Torrey Craig er leikmaður Phoenix Suns í dag en hann byrjaði tímabilið með Milwaukee Bucks. Bucks skipti honum til Suns 18. mars og fékk ekkert nema peningabætur í staðinn. Milwaukee þurfti að losa pláss í leikmannahópnum sínum eftir að hafa fengið P.J. Tucker frá Houston Rockets.
Regardless of who wins the 2021 NBA Finals, Torrey Craig will get a ring
— Bleacher Report (@BleacherReport) July 4, 2021
He started the season with the Bucks and is currently on the Suns pic.twitter.com/55xbNt72Vi
Craig fær því hring hvort sem hann vinnur titilinn með Phoenix Suns eða hvort hans gömlu félagar í Milwaukee Bucks vinn hann í lokaúrslitunum.
Craig er þrítugutur og 201 sentimetra lítill framherji sem hefur verið í NBA deildinni frá 2017. Hann spilaði í Ástralíu fyrstu árin eftir að hann kláraði háskólakörfuboltann með University of South Carolina Upstate.
Congratulations Torrey Craig for winning his first championship!
— StatMuse (@statmuse) July 4, 2021
No matter who wins the Finals, he will get a ring for playing for both the Suns and Bucks this season.
(Submitted by @wholecake3) pic.twitter.com/ChpLWKH8es
Craig var með 2,5 stig í 18 deildarleikjum með Milwaukee Bucks en skoraði 7,2 stig í leik í 32 leikjum með Phoenix Suns i deildarkeppninni. Hann er með 4,4 stig á 12,6 mínútum í leik í úrslitakeppninni.
Fyrsti leikurinn í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar fer fram í kvöld á heimavelli Phoenix Suns. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir miðnætti og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.