Gosið enn á ný að skipta um gír Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. júlí 2021 13:15 Eldgosið í Geldingadölum hefur verið afar óreglulegt í rúma viku. Páll Einarsson segir það hins vegar ekki óeðlilegt að eldgos séu breytileg. Vísir/Vilhelm Eldgosið í Geldingadölum heldur áfram að skipta um takt og mælist nú nánast enginn gosórói, eftir mikil læti í nótt. Það er þó engin vísbending um endalok gossins, að sögn jarðeðlisfræðings. Eftir rólegan dag sýndi eldgosið í Geldingadölum sannarlega mátt sinn og megin í nótt með ógnarstórum hraungusum sem stigu upp úr gígnum. Hraunárnar flæddu bæði niður í Geldingadali og Nátthaga, eða allt til klukkan tvö í nótt þegar það virtist vera sem skrúfað hefði verið snögglega fyrir. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að greinileg breyting hafi orðið á hegðun gossins 23. júní síðastliðinn. Að neðan má sjá upptöku úr vefmyndavél Vísis af eldgosinu í gærkvöldi frá klukkan 21 til 01, spilaða á margföldum hraða; sannkallað sjónarspil. „Það hefur eiginlega hrokkið úr einum gírnum í annan alla þessa viku sem liðin er síðan. Og síðasta svona stóra breytingin var núna síðasta sólarhringinn,“ segir Páll. Hann bendir á sveiflukenndan óróa, þar sem hann fór úr því að vera nánast enginn í að vaxa mjög hratt, líkt og í nótt. Að neðan má sjá beint streymi úr vefmyndavél Vísis í Geldingadölum. „Gosið var mjög gusukennt um hálf eitt, það var sígos í gangi um eftirmiðdaginn í gær, alveg fram til hálf eitt í nótt og þá byrjar svona gusugangur í gosinu. Það komu miklar gusur – tólf slíkar gusur komu eftir hálf eitt og síðasta gusan kom klukkan 2:10. Þá kemur stór gusa en þá er bara eins og það sé skrúfað fyrir.“ Stórir svartir bólstrar stóðu upp úr gígnum í nótt og voru vangaveltur um hvort þetta kynni að vera aska. Páll segir það afar ólíklegt, líklega hafi gígbarmarnir hrunið og rykmökkur stigið í framhaldinu upp. „Þetta hefur sennilega verið ryk vegna hruns í gígnum. Gígbarmarnir hafa hlaðist upp mjög hratt og eru óstöðugir þannig að þegar það lækkar í gosinu og lækkar í gígnum þá eiga barmarnir til að hrynja ofan í. Það er líklegasta skýringin á þessu. Páll segir enga vísbendingu um að gosinu sé að ljúka. „Það er mjög hættulegt að gera ráð fyrir því að þetta séu endalokin, en það er greinileg breyting á hegðun gossins. Það fer ekkert á milli mála.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Eldgosið minnti rækilega á sig með mögnuðu sjónarspili Menn voru farnir að spyrja sig í fyrrakvöld hvort eldgosið í Fagradalsfjalli væri í andarslitrunum. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting í gær á því hvað væri í gangi fyrr en þokunni létti í gærkvöldi. 30. júní 2021 16:00 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Eftir rólegan dag sýndi eldgosið í Geldingadölum sannarlega mátt sinn og megin í nótt með ógnarstórum hraungusum sem stigu upp úr gígnum. Hraunárnar flæddu bæði niður í Geldingadali og Nátthaga, eða allt til klukkan tvö í nótt þegar það virtist vera sem skrúfað hefði verið snögglega fyrir. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að greinileg breyting hafi orðið á hegðun gossins 23. júní síðastliðinn. Að neðan má sjá upptöku úr vefmyndavél Vísis af eldgosinu í gærkvöldi frá klukkan 21 til 01, spilaða á margföldum hraða; sannkallað sjónarspil. „Það hefur eiginlega hrokkið úr einum gírnum í annan alla þessa viku sem liðin er síðan. Og síðasta svona stóra breytingin var núna síðasta sólarhringinn,“ segir Páll. Hann bendir á sveiflukenndan óróa, þar sem hann fór úr því að vera nánast enginn í að vaxa mjög hratt, líkt og í nótt. Að neðan má sjá beint streymi úr vefmyndavél Vísis í Geldingadölum. „Gosið var mjög gusukennt um hálf eitt, það var sígos í gangi um eftirmiðdaginn í gær, alveg fram til hálf eitt í nótt og þá byrjar svona gusugangur í gosinu. Það komu miklar gusur – tólf slíkar gusur komu eftir hálf eitt og síðasta gusan kom klukkan 2:10. Þá kemur stór gusa en þá er bara eins og það sé skrúfað fyrir.“ Stórir svartir bólstrar stóðu upp úr gígnum í nótt og voru vangaveltur um hvort þetta kynni að vera aska. Páll segir það afar ólíklegt, líklega hafi gígbarmarnir hrunið og rykmökkur stigið í framhaldinu upp. „Þetta hefur sennilega verið ryk vegna hruns í gígnum. Gígbarmarnir hafa hlaðist upp mjög hratt og eru óstöðugir þannig að þegar það lækkar í gosinu og lækkar í gígnum þá eiga barmarnir til að hrynja ofan í. Það er líklegasta skýringin á þessu. Páll segir enga vísbendingu um að gosinu sé að ljúka. „Það er mjög hættulegt að gera ráð fyrir því að þetta séu endalokin, en það er greinileg breyting á hegðun gossins. Það fer ekkert á milli mála.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Eldgosið minnti rækilega á sig með mögnuðu sjónarspili Menn voru farnir að spyrja sig í fyrrakvöld hvort eldgosið í Fagradalsfjalli væri í andarslitrunum. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting í gær á því hvað væri í gangi fyrr en þokunni létti í gærkvöldi. 30. júní 2021 16:00 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Eldgosið minnti rækilega á sig með mögnuðu sjónarspili Menn voru farnir að spyrja sig í fyrrakvöld hvort eldgosið í Fagradalsfjalli væri í andarslitrunum. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting í gær á því hvað væri í gangi fyrr en þokunni létti í gærkvöldi. 30. júní 2021 16:00