Konur í landinu fá hrós dagsins Halla Þorvaldsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir skrifa 2. júlí 2021 08:00 Í gær, þann 1. júlí 2021, bárust þau tíðindi að heilbrigðisyfirvöld hefðu ákveðið að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur til Íslands eftir að þær voru fluttar til Danmerkur í janúar. Krabbameinsfélagið fagnar þessari ákvörðun, sem er stórt skref í þá átt að vinda ofan af þeim vandræðum sem uppi eru varðandi leghálsskimanir. Ákvörðunin mun á endanum draga úr vantrausti kvenna og stytta biðtíma eftir niðurstöðum verulega. Flutningur rannsóknanna til Danmerkur var að mati Krabbameinsfélagsins algerlega ónauðsynlegur. Einungis sex mánuðir eru liðnir síðan rannsóknirnar voru alfarið gerðar hér á landi. Nauðsynleg þekking og búnaður kann því að vera enn til staðar. Ef raunverulegur áhugi og metnaður er fyrir því að flytja rannsóknirnar frá Danmörku og hefja þær á ný hér á landi getur það verið auðvelt í framkvæmd. Ákvörðunin er mjög gott fyrsta skref. Enn vantar hins vegar mjög mikið upp á að konur í landinu fái skýrar upplýsingar um þær breytingar sem gerðar hafa verið á skimunum og að þjónusta, eftirlit og upplýsingagjöf sé gagnsæ og skilvirk. Viðvarandi vandræði eftir flutning skimananna hafa valdið miklu óöryggi og vanlíðan hjá fjölda kvenna og aðstandenda þeirra. Allt kapp þarf að leggja á að endurvekja traust þeirra. Konur í landinu og fjöldi fagfólks hefur með mjög eindregnum hætti sýnt að þeim stendur ekki á sama um skimanir heldur láta sig málin varða. Ákall kvenna er gríðarlega sterkt eins og sést á fjöldahreyfingu á samfélagsmiðlum og fjölmiðlaumræðu. Þátttaka í skimunum jókst verulega frá haustinu 2018 og hélst þannig út árið 2020, ef horft er framhjá áhrifum Covid-19. Með lækkun komugjalds má búast við stóraukinni mætingu kvenna – en til að svo megi verða þarf að laga ákveðin atriði strax. Um leið og við gleðjumst yfir þessu fyrsta skrefi í átt að kerfi sem virkar, verðum við að muna að bráðnauðsynlegt er að koma á góðri upplýsingagjöf, lifandi samtali og upplýstu samráði við konur í landinu um þeirra eigin heilsu. Markmið með skimununum er að Ísland haldi sig í fremstu röð varðandi árangur gegn leghálskrabbameini. Til þess þarf traust og tiltrú kvenna, þátttaka þeirra í skimunum er forsenda árangurs. Konur á Íslandi bíða og mikið er í húfi. Nú er lag að greikka sporið af alvöru og láta verkin tala. Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og Valgerður Sigurðardóttir er formaður Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Halla Þorvaldsdóttir Valgerður Sigurðardóttir Heilsugæsla Landspítalinn Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær, þann 1. júlí 2021, bárust þau tíðindi að heilbrigðisyfirvöld hefðu ákveðið að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur til Íslands eftir að þær voru fluttar til Danmerkur í janúar. Krabbameinsfélagið fagnar þessari ákvörðun, sem er stórt skref í þá átt að vinda ofan af þeim vandræðum sem uppi eru varðandi leghálsskimanir. Ákvörðunin mun á endanum draga úr vantrausti kvenna og stytta biðtíma eftir niðurstöðum verulega. Flutningur rannsóknanna til Danmerkur var að mati Krabbameinsfélagsins algerlega ónauðsynlegur. Einungis sex mánuðir eru liðnir síðan rannsóknirnar voru alfarið gerðar hér á landi. Nauðsynleg þekking og búnaður kann því að vera enn til staðar. Ef raunverulegur áhugi og metnaður er fyrir því að flytja rannsóknirnar frá Danmörku og hefja þær á ný hér á landi getur það verið auðvelt í framkvæmd. Ákvörðunin er mjög gott fyrsta skref. Enn vantar hins vegar mjög mikið upp á að konur í landinu fái skýrar upplýsingar um þær breytingar sem gerðar hafa verið á skimunum og að þjónusta, eftirlit og upplýsingagjöf sé gagnsæ og skilvirk. Viðvarandi vandræði eftir flutning skimananna hafa valdið miklu óöryggi og vanlíðan hjá fjölda kvenna og aðstandenda þeirra. Allt kapp þarf að leggja á að endurvekja traust þeirra. Konur í landinu og fjöldi fagfólks hefur með mjög eindregnum hætti sýnt að þeim stendur ekki á sama um skimanir heldur láta sig málin varða. Ákall kvenna er gríðarlega sterkt eins og sést á fjöldahreyfingu á samfélagsmiðlum og fjölmiðlaumræðu. Þátttaka í skimunum jókst verulega frá haustinu 2018 og hélst þannig út árið 2020, ef horft er framhjá áhrifum Covid-19. Með lækkun komugjalds má búast við stóraukinni mætingu kvenna – en til að svo megi verða þarf að laga ákveðin atriði strax. Um leið og við gleðjumst yfir þessu fyrsta skrefi í átt að kerfi sem virkar, verðum við að muna að bráðnauðsynlegt er að koma á góðri upplýsingagjöf, lifandi samtali og upplýstu samráði við konur í landinu um þeirra eigin heilsu. Markmið með skimununum er að Ísland haldi sig í fremstu röð varðandi árangur gegn leghálskrabbameini. Til þess þarf traust og tiltrú kvenna, þátttaka þeirra í skimunum er forsenda árangurs. Konur á Íslandi bíða og mikið er í húfi. Nú er lag að greikka sporið af alvöru og láta verkin tala. Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og Valgerður Sigurðardóttir er formaður Krabbameinsfélagsins.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun