Adrian Wojnarowski hjá ESPN sagði frá því að Kemba Walker fari til Oklahoma City Thunder í skiptum fyrir þá Al Horford og Moses Brown. Boston lætur líka frá sér tvo valrétti þar á meðal sextánda valrétt í nýliðvalinu í sumar en fær í staðinn valrétt í annarri umferð árið 2023.
Breaking: The Celtics are trading Kemba Walker, the No. 16 overall pick in the 2021 draft and a 2025 second-round draft pick to Oklahoma City for Al Horford, Moses Brown and a 2023 second-round pick, sources tell @wojespn. pic.twitter.com/Wf6T48Vkcz
— SportsCenter (@SportsCenter) June 18, 2021
Al Horford spilaði með Boston liðinu frá 2016 til 2918 en samdi síðan við Philadelphia 76ers í júlí 2019 sem síðan skipti honum til Thunder eftir eitt tímabil.
Kemba Walker samdi við Boston sumarið 2019 en hefur verið mikið meiddur á fyrstu tveimur tímabilum sínum með liðinu. Kemba var með 19,3 stig og 4,9 stoðsendingar í leik í vetur.
Hann átti aftur á móti 73,6 milljónir dollara inni fyrir tvö síðustu ár samningsins sem þótti ekki spennandi fyrir lið á fá í hendurnar. Forráðamenn Thunder voru til í að borga honum það.
The Celtics are trading Kemba Walker, the No. 16 overall pick in the 2021 draft and a 2025 second-round draft pick to Oklahoma City for Al Horford, Moses Brown and a 2023 second-round pick, sources tell ESPN.
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 18, 2021
Samkvæmt heimildum bandaríska fjölmiðla þá var Kemba Walker jafnánægður með að losna frá Boston Celtics og félagið að losa sig við hann.
Al Horford var með 14,2 stig, 6,7 fráköst og 3,4 stoðsendingar í leik með OKC í vetur en á þremur tímabilum sínum í Boston var hann með 13,5 stig, 7,0 fráköst og 4,6 stoðsendingar í leik.
Kemba Walker is heading to the OKC Thunder. pic.twitter.com/r6PXfY74xw
— NBA TV (@NBATV) June 18, 2021