Sex ára barn á gjörgæslu eftir hoppukastalaslysið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júlí 2021 10:49 Frá vettvangi slyssins á Akureyri í gær. Vísir/Lillý Sex ára gamalt barn er á gjörgæslu á Landspítala eftir að hoppukastali tókst á loft á Akureyri á þriðja tímanum í gær. Tugir barna voru í hoppukastalanum þegar atvikið átti sér stað við Skautahöllina við Naustaveg. Sex voru fluttir til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er barnið sem flutt var til Reykjavíkur sex ára og nú á gjörgæslu. Áverkar barnsins eru eftir hátt fall úr hoppukastalanum. Perlan rekur hoppukastalann sem um ræðir. Sami hoppukastali var við Perluna í Reykjavík frá júlí til september í fyrra. Nú er annar sams konar hoppukastali, Skrímslið svokalla, við Perluna og samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður hann áfram í notkun. Rannsókn á frumstigi Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar tildrög slyssins. Kristján Kristjánsson yfirlögregluþjónn segir rannsóknin á algjöru frumstigi. Sjónvarvottar hafa lýst því að vindhviða hafi rifið upp horn hoppukastalans og þeytt því í loft upp. „Þetta er það sem við höfum heyrt líka,“ segir Kristján. Ekki rætt formlega við vitni enn sem komið er Hafið þið rætt við marga vegna málsins? „Nei, það er ekki byrjað að ræða formlega við fólk,“ segir Kristján. Það verði gert á næstu dögum en rannsókn málsins sé í fullum gangi. „Það er verið að vinna að þessu á fullu,“ segir Kristján. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, lýsti yfir ábyrgð á slysinu í gær. Hann sagði að hoppukastalinn á Akureyri yrði aldrei notaður aftur. Sá sem er við Perluna í Reykjavík muni standa áfram. Akureyri Lögreglumál Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir Engir fullorðnir starfsmenn við Skrímslið: „Það greip um sig alger ringulreið“ Foreldri sem varð vitni að því þegar hoppukastali, Skrímslið svokallaða, tókst á loft á Akureyri í dag segir að mikil ringulreið hafi gripið um sig meðal foreldra þegar vindhviða feykti kastalanum á loft. Hann segist hissa á því að enginn fullorðinn starfsmaður hafi verið á staðnum og segir unglingsstráka um 15 ára aldur hafa verið einu starfsmennina á staðnum. 1. júlí 2021 18:29 „Ég ber ábyrgð á því sem er að gerast þarna“ „Í fyrsta lagi er ég gjörsamlega miður mín, og ég skil ekkert í þessu. Við fylgjum þeirri reglu að það er bara lokað í vindi. Hann er ekki blásinn upp í vindi,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar. 1. júlí 2021 15:51 Fjöldi barna í risastórum hoppukastala sem tókst á loft á Akureyri Fjöldi barna var í risastórum hoppukastala sem tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Sex voru flutt til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 1. júlí 2021 14:28 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Tugir barna voru í hoppukastalanum þegar atvikið átti sér stað við Skautahöllina við Naustaveg. Sex voru fluttir til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er barnið sem flutt var til Reykjavíkur sex ára og nú á gjörgæslu. Áverkar barnsins eru eftir hátt fall úr hoppukastalanum. Perlan rekur hoppukastalann sem um ræðir. Sami hoppukastali var við Perluna í Reykjavík frá júlí til september í fyrra. Nú er annar sams konar hoppukastali, Skrímslið svokalla, við Perluna og samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður hann áfram í notkun. Rannsókn á frumstigi Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar tildrög slyssins. Kristján Kristjánsson yfirlögregluþjónn segir rannsóknin á algjöru frumstigi. Sjónvarvottar hafa lýst því að vindhviða hafi rifið upp horn hoppukastalans og þeytt því í loft upp. „Þetta er það sem við höfum heyrt líka,“ segir Kristján. Ekki rætt formlega við vitni enn sem komið er Hafið þið rætt við marga vegna málsins? „Nei, það er ekki byrjað að ræða formlega við fólk,“ segir Kristján. Það verði gert á næstu dögum en rannsókn málsins sé í fullum gangi. „Það er verið að vinna að þessu á fullu,“ segir Kristján. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, lýsti yfir ábyrgð á slysinu í gær. Hann sagði að hoppukastalinn á Akureyri yrði aldrei notaður aftur. Sá sem er við Perluna í Reykjavík muni standa áfram.
Akureyri Lögreglumál Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir Engir fullorðnir starfsmenn við Skrímslið: „Það greip um sig alger ringulreið“ Foreldri sem varð vitni að því þegar hoppukastali, Skrímslið svokallaða, tókst á loft á Akureyri í dag segir að mikil ringulreið hafi gripið um sig meðal foreldra þegar vindhviða feykti kastalanum á loft. Hann segist hissa á því að enginn fullorðinn starfsmaður hafi verið á staðnum og segir unglingsstráka um 15 ára aldur hafa verið einu starfsmennina á staðnum. 1. júlí 2021 18:29 „Ég ber ábyrgð á því sem er að gerast þarna“ „Í fyrsta lagi er ég gjörsamlega miður mín, og ég skil ekkert í þessu. Við fylgjum þeirri reglu að það er bara lokað í vindi. Hann er ekki blásinn upp í vindi,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar. 1. júlí 2021 15:51 Fjöldi barna í risastórum hoppukastala sem tókst á loft á Akureyri Fjöldi barna var í risastórum hoppukastala sem tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Sex voru flutt til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 1. júlí 2021 14:28 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Engir fullorðnir starfsmenn við Skrímslið: „Það greip um sig alger ringulreið“ Foreldri sem varð vitni að því þegar hoppukastali, Skrímslið svokallaða, tókst á loft á Akureyri í dag segir að mikil ringulreið hafi gripið um sig meðal foreldra þegar vindhviða feykti kastalanum á loft. Hann segist hissa á því að enginn fullorðinn starfsmaður hafi verið á staðnum og segir unglingsstráka um 15 ára aldur hafa verið einu starfsmennina á staðnum. 1. júlí 2021 18:29
„Ég ber ábyrgð á því sem er að gerast þarna“ „Í fyrsta lagi er ég gjörsamlega miður mín, og ég skil ekkert í þessu. Við fylgjum þeirri reglu að það er bara lokað í vindi. Hann er ekki blásinn upp í vindi,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar. 1. júlí 2021 15:51
Fjöldi barna í risastórum hoppukastala sem tókst á loft á Akureyri Fjöldi barna var í risastórum hoppukastala sem tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Sex voru flutt til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 1. júlí 2021 14:28