Minnesota Vikings valdi Jaylen Twyman í nýliðavalinu í vor en hans staða er í varnarlínunni og hann spilaði með Pittsburgh háskólanum síðustu ár.
Vikings rookie DT Jaylen Twyman was shot four times while visiting his aunt in Washington D.C., per his agent Drew Rosenhaus
— Bleacher Report (@BleacherReport) June 22, 2021
"He's going to be OK"
h/t @AdamSchefter pic.twitter.com/tr2ZK9PmZS
Twyman var í heimsókn til fjölskyldumeðlims í höfuðborginni þegar hann lenti í skotárás. Hann var skotinn fjórum sinnum, í handlegginn, í rassinn og í öxlina.
Drew Rosenhaus, umboðsmaður Twyman, sagði NFL fréttahaukinum Ian Rapoport frá því sem gerðist en leikmaðurinn hafði heppnina með sér því sárin voru ekki alvarleg.
„Þetta eru allt grunn sár, yfirborðssár. Ég talaði við hann og ég talaði við fjölskylduna hans. Þau eru öll á sjúkrahúsinu. Það er búist við því að hann nái sér að fullu,“ sagði Drew Rosenhaus.
Vikings rookie DT Jaylen Twyman was shot in the arm, leg, buttocks and shoulder, per his agent Drew Rosenhaus.. Twyman is expected to be released from the hospital this week and there doesn t appear to be any long-term injuries that would prohibit him from playing this season.
— Adam Schefter (@AdamSchefter) June 22, 2021
„Hann labbaði sjálfur inn á sjúkrahúsið. Hann var saklaus farþegi í bíl á röngum stað á röngum tíma. Þeir tóku myndir af honum en það voru engin brotin bein og engin liðbönd sködduðust. Ég talaði við föður hans og það verður í lagi með hann. Ég lét líka Vikings fólkið vita hvað gerðist og hvernig honum líður,“ sagði Drew Rosenhaus.