Telur sig heppna að vera á lífi eftir að hafa misst aleiguna í eldsvoða Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2021 18:59 Kolbrún hefur verið búsett í New York í átta ár. Fjallað var um eldsvoðann, sem lagði íbúð hennar í rúst, í öllum helstu staðarmiðlum fyrr í vikunni. Samsett Íslensk kona búsett í New York segist heppin að vera á lífi eftir að hún missti aleiguna í eldsvoða aðfaranótt sautjánda júní. Kolbrún Ýrr Rolandsdóttir hefur verið búsett í New York í átta ár. Eldurinn, sem rataði í alla helstu staðarmiðla, kviknaði í íbúð nágranna hennar í Hell's Kitchen-hverfinu á Manhattan seint á miðvikudagskvöld. Kolbrún segir mikið vesen hafa verið á manninum í aðdraganda eldsvoðans en talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni sem nágranninn fór óvarlega með. Kolbrún gisti ekki heima hjá sér hina örlagaríku nótt af ótta við nágrannann. „Núna er ekki einu sinni veggur milli íbuðanna okkar og þakið í rauninni bara féll á rúmið mitt og gluggarnir splúndruðust, það kviknaði í öllu. Ég talaði við slökkviliðsmennina og þeir höfðu ekki séð svona slæman eld í langan tíma,“ segir Kolbrún. Húsvörður í byggingunni tók þessar myndir fyrir Kolbrúnu, sem ekki hefur fengið að fara inn í íbúðina síðan bruninn varð.Aðsend „Og það er bara gat á gólfinu og það er allt úti um allt, spýtur og rústir. Þetta eru bara brunarústir, þú þarft að fara þarna í sérstökum búning með stáltá.“ Kolbrún, sem dvelur nú á hóteli fyrir tilstilli Rauða krossins, segist hafa fengið þau skilaboð að hún muni aldrei snúa aftur í íbúðina. „Ef ég hefði verið heima hefðu þeir örugglega ekki getað brotið upp hurðina mína og ég er bara þakklát fyrir að vera á lífi og ekki heima sofandi því það hefði getað endað mjög illa.“ Rjúfa þurfti loftið á íbúðinni. Í fyrsta sinn sem hana langar heim til mömmu Tjónið sé gríðarlegt og áfallið mikið. Í eldsvoðanum tapaði Kolbrún meðal annars ýmsum erfðagripum sem henni voru kærir. „Ég á föt frá báðum ömmum mínum, pels og þú getur ímyndað þér það sem maður er búinn að vera að sanka að sér í átta ár. Og ég var nýbúin að stofna þetta heimili og ég var stolt af því.“ Það sé ómetanlegt að finna fyrir stuðningi vina og vandamanna en tilfinningin að upplifa slíkan missi sé óraunveruleg. Mörg áföll hafi dunið yfir hana síðustu mánuði, af heilsufars- og persónulegum toga, að viðbættum heimsfaraldri kórónuveirunnar. „En þetta er í fyrsta skipti sem ég er bara: Veistu það að nú er nú komið gott, nú vil ég bara fara heim til mömmu,“ segir Kolbrún. Vinir Kolbrúnar hafa hrundið af stað söfnun til að létta undir með henni eftir eldsvoðann. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning 0536-26-3597, kt. 120387-2439. Fleiri myndir innan úr íbúð Kolbrúnar má sjá hér fyrir neðan. Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Kolbrún Ýrr Rolandsdóttir hefur verið búsett í New York í átta ár. Eldurinn, sem rataði í alla helstu staðarmiðla, kviknaði í íbúð nágranna hennar í Hell's Kitchen-hverfinu á Manhattan seint á miðvikudagskvöld. Kolbrún segir mikið vesen hafa verið á manninum í aðdraganda eldsvoðans en talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni sem nágranninn fór óvarlega með. Kolbrún gisti ekki heima hjá sér hina örlagaríku nótt af ótta við nágrannann. „Núna er ekki einu sinni veggur milli íbuðanna okkar og þakið í rauninni bara féll á rúmið mitt og gluggarnir splúndruðust, það kviknaði í öllu. Ég talaði við slökkviliðsmennina og þeir höfðu ekki séð svona slæman eld í langan tíma,“ segir Kolbrún. Húsvörður í byggingunni tók þessar myndir fyrir Kolbrúnu, sem ekki hefur fengið að fara inn í íbúðina síðan bruninn varð.Aðsend „Og það er bara gat á gólfinu og það er allt úti um allt, spýtur og rústir. Þetta eru bara brunarústir, þú þarft að fara þarna í sérstökum búning með stáltá.“ Kolbrún, sem dvelur nú á hóteli fyrir tilstilli Rauða krossins, segist hafa fengið þau skilaboð að hún muni aldrei snúa aftur í íbúðina. „Ef ég hefði verið heima hefðu þeir örugglega ekki getað brotið upp hurðina mína og ég er bara þakklát fyrir að vera á lífi og ekki heima sofandi því það hefði getað endað mjög illa.“ Rjúfa þurfti loftið á íbúðinni. Í fyrsta sinn sem hana langar heim til mömmu Tjónið sé gríðarlegt og áfallið mikið. Í eldsvoðanum tapaði Kolbrún meðal annars ýmsum erfðagripum sem henni voru kærir. „Ég á föt frá báðum ömmum mínum, pels og þú getur ímyndað þér það sem maður er búinn að vera að sanka að sér í átta ár. Og ég var nýbúin að stofna þetta heimili og ég var stolt af því.“ Það sé ómetanlegt að finna fyrir stuðningi vina og vandamanna en tilfinningin að upplifa slíkan missi sé óraunveruleg. Mörg áföll hafi dunið yfir hana síðustu mánuði, af heilsufars- og persónulegum toga, að viðbættum heimsfaraldri kórónuveirunnar. „En þetta er í fyrsta skipti sem ég er bara: Veistu það að nú er nú komið gott, nú vil ég bara fara heim til mömmu,“ segir Kolbrún. Vinir Kolbrúnar hafa hrundið af stað söfnun til að létta undir með henni eftir eldsvoðann. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning 0536-26-3597, kt. 120387-2439. Fleiri myndir innan úr íbúð Kolbrúnar má sjá hér fyrir neðan.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent