Ætlar að hjóla 400 kílómetra með höndunum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. júní 2021 12:33 Arnar Helgi lamaðist fyrir neðan brjóst þegar hann var tuttugu og sex ára gamall. Hann ætlar nú að hjóla 400 kílómetra með höndunum. Handahjólreiðamaðurinn Arnar Helgi Lárusson hyggst hjóla 400 kílómetra á innan við sólarhring í næstu viku. Tilgangurinn með afrekinu er að vekja athygli á hreyfingu fyrir hreyfihamlaða og að safna fyrir fjórum rafmagnsfjallahjólum fyrir hreyfihamlaða. Arnar Helgi lamaðist frá brjósti og niður í mótorhjólaslysi þegar hann var tuttugu og sex ára. Hann lét áfallið þó ekki stoppa sig og sneri sér að lyftingum, hjólastólakappi og nú handahjólreiðum. Í dag er hann formaður SEM eða Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra. Ferðalag Arnars hefst á Höfn í Hornafirði klukkan fjögur á þriðjudaginn og er öllum velkomið að slást í för með honum í lengri eða skemmri tíma. Hægt verður að fylgjast með ferðinni á heimasíðu SEM og á samfélagsmiðlum SEM og Arnars Helga. Með afrekinu vill Arnar Helgi benda á mikilvægi hreyfingar og safna fyrir kaupum á fjórum sérútbúnum hjólum fyrir hreyfihamlaða. Hvert hjól kostar tvær og hálfa milljón króna. SEM mun hafa umsjón með hjólunum og lána hreyfihömluðu fólki að endurgjaldslausu til þess að hvetja það til hreyfingar. Arnar Helgi verður jafnframt heiðursgestur á KIA Gullhringnum á Selfossi þann 10. júlí næstkomandi. Það er stærsta hjólreiðakeppni landsins og er keppnin opin öllum sem vilja taka þátt. Arnar Helgi vill vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín þrjú. Lífið er ekki búið Arnar Helgi segist aldrei hugsa um það að hann sé lamaður. Mottóið hans er að verða betri maður í dag en í gær og að vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín þrjú og aðra sem hann umgengst. „Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera en þar skiptir þó jákvætt hugarfar öllu máli. Það er sterkasti hlekkurinn í keðjunni,“ segir Arnar Helgi. Þeir sem vilja styrkja verkefnið geta sett sig í samband við SEM samtökin, Íþróttafélag fatlaðra eða Arnar Helga sjálfan eða leggja inn á SEM samtökin. Kennitala: 510182-0739 Reikningsnúmer 0323-26-001323 Skýring: Km400 Hjólreiðar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Arnar Helgi lamaðist frá brjósti og niður í mótorhjólaslysi þegar hann var tuttugu og sex ára. Hann lét áfallið þó ekki stoppa sig og sneri sér að lyftingum, hjólastólakappi og nú handahjólreiðum. Í dag er hann formaður SEM eða Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra. Ferðalag Arnars hefst á Höfn í Hornafirði klukkan fjögur á þriðjudaginn og er öllum velkomið að slást í för með honum í lengri eða skemmri tíma. Hægt verður að fylgjast með ferðinni á heimasíðu SEM og á samfélagsmiðlum SEM og Arnars Helga. Með afrekinu vill Arnar Helgi benda á mikilvægi hreyfingar og safna fyrir kaupum á fjórum sérútbúnum hjólum fyrir hreyfihamlaða. Hvert hjól kostar tvær og hálfa milljón króna. SEM mun hafa umsjón með hjólunum og lána hreyfihömluðu fólki að endurgjaldslausu til þess að hvetja það til hreyfingar. Arnar Helgi verður jafnframt heiðursgestur á KIA Gullhringnum á Selfossi þann 10. júlí næstkomandi. Það er stærsta hjólreiðakeppni landsins og er keppnin opin öllum sem vilja taka þátt. Arnar Helgi vill vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín þrjú. Lífið er ekki búið Arnar Helgi segist aldrei hugsa um það að hann sé lamaður. Mottóið hans er að verða betri maður í dag en í gær og að vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín þrjú og aðra sem hann umgengst. „Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera en þar skiptir þó jákvætt hugarfar öllu máli. Það er sterkasti hlekkurinn í keðjunni,“ segir Arnar Helgi. Þeir sem vilja styrkja verkefnið geta sett sig í samband við SEM samtökin, Íþróttafélag fatlaðra eða Arnar Helga sjálfan eða leggja inn á SEM samtökin. Kennitala: 510182-0739 Reikningsnúmer 0323-26-001323 Skýring: Km400
Hjólreiðar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira