Saknar þess tíma þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr: „Allt of mikið að gera“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júlí 2021 19:20 Dyraverðir segja álagið gríðarlegt eftir að samkomutakmörkunum var aflétt innanlands síðustu helgi. vísir Dyraverðir á skemmtistöðum miðbæjarins segja álagið í bænum gríðarlegt um helgar eftir að samkomutakmörkunum var aflétt innanlands. Dyravörður á Prikinu saknar þess tíma þegar hömlur voru á opnunartíma skemmtistaða vegna sóttvarnarreglna. Síðustu helgi var öllum samkomutakmörkunum aflétt innanlands og hefur verið mikið fjör í miðbæ Reykjavíkur síðan. Fréttastofa gerði sér ferð í bæinn þegar klukkan var að slá í miðnætti á föstudagskvöldi og mátti sjá þéttar raðir fólk sem beið með eftirvæntingu eftir að komast inn á skemmtistaði. Dyravörður á Prikinu segir ástandið í miðbænum brjálað eftir afléttingar innanlands. „Hræðilegt. Það er ömurlegt.“ Hvernig þá? „Mikið að gera. Allt of mikið að gera. Mörg slagsmál. Það er bara svoleiðis,“ sagði Sigurður, dyravörður á Prikinu. Dyraverðir á Sólon og Bankastræti Club segja nóg um að vera. „Síðasta helgi var vel pökkuð og mjög mikið að gera,“ sagði yfirdyravörður á Bankastræti Club. „Búið að vera geðveiki. Hjá okkur allavegana,“ sagði Þorgeir, dyravörður á Sólon. Næturlífið á Íslandi hefur haft þá sérstöðu í gegnum tíðina að fólk mætir seint á kvöldin niður í miðbæ og fer seint heim, ólíkt nágrannaþjóðum okkar þar sem hefð er fyrir því að byrja gamanið fyrr. Þetta breyttist á tímum samkomutakmarkanna þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr á kvöldin en dyraverðir sem fréttastofa ræddi við sakna þess fyrirkomulags og myndu gjarnan vilja sjá fólk mæta fyrr út á lífið og fara fyrr heim. „Ég vona það. Við vonum það, en það verður ekki svoleiðis,“ sagði Þorgeir. Dyravörður á Prikinu tekur undir þetta. Hann saknar þess tíma þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr vegna sóttvarnarreglna og myndi gjarnan vilja sjá skemmtistaði opna fyrr og loka fyrr á kvöldin. „Já. Mér myndi finnast það þægilegra já,“ sagði Sigurður. Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Ráðist á dyraverði í miðborginni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að ráðist hefði verið á dyraverði í miðborg Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt. 4. júlí 2021 07:17 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Síðustu helgi var öllum samkomutakmörkunum aflétt innanlands og hefur verið mikið fjör í miðbæ Reykjavíkur síðan. Fréttastofa gerði sér ferð í bæinn þegar klukkan var að slá í miðnætti á föstudagskvöldi og mátti sjá þéttar raðir fólk sem beið með eftirvæntingu eftir að komast inn á skemmtistaði. Dyravörður á Prikinu segir ástandið í miðbænum brjálað eftir afléttingar innanlands. „Hræðilegt. Það er ömurlegt.“ Hvernig þá? „Mikið að gera. Allt of mikið að gera. Mörg slagsmál. Það er bara svoleiðis,“ sagði Sigurður, dyravörður á Prikinu. Dyraverðir á Sólon og Bankastræti Club segja nóg um að vera. „Síðasta helgi var vel pökkuð og mjög mikið að gera,“ sagði yfirdyravörður á Bankastræti Club. „Búið að vera geðveiki. Hjá okkur allavegana,“ sagði Þorgeir, dyravörður á Sólon. Næturlífið á Íslandi hefur haft þá sérstöðu í gegnum tíðina að fólk mætir seint á kvöldin niður í miðbæ og fer seint heim, ólíkt nágrannaþjóðum okkar þar sem hefð er fyrir því að byrja gamanið fyrr. Þetta breyttist á tímum samkomutakmarkanna þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr á kvöldin en dyraverðir sem fréttastofa ræddi við sakna þess fyrirkomulags og myndu gjarnan vilja sjá fólk mæta fyrr út á lífið og fara fyrr heim. „Ég vona það. Við vonum það, en það verður ekki svoleiðis,“ sagði Þorgeir. Dyravörður á Prikinu tekur undir þetta. Hann saknar þess tíma þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr vegna sóttvarnarreglna og myndi gjarnan vilja sjá skemmtistaði opna fyrr og loka fyrr á kvöldin. „Já. Mér myndi finnast það þægilegra já,“ sagði Sigurður.
Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Ráðist á dyraverði í miðborginni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að ráðist hefði verið á dyraverði í miðborg Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt. 4. júlí 2021 07:17 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37
Ráðist á dyraverði í miðborginni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að ráðist hefði verið á dyraverði í miðborg Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt. 4. júlí 2021 07:17