Tekst Schick, Sterling, Seferovic eða Lukaku að skáka Ronaldo í baráttunni um gullskóinn? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2021 14:00 Þessir fjórir halda í vonina um að landa gullskó Evrópumótsins í knattspyrnu 2020. EPA/Samsett Cristiano Ronaldo er enn á toppnum yfir flest mörk skoruð á Evrópumótinu í knattspyrnu en þar sem hann hefur lokið leik verður áhugavert að sjá hvort einhver geti skákað Portúgalanum geðþekka. Ronaldo skoraði alls fimm mörk í keppninni ásamt því að leggja upp eitt. Af þeim þremur sem hafa skorað fjögur mörk er Patrik Schick sá eini sem hefur ekki lokið leik. Tékkinn hefur nú þegar skorað mark mótsins með skoti sínu nánast frá miðju gegn Skotlandi. Ljóst er að Schick þarf að nýta tækifærið vel gegn Danmörku í 8-liða úrslitum þar sem frændur vorir hafa fundið taktinn og eru til alls líklegir um þessar mundir. Næstir í röðinni eru Haris Seferović – sem skoraði tvívegis í ótrúlegum leik Sviss og Frakklands í 16-liða úrslitum – ásamt þeim Romelu Lukaku og Raheem Sterling. Lukaku hefur verið heldur rólegur í tíðinni þó hann hafi skorað þrjú mörk fyrir Belgíu til þessa. Tvö þeirra komu í 3-0 sigrinum á Rússlandi og það þriðja í þægilegum 2-0 sigri á Belgíu. Lukaku hefur samt sem áður verið frábær í liði Belgíu og séð til þess að sóknarleikur þeirra gengur eins og smurð vél. Sterling hefur verið í töluvert öðru hlutverki í liði Gareth Southgate en hann er helsta markaógn Englands. Liðið hefur aðeins skorað fjögur mörk til þessa á mótinu og Sterling er með þrjú af þeim. Sterling sér leikinn gegn Úkraínu í 8-liða úrslitum eflaust sem þann leik þar sem hann getur skotið keppinautum sínum ref fyrir rass í baráttunni um gullskó Evrópumótsins. Cristiano Ronaldo still leads Who will claim the #EUROTopScorer | @Alipay— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 30, 2021 Það verður verulega forvitnilegt að sjá hvað gerist í 8-liða úrslitum en Seferović þarf að eiga svipaðan leik og hann átti gegn Frakklandi þar sem Sviss mætir Spáni. Lukaku þarf einnig að reima á sig markaskóna er Belgía mætir ógnarsterku liði Ítalíu. Fara leikirnir fjórir í 8-liða úrslitum fram 2. og 3. júlí. Að sjálfsögðu allt í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Ronaldo skoraði alls fimm mörk í keppninni ásamt því að leggja upp eitt. Af þeim þremur sem hafa skorað fjögur mörk er Patrik Schick sá eini sem hefur ekki lokið leik. Tékkinn hefur nú þegar skorað mark mótsins með skoti sínu nánast frá miðju gegn Skotlandi. Ljóst er að Schick þarf að nýta tækifærið vel gegn Danmörku í 8-liða úrslitum þar sem frændur vorir hafa fundið taktinn og eru til alls líklegir um þessar mundir. Næstir í röðinni eru Haris Seferović – sem skoraði tvívegis í ótrúlegum leik Sviss og Frakklands í 16-liða úrslitum – ásamt þeim Romelu Lukaku og Raheem Sterling. Lukaku hefur verið heldur rólegur í tíðinni þó hann hafi skorað þrjú mörk fyrir Belgíu til þessa. Tvö þeirra komu í 3-0 sigrinum á Rússlandi og það þriðja í þægilegum 2-0 sigri á Belgíu. Lukaku hefur samt sem áður verið frábær í liði Belgíu og séð til þess að sóknarleikur þeirra gengur eins og smurð vél. Sterling hefur verið í töluvert öðru hlutverki í liði Gareth Southgate en hann er helsta markaógn Englands. Liðið hefur aðeins skorað fjögur mörk til þessa á mótinu og Sterling er með þrjú af þeim. Sterling sér leikinn gegn Úkraínu í 8-liða úrslitum eflaust sem þann leik þar sem hann getur skotið keppinautum sínum ref fyrir rass í baráttunni um gullskó Evrópumótsins. Cristiano Ronaldo still leads Who will claim the #EUROTopScorer | @Alipay— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 30, 2021 Það verður verulega forvitnilegt að sjá hvað gerist í 8-liða úrslitum en Seferović þarf að eiga svipaðan leik og hann átti gegn Frakklandi þar sem Sviss mætir Spáni. Lukaku þarf einnig að reima á sig markaskóna er Belgía mætir ógnarsterku liði Ítalíu. Fara leikirnir fjórir í 8-liða úrslitum fram 2. og 3. júlí. Að sjálfsögðu allt í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira