Enn um gölluð veiðigjöld Daði Már Kristófersson skrifar 26. júní 2021 13:00 Pétur Pálsson gerir athugasemdir við grein mína á Visir.is. Í grein sinni fjallar Pétur um samninga sjómanna, sem hann telur ágæta. Viðfangsefni mitt var hins vegar veiðigjöld og hve snúið er að leggja þau á með sanngjörnum hætti ef tekjurnar af veiðunum, þ.e. verðið á fisknum, er óvíst. Vissulega hefur óvíst fiskverð afleiðingar fyrir kjör sjómanna. Sjómenn og útgerðarmenn hafa reynt að finna á því lausnir, eins og Pétur bendir á. Þó er óánægja sjómanna með mat á verði fisk enn umtalsverð. Vandamálið er snúnara hvað varðar útreikning veiðigjalda. Ef þau eiga að vera sanngjörn, hvorki of lág eða of há, þurfa að liggja fyrir áreiðanlegar tölur um afkomu. Þær tölur eru ekki til. Ýmsar lausnir hafa verið til umræðu. Sumir telja að reikna megi þessa stærð með forsendum og kúnstum. Um það efast ég, eftir áralanga þátttöku í slíkri vinnu. Aðrir aðhillast kröfur um að allur fiskur fari á fiskmarkaði, þar sem gagnsæ verðlagning á sér stað. Þetta tel ég heldur ekki góða lausn. Slíkt fyrirkomulag er við líði í Noregi. Ágangurinn er ekki uppörvandi. Fullkomlega skortir á samhæfingu veiða og vinnslu í Noregi og verðmætasköpun mun minni en í íslenskum sjávarútvegi. Um galla þessa fyrirkomulags hafa verið skrifaðar langar skýrslur á vegum norskra stjórnvalda (sjá t.d. hér). Ég sé aðeins eina leið sem nokkurt vit er í. Að byggja gjaldtökuna á mati útgerðanna sjálfra á virði á aflaheimilda með sölu þeirra. Um þetta vil ég gjarnan ræða frekar við Pétur. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Viðreisn Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Pétur Pálsson gerir athugasemdir við grein mína á Visir.is. Í grein sinni fjallar Pétur um samninga sjómanna, sem hann telur ágæta. Viðfangsefni mitt var hins vegar veiðigjöld og hve snúið er að leggja þau á með sanngjörnum hætti ef tekjurnar af veiðunum, þ.e. verðið á fisknum, er óvíst. Vissulega hefur óvíst fiskverð afleiðingar fyrir kjör sjómanna. Sjómenn og útgerðarmenn hafa reynt að finna á því lausnir, eins og Pétur bendir á. Þó er óánægja sjómanna með mat á verði fisk enn umtalsverð. Vandamálið er snúnara hvað varðar útreikning veiðigjalda. Ef þau eiga að vera sanngjörn, hvorki of lág eða of há, þurfa að liggja fyrir áreiðanlegar tölur um afkomu. Þær tölur eru ekki til. Ýmsar lausnir hafa verið til umræðu. Sumir telja að reikna megi þessa stærð með forsendum og kúnstum. Um það efast ég, eftir áralanga þátttöku í slíkri vinnu. Aðrir aðhillast kröfur um að allur fiskur fari á fiskmarkaði, þar sem gagnsæ verðlagning á sér stað. Þetta tel ég heldur ekki góða lausn. Slíkt fyrirkomulag er við líði í Noregi. Ágangurinn er ekki uppörvandi. Fullkomlega skortir á samhæfingu veiða og vinnslu í Noregi og verðmætasköpun mun minni en í íslenskum sjávarútvegi. Um galla þessa fyrirkomulags hafa verið skrifaðar langar skýrslur á vegum norskra stjórnvalda (sjá t.d. hér). Ég sé aðeins eina leið sem nokkurt vit er í. Að byggja gjaldtökuna á mati útgerðanna sjálfra á virði á aflaheimilda með sölu þeirra. Um þetta vil ég gjarnan ræða frekar við Pétur. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ.
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar