Einn af fimm í fangelsi vegna hrottalegrar frelsissviptingar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2021 07:01 Karlmennirnir fimm hafa endurtekið komist í kast við lögin norðan heiða. Fjórir virðast hafa tekið til í sínum málum. Þá voru tveir karlmenn sýknaðir af aðild að einstaka ofbeldismálum. Vísir/Vilhelm Fimm karlmenn á aldursbilinu 20 til 38 ára hafa fengið dóm meðal annars fyrir frelsissviptingu og líkamsárás á Akureyri í febrúar 2018. Fjórir af fimm fengu skilorðsbundna dóma en þyngsti dómurinn var 22 mánaða fangelsi. Þá þurfa þeir að greiða brotaþolanum 1,25 milljónir króna í miskabætur. Sá sem fékk þyngsta dóminn hefur ólíkt hinum ekki gengist við neinum brotum eða reynt að breyta lífi sínu til hins betra, samkvæmt því sem segir í dómnum. Dómur yfir mönnunum fimm var birtur í gær og telur 110 blaðsíður. Ákæran á hendur mönnunum var í nokkrum liðum en grófasti hlutinn varðar frelsissviptingu og líkamsárás í febrúar 2018 í máli sem tengdist fíkniefnauppgjöri. Alls voru sex handteknir og fimm úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Við ákvörðun refsinga leit dómurinn til þess að fjórir af fimm dæmdu hafa tekið til í sínum málum, farið í meðferð og reynt að snúa við blaðinu. Þrítugt fórnarlamb Fórnarlambið í frelsissviptingarmálinu er á fertugsaldri og var samkvæmt því sem fram kemur í dómnum í neyslu og stórskuldugur. Til hafi staðið að innheimta 1,2 milljóna króna skuld. Voru karlmennirnir, sem eru í dag 21 árs, 22 ára, 35 ára og svo tveir 38 ára, ákærðir fyrir að hafa svipt manninn frelsi sínu í rúmar fimm klukkustundir í því skyni að knýja fram greiðslu á peningaskuld við 38 ára karlmanninn sem hlaut þyngsta dóminn. Sá 21 árs hafi fengið fórnarlambið til að hitta sig á fölskum forsendum um þrjúleytið fimmtudaginn 8. febrúar 2018. Þeir hafi allir tekið á móti honum við hús á Akureyri og ráðist á hann. Settu þeir hann upp í bíl gegn hans vilja og ekið með hann á heimili þess sem þyngsta dóminn hlaut. Lagði hann á flótta við komuna þangað en þeir náðu honum aftur og færðu inn í húsið. Þar héldu þeir honum gegn vilja hans, héldu frá honum síma og öðrum munum, og var hann ekki frjáls ferða sinna fyrr en klukkan átta um kvöldið. Ofbeldi af ýmsum toga Þá voru allir nema hinn 38 ára karlmaðurinn ákærðir fyrir líkamsárás og hótanir fyrir að hafa í félagi og margsinnis kýlt og slegið fórnarlambið í andlit. Sá sem hlaut þyngsta dóminn var sakaður um að hafa veitt honum flest höggin en beitt hann sömuleiðis margvíslegu öðru ofbeldi. Meðal annars klipið þrjá fingur hans með töng, slegið í kviðinn, slegið með hamri á vinstri kjálka og utanvert vinstra hné og sparkað í líkama hans. Sá 22 ára mun samkvæmt ákæru hafa slegið fórnarlambið með vírbursta aftan á höfuð og hnakka og stungið með opnum skærum inn í nasir hans. Þá var sá 21 árs í ákæru sagður hafa brennt hann á sígarettu á handarbaki og hótað honum margsinnis frekari líkamsmeiðingum. Af þessu hlaut maðurinn bólgu á nefhrygg, mjúkvefjaáverka í nösum, skurð á miðnesi, punktblæðingar aftan á hálsi, eymsli um ofanverðan kvið, mjúkpartaáverka á vinstra hné og roðablett á vinstra handarbaki. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að mennirnir hefðu allir gerst sekir um frelsissviptingu og ofbeldisverk með brotum sínum. Tilraun til manndráps við Glerárkirkju Þá voru ungu karlmennirnir tveir ákærðir fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa veist að karlmanni með hnífum við Glerárkirkju þann 31.október 2017. Um fíkniefnauppgjör var að ræða. Glerárkirkja á Akureyri.Kirkjan.is Stungu þeir hann og skáru í líkama með þeim afleiðingum að hann hlaut þriggja sentímetra langan skurð á brjóstkassa, annan svipað langan skurð á hryggjarsúlu, vökva og loftbrjóst í vinstri hluta brjóstkassa og mjúkvefja áverka vinstra megin í brjóstkassa og baki. Þá hlaut hann skurð á fingri. Ekki þótti sannað að þeir hefðu valdið alvarlegasta áverkanum á brjóstkassa eða á fingri og voru þeir sýknaðir af þeim hluta. Þeir voru hins vegar sakfelldir fyrir aðra hluta í ákærunni. Öxi, hnífur og skófla Auk þessa voru ákæruliðir á hendur 38 ára karlmanninum fyrir handrukkun með ryksuguröri, klaufhamri og almennum barsmíðum. Auk þess ofbeldi gegn bæði körlum og konu einni þar sem hnéspark og ógnandi tilburðir með hnífi, exi og skóflu komu við sögu. Hann var tvisvar tekinn undir stýri þrátt fyrir að hafa verið sviptur ökurétti. Var hann í öðru tilfellinu undir áhrifum fíkniefna. Þá voru ungu mennirnir tveir sömuleiðis ákærðir fyrir líkamsárás í íbúðarhúsi á Akureyri sunnudagsmorguninn 4. febrúar 2018. Réðust þeir að tveimur mönnum sem þar voru. Brutu þeir og brömluðu og mátu eigendur hússins skemmdirnar upp á 6,3 milljónir króna. Voru þeir dæmdir fyrir innbrotið og líkamsárásina en dómurinn féllst þó ekki á að eignaspjöllin hefðu verið af þeirri stærðargráðu sem eigendur báru heldur minniháttar. Tóku tillit til aldurs Við ákvörðun refsinga leit Héraðsdómur Norðurlands eystra til þess að frelsissviptingarbrot varða allt að sextán ára fangelsi og sérstaklega hættulegar líkamsárásir sömuleiðis. Aðrar líkamsárásir eða hótanir varða allt að sex ára fangelsi. Aldur og sakaferill vó þungt og sömuleiðis hvort eitthvað benti til þess að karlmennirnir fimm hefðu reynt með markverðum hætti að breyta lífi sínu til hins betra. Þá var litið til þess hve langan tíma meðferð málsins tók. Bæði útgáfa ákæru og aðalmeðferð sem þurfti að endurtaka. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í á þriðjudag.Vísir/Lillý 38 ára karlmaður var sakfelldur fyrir frelsissviptingu, sérstaklega hættulega líkamsárás og hótanir í félagi við aðra. Sömuleiðis fíkniefnalagabrot og tvö umferðarlagabrot. Brot hans hafi verið sérlega alvarleg en þess utan ófyrirleitin og hrottaleg, augljóslega unnin að undirlagi hans. Hann hafi aldrei gengist við brotunum og eigi sér engar málsbætur. Þótt refsing hans vægast metin 22 mánuðir í fangelsi. Allir í meðferð 35 ára karlmaður, með sjö refsidóma á bakinu, hefur lokið vímuefnameðferð á vegum Samhjálpar og síðan þá búið á áfangaheimilum samtakanna. Þá hefur hann stundað nám í Biblíuskólanum og með staðfesta skólavist við Ráðgjafarskóla Íslands í haust. Þá sé hann í góðu sambandi við son sinn sem hann dvelji hjá á Akureyri þegar hann fari þangað. Leit dómarinn til þess að þrátt fyrir alvarleg brot mannsins þá hefði hann breytt lífi sínu til betri vegar. Þótti 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi hæfileg refsing. 21 árs karlmaðurinn á þrátt fyrir ungan aldur 18 mánaða dóm að baki fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með hnífi. Var hann sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, líkamsárás, eignaspjöll og aðra sérstaklega hættulega líkamsárás og hótunarbrot. Kominn í Vottana Héraðsdómur segir brot hans sérlega alvarleg og unnin í félagi við aðra á ófyrirleitinn og hrottalegan hátt. Á hinn bóginn er litið til ungs aldurs hans og langvarandi vímuefnaneyslu. Þá hafi hann játað þau brot sem hann muni eftir og náð sáttum við brotaþola í einu málanna. Þá hafi hann farið í meðferð á Vog árið 2018, framhaldsmeðferð á Vík sama ára og komist í starfsendurhæfingu hjá VIRK. Þá hafi hann fundið lífi sínu nýjan og gjörbreyttan farveg í trúfélagi Votta Jehóva. Var hann dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Bókstaflegt Grettistak 22 ára karlmaðurinn á ekki sakaferil að baki sem máli skiptir við ákvörðun refsingar. Var hann sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, eignaspjöll, frelsissviptingu og aðra sérstaklega hættulega líkamsárás og hótanir. Dómurinn leit brot hans alvarlegum augum en horfði um leið til ungs aldurs hans þegar hann framdi brotin. Hann hafi farið í meðferð og búi nú á áfangaheimilinu Draumasetrinu. Auk þess sé hann að byrja í Grettistaki sem er stuðningsúrræði fyrir fólk með langvarandi félagslegan vanda vegna vímuefnaneyslu. Þá leit dómurinn til geðrannsóknar á honum sem metur hann sakhæfan en hann glímir við sértæka málþroskaröskun sem hefur háð honum verulega í daglegu lífi. Var hann dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi. Sá fimmti, 38 ára gamli, var dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir aðild sína að frelsissviptingunni. Hann hefur sömuleiðis farið í meðferð og framhaldsmeðferð og starfsendurhæfingu hjá VIRK. Hann vinni nú við húsasmíðar og líði vel í því starfi. Hann hafi eignast barn fyrir ári og gift sig um svipað leyti. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra. Akureyri Dómsmál Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þá þurfa þeir að greiða brotaþolanum 1,25 milljónir króna í miskabætur. Sá sem fékk þyngsta dóminn hefur ólíkt hinum ekki gengist við neinum brotum eða reynt að breyta lífi sínu til hins betra, samkvæmt því sem segir í dómnum. Dómur yfir mönnunum fimm var birtur í gær og telur 110 blaðsíður. Ákæran á hendur mönnunum var í nokkrum liðum en grófasti hlutinn varðar frelsissviptingu og líkamsárás í febrúar 2018 í máli sem tengdist fíkniefnauppgjöri. Alls voru sex handteknir og fimm úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Við ákvörðun refsinga leit dómurinn til þess að fjórir af fimm dæmdu hafa tekið til í sínum málum, farið í meðferð og reynt að snúa við blaðinu. Þrítugt fórnarlamb Fórnarlambið í frelsissviptingarmálinu er á fertugsaldri og var samkvæmt því sem fram kemur í dómnum í neyslu og stórskuldugur. Til hafi staðið að innheimta 1,2 milljóna króna skuld. Voru karlmennirnir, sem eru í dag 21 árs, 22 ára, 35 ára og svo tveir 38 ára, ákærðir fyrir að hafa svipt manninn frelsi sínu í rúmar fimm klukkustundir í því skyni að knýja fram greiðslu á peningaskuld við 38 ára karlmanninn sem hlaut þyngsta dóminn. Sá 21 árs hafi fengið fórnarlambið til að hitta sig á fölskum forsendum um þrjúleytið fimmtudaginn 8. febrúar 2018. Þeir hafi allir tekið á móti honum við hús á Akureyri og ráðist á hann. Settu þeir hann upp í bíl gegn hans vilja og ekið