Þokan á undanhaldi en gosmóðan hangir áfram yfir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2021 07:49 Gosmóðunnar hefur meðal annars gætt á höfuðborgarsvæðinu. Vegna hennar rétt sést móta fyrir Esjunni úr húsnæði fréttastofunnar við Suðurlandsbraut nú í morgun. Vísir/Vésteinn Það er þokuloft víða um land í dag, einkum á Norður- og Austurlandi, en því ætti að létta með hækkandi sólu þegar líður á daginn. Útlit er fyrir að gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi, sem legið hefur yfir Suðurlandi og suðvesturhorninu sé þó ekki á undanhaldi fyrr en á morgun. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að búast megi við vætu með köflum í dag og á morgun á sunnanverðu landinu. Á Norðurlandi er von á sólríkara veðri, þó möguleiki sé á síðdegisskúrum. Hlýjast verður líklega á Norðausturlandi, en hiti í innsveitum þar gæti náð allt að 20 stiga hita. Í samtali við fréttastofu segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, að gosmóðan sé líklega ekki á förum fyrr en á morgun. „Kannski þynnist hún aðeins en hún verður áfram sjáanleg í dag,“ segir hann. Móðunnar hefur helst gætt á Suðurlandi og suðvesturhorninu, og á Reykjanesinu sjálfu. Hann segir erfitt að átta sig á því nákvæmlega hvar hún liggur á þessari stundu, vegna áðurnefndrar þoku sem blandast við móðuna. Eins og áður segir ætti þokunni þó að létta síðar í dag. Sjá einnig: Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum Eins og fram hefur komið getur gosmóðan orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna, og haft sérstaklega mikil áhrif á börn og þau sem veik eru fyrir í öndunarfærum. Þau sem síður eru viðkvæm geta þó einnig fundið fyrir einkennum vegna móðunnar. „Það verður kannski eindregnari ein vindátt á morgun, það er svo erfitt þegar þetta er svona breytilegt því þá er hún bara að fjúka fram og til baka,“ segir Eiríkur. Þá séu meiri líkur á að móðunni sloti. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á mánudag:Breytileg átt 3-8 m/s og væta af og til um landið sunnanvert, en skýjað með köflum fyrir norðan og stöku skúrir síðdegis. Víða þokuloft við ströndina, einkum austantil. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi. Á þriðjudag:Breytileg átt 3-8 m/s, skýjað með köflum og víða skúrir. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast austantil. Á miðvikudag:Hægt vaxandi suðvestlæg átt og stöku skúrir, 5-13 m/s um kvöldið með rigningu vestast. Hiti 14 til 20 stig. Á fimmtudag:Suðvestan strekkingur, skýjað og rigning vestantil, en annars bjart að mestu. Hiti 11 til 21 stig, hlýjast austantil. Á föstudag:Suðlæg átt og rigning víða, en þurrt NA-til. Hiti breytist lítið. Á laugardag:Áfram sunnanátt með rigningu Sunnanlands, annars þurrt. Hlýnar heldur Veður Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar kemur fram að búast megi við vætu með köflum í dag og á morgun á sunnanverðu landinu. Á Norðurlandi er von á sólríkara veðri, þó möguleiki sé á síðdegisskúrum. Hlýjast verður líklega á Norðausturlandi, en hiti í innsveitum þar gæti náð allt að 20 stiga hita. Í samtali við fréttastofu segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, að gosmóðan sé líklega ekki á förum fyrr en á morgun. „Kannski þynnist hún aðeins en hún verður áfram sjáanleg í dag,“ segir hann. Móðunnar hefur helst gætt á Suðurlandi og suðvesturhorninu, og á Reykjanesinu sjálfu. Hann segir erfitt að átta sig á því nákvæmlega hvar hún liggur á þessari stundu, vegna áðurnefndrar þoku sem blandast við móðuna. Eins og áður segir ætti þokunni þó að létta síðar í dag. Sjá einnig: Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum Eins og fram hefur komið getur gosmóðan orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna, og haft sérstaklega mikil áhrif á börn og þau sem veik eru fyrir í öndunarfærum. Þau sem síður eru viðkvæm geta þó einnig fundið fyrir einkennum vegna móðunnar. „Það verður kannski eindregnari ein vindátt á morgun, það er svo erfitt þegar þetta er svona breytilegt því þá er hún bara að fjúka fram og til baka,“ segir Eiríkur. Þá séu meiri líkur á að móðunni sloti. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á mánudag:Breytileg átt 3-8 m/s og væta af og til um landið sunnanvert, en skýjað með köflum fyrir norðan og stöku skúrir síðdegis. Víða þokuloft við ströndina, einkum austantil. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi. Á þriðjudag:Breytileg átt 3-8 m/s, skýjað með köflum og víða skúrir. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast austantil. Á miðvikudag:Hægt vaxandi suðvestlæg átt og stöku skúrir, 5-13 m/s um kvöldið með rigningu vestast. Hiti 14 til 20 stig. Á fimmtudag:Suðvestan strekkingur, skýjað og rigning vestantil, en annars bjart að mestu. Hiti 11 til 21 stig, hlýjast austantil. Á föstudag:Suðlæg átt og rigning víða, en þurrt NA-til. Hiti breytist lítið. Á laugardag:Áfram sunnanátt með rigningu Sunnanlands, annars þurrt. Hlýnar heldur
Veður Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira