SAF vara eindregið við óhóflegri og einhliða gjaldtöku landeigenda Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2021 11:11 Landeigendur vilja rukka þyrlufyrirtæki fyrir að lenda þyrlum sínum í landi Hrauns hvar gýs. Samtök ferðaþjónustunnar vara eindregið við slíkum hugmyndum, þar hljóti að koma til einhvers konar andlag, einhver þjónusta. vísir/vilhelm Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem varað er eindregið við gjaldtöku af hálfu landeigenda auk þess sem vafi leiki á um lögmæti þess. Vísað er til máls sem Vísir greindi frá nú í morgun sem varðar úrskurð sýslumanns á Suðurnesjum, lögbann við lendingum þyrluflugs Norðurflugs á landi Hrauns fyrr en til komi gjald vegna lendinga í tengslum við eldgosið í Geldingadölum. Í ályktun SAF er bent á að Norðurflug hafi leitað samninga við landeigendur án árangurs og en ljóst sé að aðila greinir verulega á um hvað sé eðlilegt og sanngjarnt gjald fyrir afnot af landinu sem um ræðir. „Í málinu er óumdeilt að engin aðstaða eða þjónusta er til staðar af hálfu landeigenda sem skuli vera andlag umræddrar gjaldtöku. Þá er eðlilegt að spyrja hver ábyrgð landeigenda er varðandi öryggi á svæðinu í tengslum við gjaldtöku,“ segir í yfirlýsingu SAF. „Samtök ferðaþjónustunnar telja augljóst að hvorki geti talist sanngjarnt né eðlilegt að gjald fyrir lendingar á óræktuðu og óbyggðu landi, þar sem engin aðstaða eða þjónusta er til staðar, sé margfalt hærra en gjald fyrir lendingar á uppbyggðum flugvelli með tilheyrandi þjónustu. Samtökin vara sterklega við því, eins og það er orðað, að lög séu túlkuð með þeim hætti að landeigendur geti krafið ferðaþjónustuaðila um háar upphæðir að eigin vali fyrir afnot af óræktuðu og óbyggðu landi sem hvorki valda tjóni né röskun á nytjum eigenda.“ Telja ekkert liggja fyrir sem réttlætir gjaldtökuna Þá vill SAF leggja áherslu á að öll gjaldtaka einkaaðila gagnvart ferðaþjónustu þurfi að vera grundvölluð á samningum við ferðaþjónustufyrirtæki þar sem skýrt komi fram meðal annars hvaða réttindi, aðstaða eða þjónusta sé andlag viðkomandi gjalda og til hve langs tíma réttindi á grundvelli samnings skuli gilda. Bjarnheiður Hallsdóttir er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill „SAF hafna alfarið hugmyndum um einhliða gjaldtöku án andlags. Stefna SAF gagnvart gjaldtöku í ferðaþjónustu byggir á því að gjaldtaka af ferðaþjónustufyrirtækjum sé því aðeins ásættanleg að fyrir gjaldið komi skilgreind réttindi, aðstaða, þjónusta, innviðir eða uppbygging sem ferðaþjónusta á viðkomandi svæði getur nýtt.“ En slík nálgun segja samtökin grundvöll þjónustugjalda opinberra aðila og getur verið grundvöllur aukinnar verðmætasköpunar og uppbyggingar í ferðaþjónustu. Telja vafa leika á um lagastoð gjaldtökuáforma „SAF vara sterklega við áformum um gjaldtöku sem hafa birst síðustu vikur í ýmsu formi, m.a. í tengslum við eldgosið í Geldingadölum og umferð um land Hjörleifshöfða, og telja vafa leika á lagastoð gjaldtökuáformanna í báðum tilfellum. Það er afar mikilvægt að öll gjaldtaka af ferðamönnum skoðist í heildarsamhengi með tilliti til samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Einhliða gjaldtaka landeigenda, hvort sem um er að ræða opinbera eða einkaaðila, þar sem engin réttindi eða uppbygging á aðstöðu, innviðum eða þjónustu kemur fyrir gjaldið er aðeins til þess fallin að skerða samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu í alþjóðlegu samhengi.“ Ferðamennska á Íslandi Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Dómsmál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Vísað er til máls sem Vísir greindi frá nú í morgun sem varðar úrskurð sýslumanns á Suðurnesjum, lögbann við lendingum þyrluflugs Norðurflugs á landi Hrauns fyrr en til komi gjald vegna lendinga í tengslum við eldgosið í Geldingadölum. Í ályktun SAF er bent á að Norðurflug hafi leitað samninga við landeigendur án árangurs og en ljóst sé að aðila greinir verulega á um hvað sé eðlilegt og sanngjarnt gjald fyrir afnot af landinu sem um ræðir. „Í málinu er óumdeilt að engin aðstaða eða þjónusta er til staðar af hálfu landeigenda sem skuli vera andlag umræddrar gjaldtöku. Þá er eðlilegt að spyrja hver ábyrgð landeigenda er varðandi öryggi á svæðinu í tengslum við gjaldtöku,“ segir í yfirlýsingu SAF. „Samtök ferðaþjónustunnar telja augljóst að hvorki geti talist sanngjarnt né eðlilegt að gjald fyrir lendingar á óræktuðu og óbyggðu landi, þar sem engin aðstaða eða þjónusta er til staðar, sé margfalt hærra en gjald fyrir lendingar á uppbyggðum flugvelli með tilheyrandi þjónustu. Samtökin vara sterklega við því, eins og það er orðað, að lög séu túlkuð með þeim hætti að landeigendur geti krafið ferðaþjónustuaðila um háar upphæðir að eigin vali fyrir afnot af óræktuðu og óbyggðu landi sem hvorki valda tjóni né röskun á nytjum eigenda.“ Telja ekkert liggja fyrir sem réttlætir gjaldtökuna Þá vill SAF leggja áherslu á að öll gjaldtaka einkaaðila gagnvart ferðaþjónustu þurfi að vera grundvölluð á samningum við ferðaþjónustufyrirtæki þar sem skýrt komi fram meðal annars hvaða réttindi, aðstaða eða þjónusta sé andlag viðkomandi gjalda og til hve langs tíma réttindi á grundvelli samnings skuli gilda. Bjarnheiður Hallsdóttir er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill „SAF hafna alfarið hugmyndum um einhliða gjaldtöku án andlags. Stefna SAF gagnvart gjaldtöku í ferðaþjónustu byggir á því að gjaldtaka af ferðaþjónustufyrirtækjum sé því aðeins ásættanleg að fyrir gjaldið komi skilgreind réttindi, aðstaða, þjónusta, innviðir eða uppbygging sem ferðaþjónusta á viðkomandi svæði getur nýtt.“ En slík nálgun segja samtökin grundvöll þjónustugjalda opinberra aðila og getur verið grundvöllur aukinnar verðmætasköpunar og uppbyggingar í ferðaþjónustu. Telja vafa leika á um lagastoð gjaldtökuáforma „SAF vara sterklega við áformum um gjaldtöku sem hafa birst síðustu vikur í ýmsu formi, m.a. í tengslum við eldgosið í Geldingadölum og umferð um land Hjörleifshöfða, og telja vafa leika á lagastoð gjaldtökuáformanna í báðum tilfellum. Það er afar mikilvægt að öll gjaldtaka af ferðamönnum skoðist í heildarsamhengi með tilliti til samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Einhliða gjaldtaka landeigenda, hvort sem um er að ræða opinbera eða einkaaðila, þar sem engin réttindi eða uppbygging á aðstöðu, innviðum eða þjónustu kemur fyrir gjaldið er aðeins til þess fallin að skerða samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu í alþjóðlegu samhengi.“
Ferðamennska á Íslandi Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Dómsmál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira