Flottustu mörkin í 16-liða úrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2021 17:00 Thorgan Hazard skoraði glæsilegt mark sem tryggði Belgíu sigur á Portúgal og sæti í 8-liða úrslitum EM. EPA-EFE/Lluis Gene Hér að neðan má sjá flottustu mörk 16-liða úrslita Evrópumótsins í knattspyrnu. Fyrsta markið á listanum er snuddan hans Paul Pogba gegn Sviss. Því miður fyrir miðjumanninn magnaða dugði það ekki til sigurs en Frakkland tapaði í vítaspyrnukeppni eftir að leiknum lauk með 3-3 jafntefli og ekkert var skorað í framlengingunni. Þar á eftir kemur sleggjan frá Thorgan Hazard sem tryggði Belgíu sæti í 8-liða úrslitum. Hazaard – sem lék í stöðu vinstri vængbakvarðar – fékk sendingu frá Thomas Meunier, hinum vængbakverði liðsins, kom inn á völlinn og negldi boltanum í hornið. Þriðja markið á listanum er fyrra mark Karim Benzema í áðurnefndum 3-3 leik gegn Sviss. Benzema á stórbrotna móttöku eftir slaka sendingu Kylian Mbappé og vippar boltanum í kjölfarið framhjá Yann Sommer, markverði Sviss. Fjórða markið og síðasta markið er í boði Oleksandr Zinchencko. Hann skoraði fyrra mark Úkraínu er liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum með 2-1 sigri á Svíþjóð í framlengdum leik. Zinchenko skoraði fyrra mark Úkraínu eftir frábæran undirbúning Andriy Yarmolenko sem átti frábæra utanfótar sendingu frá hægri til vinstri þar sem Zinchenko negldi á markið í fyrsta. Öll fjögur mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Flottustu mörkin í 16-liða úrslitum EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fimm sem stálu fyrirsögnunum í 16-liða úrslitum Nú þegar 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu er lokið er vert að skoða hvaða fimm leikmann hafa stolið fyrirsögnunum í síðustu leikjum mótsins. 30. júní 2021 11:30 Tekst Schick, Sterling, Seferovic eða Lukaku að skáka Ronaldo í baráttunni um gullskóinn? Cristiano Ronaldo er enn á toppnum yfir flest mörk skoruð á Evrópumótinu í knattspyrnu en þar sem hann hefur lokið leik verður áhugavert að sjá hvort einhver geti skákað Portúgalanum geðþekka. 30. júní 2021 14:00 Dauðariðillinn sem Ísland missti af stóð undir nafni Öll liðin í dauðariðlinum svokallaða á EM eru fallin úr leik eftir að Þýskaland tapaði fyrir Englandi í gærkvöld. 30. júní 2021 15:15 „Súrrealískt að sjá þetta svona“ „Ég man voða lítið eftir þessu mómenti, þó að þetta sé svolítið stórt móment,“ sagði Aron Einar Gunnarsson þegar hann rifjaði upp sigurinn frækna gegn Englendingum fyrir fimm árum. 30. júní 2021 15:31 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Sjá meira
Fyrsta markið á listanum er snuddan hans Paul Pogba gegn Sviss. Því miður fyrir miðjumanninn magnaða dugði það ekki til sigurs en Frakkland tapaði í vítaspyrnukeppni eftir að leiknum lauk með 3-3 jafntefli og ekkert var skorað í framlengingunni. Þar á eftir kemur sleggjan frá Thorgan Hazard sem tryggði Belgíu sæti í 8-liða úrslitum. Hazaard – sem lék í stöðu vinstri vængbakvarðar – fékk sendingu frá Thomas Meunier, hinum vængbakverði liðsins, kom inn á völlinn og negldi boltanum í hornið. Þriðja markið á listanum er fyrra mark Karim Benzema í áðurnefndum 3-3 leik gegn Sviss. Benzema á stórbrotna móttöku eftir slaka sendingu Kylian Mbappé og vippar boltanum í kjölfarið framhjá Yann Sommer, markverði Sviss. Fjórða markið og síðasta markið er í boði Oleksandr Zinchencko. Hann skoraði fyrra mark Úkraínu er liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum með 2-1 sigri á Svíþjóð í framlengdum leik. Zinchenko skoraði fyrra mark Úkraínu eftir frábæran undirbúning Andriy Yarmolenko sem átti frábæra utanfótar sendingu frá hægri til vinstri þar sem Zinchenko negldi á markið í fyrsta. Öll fjögur mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Flottustu mörkin í 16-liða úrslitum EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fimm sem stálu fyrirsögnunum í 16-liða úrslitum Nú þegar 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu er lokið er vert að skoða hvaða fimm leikmann hafa stolið fyrirsögnunum í síðustu leikjum mótsins. 30. júní 2021 11:30 Tekst Schick, Sterling, Seferovic eða Lukaku að skáka Ronaldo í baráttunni um gullskóinn? Cristiano Ronaldo er enn á toppnum yfir flest mörk skoruð á Evrópumótinu í knattspyrnu en þar sem hann hefur lokið leik verður áhugavert að sjá hvort einhver geti skákað Portúgalanum geðþekka. 30. júní 2021 14:00 Dauðariðillinn sem Ísland missti af stóð undir nafni Öll liðin í dauðariðlinum svokallaða á EM eru fallin úr leik eftir að Þýskaland tapaði fyrir Englandi í gærkvöld. 30. júní 2021 15:15 „Súrrealískt að sjá þetta svona“ „Ég man voða lítið eftir þessu mómenti, þó að þetta sé svolítið stórt móment,“ sagði Aron Einar Gunnarsson þegar hann rifjaði upp sigurinn frækna gegn Englendingum fyrir fimm árum. 30. júní 2021 15:31 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Sjá meira
Fimm sem stálu fyrirsögnunum í 16-liða úrslitum Nú þegar 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu er lokið er vert að skoða hvaða fimm leikmann hafa stolið fyrirsögnunum í síðustu leikjum mótsins. 30. júní 2021 11:30
Tekst Schick, Sterling, Seferovic eða Lukaku að skáka Ronaldo í baráttunni um gullskóinn? Cristiano Ronaldo er enn á toppnum yfir flest mörk skoruð á Evrópumótinu í knattspyrnu en þar sem hann hefur lokið leik verður áhugavert að sjá hvort einhver geti skákað Portúgalanum geðþekka. 30. júní 2021 14:00
Dauðariðillinn sem Ísland missti af stóð undir nafni Öll liðin í dauðariðlinum svokallaða á EM eru fallin úr leik eftir að Þýskaland tapaði fyrir Englandi í gærkvöld. 30. júní 2021 15:15
„Súrrealískt að sjá þetta svona“ „Ég man voða lítið eftir þessu mómenti, þó að þetta sé svolítið stórt móment,“ sagði Aron Einar Gunnarsson þegar hann rifjaði upp sigurinn frækna gegn Englendingum fyrir fimm árum. 30. júní 2021 15:31