Fjármálastjóri Trump gefur sig fram Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2021 11:17 Fyrirtæki Trump og fjármálastjóri þess eiga von á ákæru í New York. Vísir/Getty Búist er við því að Allen Weisselberg, fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins, verði leiddur fyrir dómara í dag eftir að hann gaf sig fram sjálfviljugur við saksóknara í New York. Hann og fyrirtækið sjálft eru ákærð fyrir skattalagabrot. Ekki hefur verið greint frá efni ákæru umdæmissaksóknarans á Manhattan á hendur Trump-fyrirtækisins. New York Times segir að leynd verði að líkindum aflétt af ákærunni síðar í dag. Rannsókn saksóknarans hefur meðal annars beinst að því hvort að Weisselberg hafi greitt skatt af hlunnindum sem hann og fjölskylda hans fengu frá fyrirtækinu. Weisselberg mætti ásamt lögmanni sínum á skrifstofu saksóknarans á sjöunda tímanum í morgun að staðartíma. Í yfirlýsingu sem Trump-fyrirtækið sendi frá sér sakaði það saksóknarann um að nota Weisselberg sem „peð“ í herferð til að koma höggi á Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem skilji eftir sig sviðna jörð. New - Trump Organization statement reacting to Allen Weisselberg who just surrendered to the Manhattan DA this morning — says in part he is being used as a “pawn in a scorched earth attempt to harm the former President. “ pic.twitter.com/WavgJWhy26— John Santucci (@Santucci) July 1, 2021 Ekki er búist við því að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, verði sjálfur ákærður í dag. Þegar hann var kjörinn forseti fól hann sjóði, sem synir hans og Weisselberg stýra, stjórn viðskiptaveldisins. Saksóknarinn sameinaði rannsókn sína við aðra sem dómsmálaráðherra New York-ríkis stóð fyrir á sama tíma. Saman eru þeir sagðir rannsaka hvort að fyrirtæki Trump hafi blekkt fjármálastofnanir og skattayfirvöld með því að slá ýmist úr og í um verðmæti eigna sinna, allt eftir því hvað hentaði fyrir hvert tilefni. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira
Ekki hefur verið greint frá efni ákæru umdæmissaksóknarans á Manhattan á hendur Trump-fyrirtækisins. New York Times segir að leynd verði að líkindum aflétt af ákærunni síðar í dag. Rannsókn saksóknarans hefur meðal annars beinst að því hvort að Weisselberg hafi greitt skatt af hlunnindum sem hann og fjölskylda hans fengu frá fyrirtækinu. Weisselberg mætti ásamt lögmanni sínum á skrifstofu saksóknarans á sjöunda tímanum í morgun að staðartíma. Í yfirlýsingu sem Trump-fyrirtækið sendi frá sér sakaði það saksóknarann um að nota Weisselberg sem „peð“ í herferð til að koma höggi á Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem skilji eftir sig sviðna jörð. New - Trump Organization statement reacting to Allen Weisselberg who just surrendered to the Manhattan DA this morning — says in part he is being used as a “pawn in a scorched earth attempt to harm the former President. “ pic.twitter.com/WavgJWhy26— John Santucci (@Santucci) July 1, 2021 Ekki er búist við því að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, verði sjálfur ákærður í dag. Þegar hann var kjörinn forseti fól hann sjóði, sem synir hans og Weisselberg stýra, stjórn viðskiptaveldisins. Saksóknarinn sameinaði rannsókn sína við aðra sem dómsmálaráðherra New York-ríkis stóð fyrir á sama tíma. Saman eru þeir sagðir rannsaka hvort að fyrirtæki Trump hafi blekkt fjármálastofnanir og skattayfirvöld með því að slá ýmist úr og í um verðmæti eigna sinna, allt eftir því hvað hentaði fyrir hvert tilefni.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira