Tvær mömmur í Ólympíuliði Bandaríkjamanna í Tókýó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2021 13:30 Allyson Felix fagnar hér Ólympíusæti sínu með dótturinni Camryn á bandaríska úrtökumótinu. AP/Ashley Landis Bandarísku spretthlaupararnir Allyson Felix og Quanera Hayes tryggðu sér um helgina sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna í 400 metra hlaupi en þær eiga líka annað sameiginlegt. Báðar eiga þær Allyson og Quanera ung börn en báðar hafa komið til baka og eru nú í frábæru formi. Eitt það erfiðasta í íþróttunum í dag er að komast í Ólympíulið Bandaríkjamanna í spretthlaupum enda eru margir heimsklassa hlauparar að keppa um mjög fá laus sæti. Afrek þeirra vekur því athygli. Hinn 29 ára gamla Quanera Hayes vann hlaupið með því að koma í mark á 49,78 sekúndum eða sínum besta tíma á árinu. Þetta var mun tæpara hjá hinni 35 ára gömlu Allyson Felix. Hún var bara í fjórða sæti fyrir lokasprettinn en tókst að komast fram úr tveimur í lokin og koma í mark á sínum besta tíma á árinu, 50,02 sekúndum. Wadeline Jonathas var síðan í þriðja sæti en aðeins þrjár komust í Ólympíuliðið í greininni. Wadeline er bara 23 ára eða tólf árum yngri en Felix. "SUPERMOMMIES! YEAH!"Quanera Hayes' son and @allysonfelix's daughter met after their moms qualified for the #TokyoOlympics. The moment speaks for itself.@usatf | #TokyoOlympics x #TrackFieldTrials21 pic.twitter.com/MCrlvJ7G9e— #TokyoOlympics (@NBCOlympics) June 21, 2021 Allyson eignaðist dótturina Camryn árið 2018 en hún var fyrirburi og eyddi fyrsta mánuði sínum í nýburagjörgæslu á sjúkrahúsi. Þetta var erfiður tími og gerði henni enn erfiðara fyrir að koma sér aftur af stað við æfingarnar. Quanera á tveggja ára gamlan son sem heitir Demetrius. Það varð til mjög skemmtileg stund eftir hlaupið þegar mömmurnar fönguðu Ólympíusæti með börnunum sínum eins og sjá má hér fyrir ofan. Allyson Felix hefur unnið sex gullverðlaun á Ólympíuleikum og þrenn silfurverðlaun. Eina einstaklingsgullið hennar kom í 200 metra hlaupi á ÓL í London 2012 en hin hafa komið í boðhlaupum á síðustu þremur leikum. Felix fékk silfurverðlaun í 400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó 400 en hún tapaði þá fyrir Shaunae Miller frá Bahamaeyjum. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Báðar eiga þær Allyson og Quanera ung börn en báðar hafa komið til baka og eru nú í frábæru formi. Eitt það erfiðasta í íþróttunum í dag er að komast í Ólympíulið Bandaríkjamanna í spretthlaupum enda eru margir heimsklassa hlauparar að keppa um mjög fá laus sæti. Afrek þeirra vekur því athygli. Hinn 29 ára gamla Quanera Hayes vann hlaupið með því að koma í mark á 49,78 sekúndum eða sínum besta tíma á árinu. Þetta var mun tæpara hjá hinni 35 ára gömlu Allyson Felix. Hún var bara í fjórða sæti fyrir lokasprettinn en tókst að komast fram úr tveimur í lokin og koma í mark á sínum besta tíma á árinu, 50,02 sekúndum. Wadeline Jonathas var síðan í þriðja sæti en aðeins þrjár komust í Ólympíuliðið í greininni. Wadeline er bara 23 ára eða tólf árum yngri en Felix. "SUPERMOMMIES! YEAH!"Quanera Hayes' son and @allysonfelix's daughter met after their moms qualified for the #TokyoOlympics. The moment speaks for itself.@usatf | #TokyoOlympics x #TrackFieldTrials21 pic.twitter.com/MCrlvJ7G9e— #TokyoOlympics (@NBCOlympics) June 21, 2021 Allyson eignaðist dótturina Camryn árið 2018 en hún var fyrirburi og eyddi fyrsta mánuði sínum í nýburagjörgæslu á sjúkrahúsi. Þetta var erfiður tími og gerði henni enn erfiðara fyrir að koma sér aftur af stað við æfingarnar. Quanera á tveggja ára gamlan son sem heitir Demetrius. Það varð til mjög skemmtileg stund eftir hlaupið þegar mömmurnar fönguðu Ólympíusæti með börnunum sínum eins og sjá má hér fyrir ofan. Allyson Felix hefur unnið sex gullverðlaun á Ólympíuleikum og þrenn silfurverðlaun. Eina einstaklingsgullið hennar kom í 200 metra hlaupi á ÓL í London 2012 en hin hafa komið í boðhlaupum á síðustu þremur leikum. Felix fékk silfurverðlaun í 400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó 400 en hún tapaði þá fyrir Shaunae Miller frá Bahamaeyjum.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira