Lífið

Gunnar Bragi og Sunna Gunnars giftu sig um helgina

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Myndin er klippt til úr Instagram-sögu Gunnars Braga.
Myndin er klippt til úr Instagram-sögu Gunnars Braga. instagram/gunnar bragi

Gunnar Bragi Sveins­son al­þingis­maður og Sunna Gunnars Marteins­dóttir, starfs­maður breska sendi­ráðsins, giftu sig síðasta laugar­dag.

Ný­gift hjónin birtu mynd af sér saman í Insta­gram-sögum sínum í gær.

Greint var frá trú­lofun Gunnars og Sunnu í maí síðast­liðnum. Þau hafa greini­lega ekki séð á­stæðu til að bíða lengi með giftinguna og létu til skarar skríða við há­tíð­lega at­höfn í Dómkirkjunni í Reykjavík um helgina með til­heyrandi veislu­höldum.

Skjáskot af myndbandi sem Gunnar Bragi birti á Instagram-síðu sinni.instagram/gunnar bragi

Tveimur dögum eftir að þau til­kynntu um trú­lofun sína gaf Gunnar Bragi það út að hann myndi ekki gefa kost á sér fyrir komandi Al­þingis­kosningar. Hann er þing­maður Mið­flokksins.

Gunnar og Sunna kynntust í gegnum starf Fram­sóknar­flokksins og var Sunna að­stoðar­maður Gunnars þegar hann var utan­ríkis­ráð­herra í ríkis­stjórn Sig­mundar Davíðs Gunn­laugs­sonar.

Sunna var á sínum tíma skrif­stofu­stjóri þing­flokks Fram­sóknar­flokksins en starfaði einnig hjá Mjólkur­sam­sölunni þar til fyrir skemmstu, þegar hún hóf störf hjá sendi­ráði Breta hér á landi. Hún er menntuð í al­manna­tengslum og menningar­miðlun.

Nýgift birtu þau hjónin þessa mynd af sér á Instagraminstagram/gunnar bragi


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×