Segja að Phoenix Suns sé nú sigurstranglegra liðið í úrslitaeinvígi NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2021 07:31 Chris Paul hefur aldrei orðið NBA meistari þrátt fyrir langan og glæsilegan feril og því hefur félag hans, Phoenix Suns, ekki heldur náð. AP/Mark J. Terrill Phoenix Suns gæti unnið sinn fyrsta NBA titil í sögunni á næstu vikum ef marka má líkindareikning veðbanka í aðdraganda úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar í körfubolta. Phoenix Suns mætir liði Milwaukee Bucks í lokaúrslitunum en Bucks mun væntanlega þurfa að spila án síns besta leikmanns, Giannis Antetokounmpo, í einvíginu. Grikkinn öflugi meiddist illa á hné í leik fjögur í úrslitum Austurdeildarinnar en Bucks liðið náði samt að vinna tvö síðustu leiki einvígisins á móti Atlanta Hawks án hans. Antetokounmpo mun missa af fyrstu leikjunum í úrslitaeinvíginu og mögulega restinni af tímabilinu eftir að hafa yfirspennt vinstra hnéð seint í leik fjögur á móti Hawks. Fyrir meiðsli Giannis þá þótti Milwaukee Bucks vera sigurstranglegra liðið en þá leit út fyrir að Phoenix menn kæmust í úrslitin sem varð svo raunin. Sportsbooks have installed the @Suns as favorites over the @Bucks in the NBA Finals.https://t.co/GVXgiYfbUJ#NBAPlayoffs #NBA #NBAxESPN #ESPNCaribbean pic.twitter.com/T4OtRIi2OP— ESPN Caribbean (@ESPN_Caribbean) July 5, 2021 Allt breyttist aftur á móti við meiðsli Grikkjans, skiljanlega enda þar á ferðinni einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar. Antetokounmpo er með 28,2 stig, 12,7 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í fimmtán leikjum í úrslitakeppninni í ár. Phoenix Suns vann báða innbyrðisleiki liðanna í vetur en þá báða með aðeins einu stigi. Giannis var með 47 stig í öðrum leiknum og 33 stig í hinum. Það dugði þó ekki til sigurs. Suns hefur aldrei orðið NBA meistari en hefur komst tvisvar í lokaúrslitin, fyrst árið 1976 og svo árið 1993 með Charles Barkley í fararbroddi. Milwaukee Bucks varð NBA meistari í eina skiptið árið 1971 en þá spiluðu með liðinu goðsagnirnar Oscar Robertson og Kareem Abdul-Jabbar. Fyrsti leikurinn í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar fer fram í kvöld á heimavelli Phoenix Suns. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir miðnætti og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira
Phoenix Suns mætir liði Milwaukee Bucks í lokaúrslitunum en Bucks mun væntanlega þurfa að spila án síns besta leikmanns, Giannis Antetokounmpo, í einvíginu. Grikkinn öflugi meiddist illa á hné í leik fjögur í úrslitum Austurdeildarinnar en Bucks liðið náði samt að vinna tvö síðustu leiki einvígisins á móti Atlanta Hawks án hans. Antetokounmpo mun missa af fyrstu leikjunum í úrslitaeinvíginu og mögulega restinni af tímabilinu eftir að hafa yfirspennt vinstra hnéð seint í leik fjögur á móti Hawks. Fyrir meiðsli Giannis þá þótti Milwaukee Bucks vera sigurstranglegra liðið en þá leit út fyrir að Phoenix menn kæmust í úrslitin sem varð svo raunin. Sportsbooks have installed the @Suns as favorites over the @Bucks in the NBA Finals.https://t.co/GVXgiYfbUJ#NBAPlayoffs #NBA #NBAxESPN #ESPNCaribbean pic.twitter.com/T4OtRIi2OP— ESPN Caribbean (@ESPN_Caribbean) July 5, 2021 Allt breyttist aftur á móti við meiðsli Grikkjans, skiljanlega enda þar á ferðinni einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar. Antetokounmpo er með 28,2 stig, 12,7 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í fimmtán leikjum í úrslitakeppninni í ár. Phoenix Suns vann báða innbyrðisleiki liðanna í vetur en þá báða með aðeins einu stigi. Giannis var með 47 stig í öðrum leiknum og 33 stig í hinum. Það dugði þó ekki til sigurs. Suns hefur aldrei orðið NBA meistari en hefur komst tvisvar í lokaúrslitin, fyrst árið 1976 og svo árið 1993 með Charles Barkley í fararbroddi. Milwaukee Bucks varð NBA meistari í eina skiptið árið 1971 en þá spiluðu með liðinu goðsagnirnar Oscar Robertson og Kareem Abdul-Jabbar. Fyrsti leikurinn í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar fer fram í kvöld á heimavelli Phoenix Suns. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir miðnætti og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira