Toppslagur fyrir norðan og stórleikur í Kópavogi Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 14:01 Munu Blikar komast aftur á sigurbraut í kvöld gegn lánlausum FH-ingum? Vísir/Hulda Margrét Fimm leikir eru á dagskrá í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag þar sem áhugaverðar viðureignir fara fram. Flestra augu verða eflaust á Dalvík og í Kópavogi. Dagurinn byrjar fyrir norðan með stórleik á Dalvíkurvelli. Íslandsmeistarar Vals heimsækja lið KA, sem á ónýtan heimavöll á Akureyri. Eftir tvö slæm úrslit í röð unnu Valsmenn sterkan 3-1 sigur á Breiðabliki á Hlíðarenda í síðustu umferð. Valur er á toppi deildarinnar með 20 stig, tveimur stigum á undan Víkingi sem á leik inni, en KA er þar fyrir neðan með 16 stig og á tvo leiki inni á Valsmenn. Sigur kæmi KA því í vænlega stöðu gagnvart Íslandsmeisturunum, stigi á eftir þeim með tvo leiki til góða. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Mikilvægir leikir í botnbaráttunni Tveir leikir eru þá á dagskrá klukkan 17:00, milli liða sem eru í þéttum pakka í neðri hluta deildarinnar. Fylkir mætir botnliði ÍA í Árbæ en þrátt fyrir að fjögur sæti aðskilji liðin eru aðeins tvö stig á milli þeirra. ÍA er með fimm stig á botninum en Fylkir með sjö stig í áttunda sæti. Á milli þeirra sitja bæði Stjarnan og HK. Stjarnan er í níunda sætinu með sama stigafjölda og Fylkir en HK með sex stig í tíunda sætinu. Þau lið mætast einnig klukkan 17:00 í Kórnum í Kópavogi. Báðir leikir verða aðgengilegir í sjónvarpinu á Stöð2.is. FH þarf sigur í stórleiknum - Nýliðaslagur í Keflavík Nýliðar Keflavíkur og Leiknis eru í sama þétta pakka og ofangreind lið. Leiknismenn eru með átta stig í sjöunda sætinu en Keflavík er í ellefta sæti, fallsæti, með sex stig og slakari markatölu en HK sem er sæti ofar. Keflavík tekur á móti Leikni klukkan 19:15 og verður sá leikur einnig í beinni á Stöð2.is. Ljóst er að einhverjar línur fara að skýrast í neðri hluta deildarinnar í dag. FH þarf þá að fara að vinna fótboltaleik ef þeir ætla ekki að sogast þar niður. Eftir 10 stig af 12 mögulegum í fyrstu fjórum leikjum sínum hefur FH ekki unnið leik, fengið eitt stig af 12 mögulegum, í jafntefli sínu við Stjörnuna í síðasta leik. FH-inga bíður verðugt verkefni er þeir heimsækja Breiðablik á Kópavogsvöll en Blikar töpuðu, líkt og segir að ofan, fyrir Val í síðustu umferð eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð fyrir það. Breiðablik er með 13 stig í fimmta sæti og þurfa ekki síður sigur til að komast nær efstu liðum. Leikur Breiðabliks og FH hefst klukkan 19:15 en Pepsi Max Stúkan hefur upphitun fyrir þann leik klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport. Leikir dagsins 16:00 KA - Valur (Stöð 2 Sport) 17:00 Fylkir - ÍA (Stöð2.is) 17:00 Stjarnan - HK (Stöð2.is) 19:15 Keflavík - Leiknir R. (Stöð2.is) 19:15 Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Sjá meira
Dagurinn byrjar fyrir norðan með stórleik á Dalvíkurvelli. Íslandsmeistarar Vals heimsækja lið KA, sem á ónýtan heimavöll á Akureyri. Eftir tvö slæm úrslit í röð unnu Valsmenn sterkan 3-1 sigur á Breiðabliki á Hlíðarenda í síðustu umferð. Valur er á toppi deildarinnar með 20 stig, tveimur stigum á undan Víkingi sem á leik inni, en KA er þar fyrir neðan með 16 stig og á tvo leiki inni á Valsmenn. Sigur kæmi KA því í vænlega stöðu gagnvart Íslandsmeisturunum, stigi á eftir þeim með tvo leiki til góða. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Mikilvægir leikir í botnbaráttunni Tveir leikir eru þá á dagskrá klukkan 17:00, milli liða sem eru í þéttum pakka í neðri hluta deildarinnar. Fylkir mætir botnliði ÍA í Árbæ en þrátt fyrir að fjögur sæti aðskilji liðin eru aðeins tvö stig á milli þeirra. ÍA er með fimm stig á botninum en Fylkir með sjö stig í áttunda sæti. Á milli þeirra sitja bæði Stjarnan og HK. Stjarnan er í níunda sætinu með sama stigafjölda og Fylkir en HK með sex stig í tíunda sætinu. Þau lið mætast einnig klukkan 17:00 í Kórnum í Kópavogi. Báðir leikir verða aðgengilegir í sjónvarpinu á Stöð2.is. FH þarf sigur í stórleiknum - Nýliðaslagur í Keflavík Nýliðar Keflavíkur og Leiknis eru í sama þétta pakka og ofangreind lið. Leiknismenn eru með átta stig í sjöunda sætinu en Keflavík er í ellefta sæti, fallsæti, með sex stig og slakari markatölu en HK sem er sæti ofar. Keflavík tekur á móti Leikni klukkan 19:15 og verður sá leikur einnig í beinni á Stöð2.is. Ljóst er að einhverjar línur fara að skýrast í neðri hluta deildarinnar í dag. FH þarf þá að fara að vinna fótboltaleik ef þeir ætla ekki að sogast þar niður. Eftir 10 stig af 12 mögulegum í fyrstu fjórum leikjum sínum hefur FH ekki unnið leik, fengið eitt stig af 12 mögulegum, í jafntefli sínu við Stjörnuna í síðasta leik. FH-inga bíður verðugt verkefni er þeir heimsækja Breiðablik á Kópavogsvöll en Blikar töpuðu, líkt og segir að ofan, fyrir Val í síðustu umferð eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð fyrir það. Breiðablik er með 13 stig í fimmta sæti og þurfa ekki síður sigur til að komast nær efstu liðum. Leikur Breiðabliks og FH hefst klukkan 19:15 en Pepsi Max Stúkan hefur upphitun fyrir þann leik klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport. Leikir dagsins 16:00 KA - Valur (Stöð 2 Sport) 17:00 Fylkir - ÍA (Stöð2.is) 17:00 Stjarnan - HK (Stöð2.is) 19:15 Keflavík - Leiknir R. (Stöð2.is) 19:15 Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Sjá meira