Úrslitaeinvígi vesturdeildarinnar er því ekki lokið en Phoenix er 3-2 yfir fyrir sjötta leikinn sem fram fer í Los Angeles annað kvöld. Svipmyndir og helstu tilþrif úr leiknum í nótt má sjá í NBA dagsins hér að neðan.
Kawhi Leonard hefur misst af öllu einvíginu til þessa, og sjö leikjum í röð í úrslitakeppninni, eftir að hann meiddist í leik gegn Utah Jazz. Óvissa ríkir um meiðsli hans en Clippers hafa ekki útilokað að Leonard taki þátt í leiknum á morgun.
Án Leonards þurfa Clippers enn frekar en ella að treysta á Paul George sem skoraði 41 stig í nótt, þar af tuttugu í þriðja leikhluta. Það sem meira er þá hitti hann úr 15 af 20 skotum sínum úr opnum leik. Hann tók auk þess 13 fráköst og gaf sex stoðsendingar.
Það hefur aðeins einu sinni áður gerst að leikmaður skori 40 stig, með 75% nýtingu, taki 10 fráköst og gefi fimm stoðsendingar í leik í úrslitakeppni. Það afrekaði New York Knicks goðsögnin Patrick Ewing.
Context for Clippers win vs Suns in Game 5:
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 29, 2021
Clippers now have 7 wins when trailing in a playoff series, the most in a single postseason in NBA history
Paul George is the 2nd player with 40 points, 10 rebounds, 5 assists and 75% shooting in a playoff game, joining Patrick Ewing. pic.twitter.com/Rb5k00pgpB
George hefur skorað að minnsta kosti 20 stig í öllum 18 leikjum Clippers í úrslitakeppninni til þessa og þannig komist í hóp með Michael Jordan, Kevin Durant og Kobe Bryant.
Paul George has 20 points in all 18 games this postseason.
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 29, 2021
He's the 4th player to open a postseason with a streak that long:
Michael Jordan (1992, 1997-98)
Kevin Durant (2012, 2018)
Kobe Bryant (2008)
Paul George (2021) pic.twitter.com/YGQwA6K6T8