með hann á heimili þess sem þyngsta dóminn hlaut. Lagði hann á flótta við komuna þangað en þeir náðu honum aftur og færðu inn í húsið. Þar héldu þeir honum gegn vilja hans, héldu frá honum síma og öðrum munum, og var hann ekki frjáls ferða sinna fyrr en klukkan átta um kvöldið. Ofbeldi af ýmsum toga Þá voru allir nema hinn 38 ára karlmaðurinn ákærðir fyrir líkamsárás og hótanir fyrir að hafa í félagi og margsinnis kýlt og slegið fórnarlambið í andlit. Sá sem hlaut þyngsta dóminn var sakaður um að hafa veitt honum flest höggin en beitt hann sömuleiðis margvíslegu öðru ofbeldi. Meðal annars klipið þrjá fingur hans með töng, slegið í kviðinn, slegið með hamri á vinstri kjálka og utanvert vinstra hné og sparkað í líkama hans. Sá 22 ára mun samkvæmt ákæru hafa slegið fórnarlambið með vírbursta aftan á höfuð og hnakka og stungið með opnum skærum inn í nasir hans. Þá var sá 21 árs í ákæru sagður hafa brennt hann á sígarettu á handarbaki og hótað honum margsinnis frekari líkamsmeiðingum. Af þessu hlaut maðurinn bólgu á nefhrygg, mjúkvefjaáverka í nösum, skurð á miðnesi, punktblæðingar aftan á hálsi, eymsli um ofanverðan kvið, mjúkpartaáverka á vinstra hné og roðablett á vinstra handarbaki. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að mennirnir hefðu allir gerst sekir um frelsissviptingu og ofbeldisverk með brotum sínum. Tilraun til manndráps við Glerárkirkju Þá voru ungu karlmennirnir tveir ákærðir fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa veist að karlmanni með hnífum við Glerárkirkju þann 31.október 2017. Um fíkniefnauppgjör var að ræða. Glerárkirkja á Akureyri.Kirkjan.is Stungu þeir hann og skáru í líkama með þeim afleiðingum að hann hlaut þriggja sentímetra langan skurð á brjóstkassa, annan svipað langan skurð á hryggjarsúlu, vökva og loftbrjóst í vinstri hluta brjóstkassa og mjúkvefja áverka vinstra megin í brjóstkassa og baki. Þá hlaut hann skurð á fingri. Ekki þótti sannað að þeir hefðu valdið alvarlegasta áverkanum á brjóstkassa eða á fingri og voru þeir sýknaðir af þeim hluta. Þeir voru hins vegar sakfelldir fyrir aðra hluta í ákærunni. Öxi, hnífur og skófla Auk þessa voru ákæruliðir á hendur 38 ára karlmanninum fyrir handrukkun með ryksuguröri, klaufhamri og almennum barsmíðum. Auk þess ofbeldi gegn bæði körlum og konu einni þar sem hnéspark og ógnandi tilburðir með hnífi, exi og skóflu komu við sögu. Hann var tvisvar tekinn undir stýri þrátt fyrir að hafa verið sviptur ökurétti. Var hann í öðru tilfellinu undir áhrifum fíkniefna. Þá voru ungu mennirnir tveir sömuleiðis ákærðir fyrir líkamsárás í íbúðarhúsi á Akureyri sunnudagsmorguninn 4. febrúar 2018. Réðust þeir að tveimur mönnum sem þar voru. Brutu þeir og brömluðu og mátu eigendur hússins skemmdirnar upp á 6,3 milljónir króna. Voru þeir dæmdir fyrir innbrotið og líkamsárásina en dómurinn féllst þó ekki á að eignaspjöllin hefðu verið af þeirri stærðargráðu sem eigendur báru heldur minniháttar. Tóku tillit til aldurs Við ákvörðun refsinga leit Héraðsdómur Norðurlands eystra til þess að frelsissviptingarbrot varða allt að sextán ára fangelsi og sérstaklega hættulegar líkamsárásir sömuleiðis. Aðrar líkamsárásir eða hótanir varða allt að sex ára fangelsi. Aldur og sakaferill vó þungt og sömuleiðis hvort eitthvað benti til þess að karlmennirnir fimm hefðu reynt með markverðum hætti að breyta lífi sínu til hins betra. Þá var litið til þess hve langan tíma meðferð málsins tók. Bæði útgáfa ákæru og aðalmeðferð sem þurfti að endurtaka. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í á þriðjudag.Vísir/Lillý 38 ára karlmaður var sakfelldur fyrir frelsissviptingu, sérstaklega hættulega líkamsárás og hótanir í félagi við aðra. Sömuleiðis fíkniefnalagabrot og tvö umferðarlagabrot. Brot hans hafi verið sérlega alvarleg en þess utan ófyrirleitin og hrottaleg, augljóslega unnin að undirlagi hans. Hann hafi aldrei gengist við brotunum og eigi sér engar málsbætur. Þótt refsing hans vægast metin 22 mánuðir í fangelsi. Allir í meðferð 35 ára karlmaður, með sjö refsidóma á bakinu, hefur lokið vímuefnameðferð á vegum Samhjálpar og síðan þá búið á áfangaheimilum samtakanna. Þá hefur hann stundað nám í Biblíuskólanum og með staðfesta skólavist við Ráðgjafarskóla Íslands í haust. Þá sé hann í góðu sambandi við son sinn sem hann dvelji hjá á Akureyri þegar hann fari þangað. Leit dómarinn til þess að þrátt fyrir alvarleg brot mannsins þá hefði hann breytt lífi sínu til betri vegar. Þótti 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi hæfileg refsing. 21 árs karlmaðurinn á þrátt fyrir ungan aldur 18 mánaða dóm að baki fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með hnífi. Var hann sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, líkamsárás, eignaspjöll og aðra sérstaklega hættulega líkamsárás og hótunarbrot. Kominn í Vottana Héraðsdómur segir brot hans sérlega alvarleg og unnin í félagi við aðra á ófyrirleitinn og hrottalegan hátt. Á hinn bóginn er litið til ungs aldurs hans og langvarandi vímuefnaneyslu. Þá hafi hann játað þau brot sem hann muni eftir og náð sáttum við brotaþola í einu málanna. Þá hafi hann farið í meðferð á Vog árið 2018, framhaldsmeðferð á Vík sama ára og komist í starfsendurhæfingu hjá VIRK. Þá hafi hann fundið lífi sínu nýjan og gjörbreyttan farveg í trúfélagi Votta Jehóva. Var hann dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Bókstaflegt Grettistak 22 ára karlmaðurinn á ekki sakaferil að baki sem máli skiptir við ákvörðun refsingar. Var hann sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, eignaspjöll, frelsissviptingu og aðra sérstaklega hættulega líkamsárás og hótanir. Dómurinn leit brot hans alvarlegum augum en horfði um leið til ungs aldurs hans þegar hann framdi brotin. Hann hafi farið í meðferð og búi nú á áfangaheimilinu Draumasetrinu. Auk þess sé hann að byrja í Grettistaki sem er stuðningsúrræði fyrir fólk með langvarandi félagslegan vanda vegna vímuefnaneyslu. Þá leit dómurinn til geðrannsóknar á honum sem metur hann sakhæfan en hann glímir við sértæka málþroskaröskun sem hefur háð honum verulega í daglegu lífi. Var hann dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi. Sá fimmti, 38 ára gamli, var dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir aðild sína að frelsissviptingunni. Hann hefur sömuleiðis farið í meðferð og framhaldsmeðferð og starfsendurhæfingu hjá VIRK. Hann vinni nú við húsasmíðar og líði vel í því starfi. Hann hafi eignast barn fyrir ári og gift sig um svipað leyti. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra.
Akureyri Dómsmál Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira