Umboðsmaður Britney til 25 ára hættir Atli Ísleifsson skrifar 6. júlí 2021 08:08 Britney Spears og Larry Rudolph árið 2011. Getty Larry Rudolph, umboðsmaður bandarísku söngkonunnar Britney Spears, hefur óskað eftir því að hætta störfum. Hann hefur starfað sem umboðsmaður Spears frá miðjum tíunda áratugnum. Deadline greinir frá þessu og vísar í bréf hins 57 ára Rudolph til Jamie Spears, föður og lögráðamanns Spears, og Jodi Montgomery, dómskvadds lögráðamanns. Faðir Spears og Montgomery hafa gegnt hlutverki lögráðamanna söngkonunnar síðustu þrettán ár og tekið ákvarðanir um bæði líf og feril fyrir hennar hönd. Í bréfinu gefur Rudolph í skyn að Spears hafi lýst yfir vilja til að draga sig í hlé eftir að hafa verið ein af stærstu poppstjörnum heims í um aldarfjórðung. „Sem umboðsmaður hennar held ég að það sé henni fyrir bestu að ég hætti í hennar starfsliði þar sem hún hefur ekki lengur þörf á mínum starfskröftum,“ skrifar Rudolph að sögn Deadline. Í bréfinu tekur Rudolph einnig fram að hann hafi ekki verið í samskiptum við Spears í á hálft þriðja ár. Hann segist svakalega stoltur af því sem þau gerðu saman þessi 25 ár og óskar henni alls hins besta í framtíðinni. Hann verði ávallt til staðar fyrir Spears, líkt og hann hafi ávallt verið, hafi hún þörf á þjónustu hans á ný. Larry Rudolph hefur einnig verið umboðsmaður annarra stjórna Avril Lavigne, Miley Cyrus, will.i.am, Justin Timberlake, Toni Braxton og DMX. Britney Spears hefur síðustu misserin reynt að losna undan stjórn föður síns. Dómstóll úrskurðaði hins vegar í síðustu viku að faðir Spears yrði áfram fjárhaldsmaður hennar en hið stærra álitamál, hvort söngkonan er hæf til að taka ákvarðanir um eigin líf og hag, er óútkljáð. Er málið næst á dagskrá dómstóls í Los Angeles þann 13. júlí næstkomandi. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu. 2. júlí 2021 07:14 Það var enginn með henni í liði Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál. 14. mars 2021 20:46 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Deadline greinir frá þessu og vísar í bréf hins 57 ára Rudolph til Jamie Spears, föður og lögráðamanns Spears, og Jodi Montgomery, dómskvadds lögráðamanns. Faðir Spears og Montgomery hafa gegnt hlutverki lögráðamanna söngkonunnar síðustu þrettán ár og tekið ákvarðanir um bæði líf og feril fyrir hennar hönd. Í bréfinu gefur Rudolph í skyn að Spears hafi lýst yfir vilja til að draga sig í hlé eftir að hafa verið ein af stærstu poppstjörnum heims í um aldarfjórðung. „Sem umboðsmaður hennar held ég að það sé henni fyrir bestu að ég hætti í hennar starfsliði þar sem hún hefur ekki lengur þörf á mínum starfskröftum,“ skrifar Rudolph að sögn Deadline. Í bréfinu tekur Rudolph einnig fram að hann hafi ekki verið í samskiptum við Spears í á hálft þriðja ár. Hann segist svakalega stoltur af því sem þau gerðu saman þessi 25 ár og óskar henni alls hins besta í framtíðinni. Hann verði ávallt til staðar fyrir Spears, líkt og hann hafi ávallt verið, hafi hún þörf á þjónustu hans á ný. Larry Rudolph hefur einnig verið umboðsmaður annarra stjórna Avril Lavigne, Miley Cyrus, will.i.am, Justin Timberlake, Toni Braxton og DMX. Britney Spears hefur síðustu misserin reynt að losna undan stjórn föður síns. Dómstóll úrskurðaði hins vegar í síðustu viku að faðir Spears yrði áfram fjárhaldsmaður hennar en hið stærra álitamál, hvort söngkonan er hæf til að taka ákvarðanir um eigin líf og hag, er óútkljáð. Er málið næst á dagskrá dómstóls í Los Angeles þann 13. júlí næstkomandi.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu. 2. júlí 2021 07:14 Það var enginn með henni í liði Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál. 14. mars 2021 20:46 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu. 2. júlí 2021 07:14
Það var enginn með henni í liði Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál. 14. mars 2021 20:46