„Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2021 14:00 Veðurstofan. Vísir/Vilhelm Veðurfræðingur sem kláraði næturvakt á Veðurstofu Íslands í morgun lýsir vaktinni sem skrítnustu næturvakt sem hún hefur verið á. Gosmóða og vígahnöttur settu svip sinn á hina undarlegu vakt. „Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á, fyrst byrjuðu móðuharðindin og svo kom * mögulega * vígahnöttur. Það má bara vera rólegt í kvöld,“ tísti Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, klukkan korter í átta í morgun. Gosmóðan á, líkt og nafnið gæti gefið til kynna, rætur sínar að rekja til eldgossins í Geldingadölum. Vegna hægviðris hangir móðan í loftinu og getur verið fólki með viðkvæm öndunarfæri til mikils ama, þó þau sem almennt glíma ekki við slíkan vanda geti einnig fundið fyrir hósta eða öðrum einkennum vegna móðunnar. Þá er eftir hinn mögulegi vígahnöttur, sem jarðskjálftamælingar Veðurstofunnar námu milli 22:44 og 22:48 í gærkvöldi, í tæpar tvær sekúndur. Fjöldi fólks víða um land hefur lýst því að hafa heyrt háar drunur um það leyti. Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á, fyrst byrjuðu móðuharðindin og svo kom * mögulega * vígahnöttur. Það má bara vera rólegt í kvöld 🥸 https://t.co/EPMwAeSFZb— Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) July 3, 2021 Hljómar eins og flugeldur Í samtali við fréttastofu segir vísindamiðlarinn og stjörnufræðiáhugamaðurinn Sævar Helgi Bragason, sem heldur úti Stjörnufræðivefnum, að útlit sé fyrir að vígahnötturinn hafi sprungið um tuttugu kílómetrum fyrir ofan Íslandi, þó erfitt sé að vita það með vissu. Allar ábendingar um hvenær fólk heyrði drunurnar og hvar það var staðsett hjálpi þó við að geta staðsett hnöttinn. „Það er alltaf rosalega erfitt að áætla nákvæmlega hvar steinninn féll yfir, vegna þess að maður hefur ekkert sérstakt viðmið,“ segir Sævar Helgi. Hann bætir því við að mælingar á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar hjálpi einnig við að finna út úr því hvenær hnötturinn brann upp í andrúmslofti jarðarinnar. Sævar Helgi segir að hljóðinu sem myndaðist þegar hnötturinn sprakk megi líkja við nokkuð öfluga flugeldasprengingu. „Hljóðið berst náttúrulega talsvert eftir að blossinn sést. Svo heyrði ég líka lýsingu á því að fólki hafi fundist eins og það kæmi smá höggbylgja. Ef það gerðist þá hefur steinninn verið kannski nokkrir metrar í þvermál, en eins og er þá er erfitt að dæma um það,“ segir Sævar og líkir hljóðinu einnig við drunur sem heyrast í þrumuveðri.“ Stjörnu-Sævar, eins og hann er stundum kallaður, segir erfitt að segja nákvæmlega til um ýmis atriði í tengslum við steininn.Kjötætur óskast! Sævar Helgi segir viðburð sem þennan heldur sjaldgæfan á Íslandi, enda landið ekki ýkja stórt og sjaldan sem sést í heiðan himin. Hann vonast til að liðsinni fólks geti auðveldað rannsókn á því sem gerðist í gærkvöldi. „Það væri bæði gott að fá ljósmyndir, ef einhver hefur ljósmynd hvort sem er af slóð sem steinninn hefur mögulega skilið eftir sig og sömuleiðis væri frábært ef einhverjar eftirlitsmyndavélar hafa numið eitthvað. Svo bara eru það allar lýsingar sem hjálpa.“ Sævar Helgi segir jafnframt að ef steinninn, eða vígahnötturinn, var tiltölulega stór, geti verið að grjót úr honum hafi fallið niður til jarðar og ekki brunnið upp í andrúmsloftinu. „Því betri lýsingar sem við fáum, því betra. Það er kannski ólíklegt að finna brotin, ef einhver eru, en það væri spennandi að komast að því að minnsta kosti.“ Lumar þú á myndum eða myndskeiðum af steininum? Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Myndir verða merktar þeim sem þær tóku, sé þess óskað. Eldgos og jarðhræringar Geimurinn Eldgos í Fagradalsfjalli Umhverfismál Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
„Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á, fyrst byrjuðu móðuharðindin og svo kom * mögulega * vígahnöttur. Það má bara vera rólegt í kvöld,“ tísti Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, klukkan korter í átta í morgun. Gosmóðan á, líkt og nafnið gæti gefið til kynna, rætur sínar að rekja til eldgossins í Geldingadölum. Vegna hægviðris hangir móðan í loftinu og getur verið fólki með viðkvæm öndunarfæri til mikils ama, þó þau sem almennt glíma ekki við slíkan vanda geti einnig fundið fyrir hósta eða öðrum einkennum vegna móðunnar. Þá er eftir hinn mögulegi vígahnöttur, sem jarðskjálftamælingar Veðurstofunnar námu milli 22:44 og 22:48 í gærkvöldi, í tæpar tvær sekúndur. Fjöldi fólks víða um land hefur lýst því að hafa heyrt háar drunur um það leyti. Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á, fyrst byrjuðu móðuharðindin og svo kom * mögulega * vígahnöttur. Það má bara vera rólegt í kvöld 🥸 https://t.co/EPMwAeSFZb— Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) July 3, 2021 Hljómar eins og flugeldur Í samtali við fréttastofu segir vísindamiðlarinn og stjörnufræðiáhugamaðurinn Sævar Helgi Bragason, sem heldur úti Stjörnufræðivefnum, að útlit sé fyrir að vígahnötturinn hafi sprungið um tuttugu kílómetrum fyrir ofan Íslandi, þó erfitt sé að vita það með vissu. Allar ábendingar um hvenær fólk heyrði drunurnar og hvar það var staðsett hjálpi þó við að geta staðsett hnöttinn. „Það er alltaf rosalega erfitt að áætla nákvæmlega hvar steinninn féll yfir, vegna þess að maður hefur ekkert sérstakt viðmið,“ segir Sævar Helgi. Hann bætir því við að mælingar á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar hjálpi einnig við að finna út úr því hvenær hnötturinn brann upp í andrúmslofti jarðarinnar. Sævar Helgi segir að hljóðinu sem myndaðist þegar hnötturinn sprakk megi líkja við nokkuð öfluga flugeldasprengingu. „Hljóðið berst náttúrulega talsvert eftir að blossinn sést. Svo heyrði ég líka lýsingu á því að fólki hafi fundist eins og það kæmi smá höggbylgja. Ef það gerðist þá hefur steinninn verið kannski nokkrir metrar í þvermál, en eins og er þá er erfitt að dæma um það,“ segir Sævar og líkir hljóðinu einnig við drunur sem heyrast í þrumuveðri.“ Stjörnu-Sævar, eins og hann er stundum kallaður, segir erfitt að segja nákvæmlega til um ýmis atriði í tengslum við steininn.Kjötætur óskast! Sævar Helgi segir viðburð sem þennan heldur sjaldgæfan á Íslandi, enda landið ekki ýkja stórt og sjaldan sem sést í heiðan himin. Hann vonast til að liðsinni fólks geti auðveldað rannsókn á því sem gerðist í gærkvöldi. „Það væri bæði gott að fá ljósmyndir, ef einhver hefur ljósmynd hvort sem er af slóð sem steinninn hefur mögulega skilið eftir sig og sömuleiðis væri frábært ef einhverjar eftirlitsmyndavélar hafa numið eitthvað. Svo bara eru það allar lýsingar sem hjálpa.“ Sævar Helgi segir jafnframt að ef steinninn, eða vígahnötturinn, var tiltölulega stór, geti verið að grjót úr honum hafi fallið niður til jarðar og ekki brunnið upp í andrúmsloftinu. „Því betri lýsingar sem við fáum, því betra. Það er kannski ólíklegt að finna brotin, ef einhver eru, en það væri spennandi að komast að því að minnsta kosti.“ Lumar þú á myndum eða myndskeiðum af steininum? Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Myndir verða merktar þeim sem þær tóku, sé þess óskað.
Lumar þú á myndum eða myndskeiðum af steininum? Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Myndir verða merktar þeim sem þær tóku, sé þess óskað.
Eldgos og jarðhræringar Geimurinn Eldgos í Fagradalsfjalli Umhverfismál Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira