eiga þar margt sameiginlegt. Þeir eru sænskir en foreldrar þeirra eru innflytjendur, þrátt fyrir að vera mjög hávaxnir eru þeir mjög lunknir með boltann og svo eru þeir einfaldlega rosalega góðir í fótbolta. Isak er aðeins 21 árs, fæddur í Solna í Svíþjóð en foreldrar hans eru frá Eritríu. AIK sá fljótt hvað í honum bjó og spilaði hann með yngri liðum liðsins þangað til hann var 16 ára gamall, þá fékk hann tækifæri í aðalliðinu. Sóknarmaðurinn var því aðeins 16 ára gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki og til að auka pressuna þá skoraði hann að sjálfsögðu. Þar með varð hann yngsti markaskorari í sögu félagsins. Hann setti sama met með sænska landsliðinu þegar hann skoraði í 6-0 sigri á Slóvakíu - mótherjum Svíþjóðar á EM í dag - þann 12. janúar 2017. Alls spilaði Alexander Isak 24 leiki fyrir AIK og skoraði 10 mörk. Leikirnir urðu ekki fleiri því skömmu eftir að hann skoraði fyrir sænska landsliðið var hann keyptur til Borussia Dortmund fyrir tæplega níu milljónir evra. Michy Batshuayi og Alexander Isak fagna sigri í Evrópudeildinni er þeir voru báðir á mála hjá Dortmund. Hvorugur er þar í dag.EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL Aldrei hefur sænskt lið selt leikmann fyrir jafn háa upphæð. Isak náði hins vegar aldrei að sýna sínar bestu hliðar í Þýskalandi. Hann spilaði mest fyrir varalið félagsins og var á endanum lánaður til Willem II í Hollandi. Þar gekk allt upp og framherjinn gat ekki hætt að skora. Hann skoraði í fyrstu 12 leikjunum sínum og endaði með 13 mörk í 16 leikjum fyrir félagið. Dortmund hafði hins vegar ekki lengur not fyrir hann og seldi hann til Real Sociedad sumarið 2019. Isak var því ekki orðinn tvítugur og var að fara spila fyrir fjórða félagið á ferlinum, í fjórða landinu. Þó það hafi gengið upp og ofan hjá Sociedad þá hefur Isak sýnt snilligáfu sína hér og þar. Hann hjálpaði Sociedad að vinna spænska Konungsbikarinn á síðustu leiktíð og þá skoraði hann þrennu í 4-0 sigri á Deportivo Alavés í febrúar á þessu ári. Chelsea 'to rival' Arsenal for Sweden star Alexander Isakhttps://t.co/RJmGrlVrLj pic.twitter.com/O6bwQJXj3u— Mirror Football (@MirrorFootball) June 18, 2021 Svo vel hefur gengið með Sociedad undanfarið að nú er Isak orðaður við enn eitt landið, England. Talið er að bæði Chelsea og Arsenal íhugi nú tilboð í kappann. Eflaust hefur Isak verið spenntur að vera á leiðinni á Evrópumótið með Zlatan sjálfur en sá síðarnefndi meiddist skömmu fyrir mót og er því ekki með sænska landsliðinu. Það kom ekki að sök í fyrsta leik gegn Spáni en Isak var mjög nálægt því að stela fyrirsögnunum. Alexander Isak shows his class before hitting post #EURO2020 pic.twitter.com/6X5ZR1Hfjt— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 14, 2021 Leiknum lauk með 0-0 jafntefli en á öðrum degi hefði Svíþjóð unnið þökk sé snilligáfu framherjans unga. Hann átti skot sem Spánverjar björguðu á línu – og fór þaðan í stöngina og í hendurnar á Unai Simon markverði. Þá prjónaði hann sig í gegnum fjóra varnarmenn Spánar og gaf boltann á Marcus Berg sem tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skjóta yfir markið þegar það var auðveldara að renna boltanum í netið. Reikna má með að Isak haldi sæti sínu í byrjunarliði Svía en þeir mæta Slóvakíu á St. Pétursburg-vellinum í Rússlandi klukkan 13.00 í dag. Allt í beinni á Stöð 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Svíþjóð Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi Sjá meira
Þeir eru sænskir en foreldrar þeirra eru innflytjendur, þrátt fyrir að vera mjög hávaxnir eru þeir mjög lunknir með boltann og svo eru þeir einfaldlega rosalega góðir í fótbolta. Isak er aðeins 21 árs, fæddur í Solna í Svíþjóð en foreldrar hans eru frá Eritríu. AIK sá fljótt hvað í honum bjó og spilaði hann með yngri liðum liðsins þangað til hann var 16 ára gamall, þá fékk hann tækifæri í aðalliðinu. Sóknarmaðurinn var því aðeins 16 ára gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki og til að auka pressuna þá skoraði hann að sjálfsögðu. Þar með varð hann yngsti markaskorari í sögu félagsins. Hann setti sama met með sænska landsliðinu þegar hann skoraði í 6-0 sigri á Slóvakíu - mótherjum Svíþjóðar á EM í dag - þann 12. janúar 2017. Alls spilaði Alexander Isak 24 leiki fyrir AIK og skoraði 10 mörk. Leikirnir urðu ekki fleiri því skömmu eftir að hann skoraði fyrir sænska landsliðið var hann keyptur til Borussia Dortmund fyrir tæplega níu milljónir evra. Michy Batshuayi og Alexander Isak fagna sigri í Evrópudeildinni er þeir voru báðir á mála hjá Dortmund. Hvorugur er þar í dag.EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL Aldrei hefur sænskt lið selt leikmann fyrir jafn háa upphæð. Isak náði hins vegar aldrei að sýna sínar bestu hliðar í Þýskalandi. Hann spilaði mest fyrir varalið félagsins og var á endanum lánaður til Willem II í Hollandi. Þar gekk allt upp og framherjinn gat ekki hætt að skora. Hann skoraði í fyrstu 12 leikjunum sínum og endaði með 13 mörk í 16 leikjum fyrir félagið. Dortmund hafði hins vegar ekki lengur not fyrir hann og seldi hann til Real Sociedad sumarið 2019. Isak var því ekki orðinn tvítugur og var að fara spila fyrir fjórða félagið á ferlinum, í fjórða landinu. Þó það hafi gengið upp og ofan hjá Sociedad þá hefur Isak sýnt snilligáfu sína hér og þar. Hann hjálpaði Sociedad að vinna spænska Konungsbikarinn á síðustu leiktíð og þá skoraði hann þrennu í 4-0 sigri á Deportivo Alavés í febrúar á þessu ári. Chelsea 'to rival' Arsenal for Sweden star Alexander Isakhttps://t.co/RJmGrlVrLj pic.twitter.com/O6bwQJXj3u— Mirror Football (@MirrorFootball) June 18, 2021 Svo vel hefur gengið með Sociedad undanfarið að nú er Isak orðaður við enn eitt landið, England. Talið er að bæði Chelsea og Arsenal íhugi nú tilboð í kappann. Eflaust hefur Isak verið spenntur að vera á leiðinni á Evrópumótið með Zlatan sjálfur en sá síðarnefndi meiddist skömmu fyrir mót og er því ekki með sænska landsliðinu. Það kom ekki að sök í fyrsta leik gegn Spáni en Isak var mjög nálægt því að stela fyrirsögnunum. Alexander Isak shows his class before hitting post #EURO2020 pic.twitter.com/6X5ZR1Hfjt— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 14, 2021 Leiknum lauk með 0-0 jafntefli en á öðrum degi hefði Svíþjóð unnið þökk sé snilligáfu framherjans unga. Hann átti skot sem Spánverjar björguðu á línu – og fór þaðan í stöngina og í hendurnar á Unai Simon markverði. Þá prjónaði hann sig í gegnum fjóra varnarmenn Spánar og gaf boltann á Marcus Berg sem tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skjóta yfir markið þegar það var auðveldara að renna boltanum í netið. Reikna má með að Isak haldi sæti sínu í byrjunarliði Svía en þeir mæta Slóvakíu á St. Pétursburg-vellinum í Rússlandi klukkan 13.00 í dag. Allt í beinni á Stöð 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Svíþjóð Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi Sjá meira