Telur líklegt að Saka byrji og Southgate stilli upp í 3-4-3 leikkerfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júní 2021 10:01 Southgate er mikill aðdáandi Saka. Marc Atkins/Getty Images Hinn áreiðanlegi David Ornstein hjá The Athletic hefur stillt upp því sem hann telur líklegt byrjunarlið Englands í leiknum gegn Þýskalandi í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í dag. Ornstein telur að Gareth Southgate gæti stillt upp í 3-4-3 leikkerfi, mögulega til að spegla uppstillingu Þýskalands, en Southgate stillti enska liðinu oftar en ekki upp í mjög varnarsinnað 3-4-3 kerfi í Þjóðadeildinni. Þá telur Ornstein að Bukayo Saka verði í byrjunarliðinu eftir frábæra frammistöðu gegn Tékklandi í lokaleik riðlakeppninnar. Að sama skapi gætu Mason Mount, Jack Grealish og Phil Foden allir byrjað leikinn á bekknum. Það eru aðrar upplýsingar en enskir fjölmiðlar höfðu í gær en talið var að Mason Mount gæti komið beint úr sóttkví og í byrjunarliðið. Hinn 19 ára gamli Saka var valinn maður leiksins í 1-0 sigri Englands á Tékklandi og gæti haldið stöðu sinni er England tekur á móti Þýskalandi á Wembley í Lundúnum í dag. Saka yrði þá eflaust vinstra megin í þriggja manna framlínu með Harry Kane einan upp á topp og Raheem Sterling úti hægra megin. Kalvin Phillips og Declan Rice hafa verið saman á miðjunni til þessa og er ólíklegt að Southgate skipti þeim út að svo stöddu. Bukayo Saka expected to start England s #EURO2020 last-16 tie vs Germany. 20yo shone in final group game & likely to join Sterling behind Kane. Mount, Grealish + Foden look set to be on bench with #ENG anticipated to go 3-5-2 @TheAthleticUK #GER #ENGGER https://t.co/E9p25ktWmw— David Ornstein (@David_Ornstein) June 29, 2021 Ef stillt yrði upp í 3-4-3 er stærsta spurningin hvaða leikmenn yrðu í vængbakvörðum sem og þriggja manna varnarlínu. Það kemur allt í ljós í dag er liðin mætast klukkan 16.00 á Wembley í Lundúnum. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15.20. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira
Ornstein telur að Gareth Southgate gæti stillt upp í 3-4-3 leikkerfi, mögulega til að spegla uppstillingu Þýskalands, en Southgate stillti enska liðinu oftar en ekki upp í mjög varnarsinnað 3-4-3 kerfi í Þjóðadeildinni. Þá telur Ornstein að Bukayo Saka verði í byrjunarliðinu eftir frábæra frammistöðu gegn Tékklandi í lokaleik riðlakeppninnar. Að sama skapi gætu Mason Mount, Jack Grealish og Phil Foden allir byrjað leikinn á bekknum. Það eru aðrar upplýsingar en enskir fjölmiðlar höfðu í gær en talið var að Mason Mount gæti komið beint úr sóttkví og í byrjunarliðið. Hinn 19 ára gamli Saka var valinn maður leiksins í 1-0 sigri Englands á Tékklandi og gæti haldið stöðu sinni er England tekur á móti Þýskalandi á Wembley í Lundúnum í dag. Saka yrði þá eflaust vinstra megin í þriggja manna framlínu með Harry Kane einan upp á topp og Raheem Sterling úti hægra megin. Kalvin Phillips og Declan Rice hafa verið saman á miðjunni til þessa og er ólíklegt að Southgate skipti þeim út að svo stöddu. Bukayo Saka expected to start England s #EURO2020 last-16 tie vs Germany. 20yo shone in final group game & likely to join Sterling behind Kane. Mount, Grealish + Foden look set to be on bench with #ENG anticipated to go 3-5-2 @TheAthleticUK #GER #ENGGER https://t.co/E9p25ktWmw— David Ornstein (@David_Ornstein) June 29, 2021 Ef stillt yrði upp í 3-4-3 er stærsta spurningin hvaða leikmenn yrðu í vængbakvörðum sem og þriggja manna varnarlínu. Það kemur allt í ljós í dag er liðin mætast klukkan 16.00 á Wembley í Lundúnum. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15.20. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira