Starfsmannaskortur í ferðaþjónustu geti hægt á endurreisn greinarinnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júlí 2021 20:00 Ferðamenn í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Fyrirtæki í ferðaþjónustu eiga í vandræðum með að fá fólk til vinnu. Hótelrekandi segir skort á starfskröftum valda því að opnun ferðaþjónustunnar gangi hægar en hún gæti annars gert. Formaður félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að rekja megi aukna eftirspurn eftir starfsfólki í geiranum beint til þess hversu vel hefur gengið í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. Ferðamenn líti á Ísland sem góðan valkost, og því aukist álag á þær greinar sem þjónusti þá. „Við erum búin að ráða mjög mikið af fólki, en þetta eru nú svolítið óvenjulegar aðstæður. Við þurfum að manna alla atvinnugreinina einn, tveir og þrír. Það hefur ekki gengið nógu hratt, því miður,“ segir Kristófer Oliversson, formaður félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu. Hann segir bókanir ferðamanna nú í júlí og á næstu mánuðum vera að aukast umtalsvert, sé miðað við vorið og fyrri hluta sumars, og ýmsar leiðir hafa verið skoðaðar til þess að bregðast við skorti á starfskröftum, til að mynda erlendar starfsmannaleigur. „Það hefur slæm áhrif á tekjur í geiranum og hjá okkur öllum, því það skilar sér ekki í kassann hjá ríkinu ef okkur tekst ekki að opna. Þetta hefur þessi hefðbundnu keðjuverkandi áhrif, eins og þegar við þurftum að loka öllu fyrir rúmu ári síðan.“ Kristófer segir að hraðar mætti ganga að „opna“ ferðaþjónustuna.Vísir/Sigurjón Víðar en í hótel og gistiþjónustu hefur reynst erfitt að finna starfsfólk. Emil Helgi Lárusson, varaformaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segist finna fyrir því að orðið sé þyngra að manna stöður í greininni. Ýmislegt geti búið að baki, til að mynda aukin aðsókn í nám eða fólk hafi snúið sér að öðrum störfum, auk þess sem aðrar greinar á sviði ferðaþjónustu séu nú farnar að sækja í sig veðrið. „Eitthvað af fólki hefur ekki skilað sér aftur til okkar, af þessu erlenda starfsfólki. Það hafði líklega lítið að gera hérna á Íslandi á síðasta ári. Í staðinn fyrir að hanga yfir engu þá var bara alveg eins gott að fara heim. En við skulum nú vona að þau fari að koma til baka,“ segir Lárus Helgi. Emil Helgi Lárusson er varaformaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.Vísir/Arnar Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Formaður félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að rekja megi aukna eftirspurn eftir starfsfólki í geiranum beint til þess hversu vel hefur gengið í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. Ferðamenn líti á Ísland sem góðan valkost, og því aukist álag á þær greinar sem þjónusti þá. „Við erum búin að ráða mjög mikið af fólki, en þetta eru nú svolítið óvenjulegar aðstæður. Við þurfum að manna alla atvinnugreinina einn, tveir og þrír. Það hefur ekki gengið nógu hratt, því miður,“ segir Kristófer Oliversson, formaður félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu. Hann segir bókanir ferðamanna nú í júlí og á næstu mánuðum vera að aukast umtalsvert, sé miðað við vorið og fyrri hluta sumars, og ýmsar leiðir hafa verið skoðaðar til þess að bregðast við skorti á starfskröftum, til að mynda erlendar starfsmannaleigur. „Það hefur slæm áhrif á tekjur í geiranum og hjá okkur öllum, því það skilar sér ekki í kassann hjá ríkinu ef okkur tekst ekki að opna. Þetta hefur þessi hefðbundnu keðjuverkandi áhrif, eins og þegar við þurftum að loka öllu fyrir rúmu ári síðan.“ Kristófer segir að hraðar mætti ganga að „opna“ ferðaþjónustuna.Vísir/Sigurjón Víðar en í hótel og gistiþjónustu hefur reynst erfitt að finna starfsfólk. Emil Helgi Lárusson, varaformaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segist finna fyrir því að orðið sé þyngra að manna stöður í greininni. Ýmislegt geti búið að baki, til að mynda aukin aðsókn í nám eða fólk hafi snúið sér að öðrum störfum, auk þess sem aðrar greinar á sviði ferðaþjónustu séu nú farnar að sækja í sig veðrið. „Eitthvað af fólki hefur ekki skilað sér aftur til okkar, af þessu erlenda starfsfólki. Það hafði líklega lítið að gera hérna á Íslandi á síðasta ári. Í staðinn fyrir að hanga yfir engu þá var bara alveg eins gott að fara heim. En við skulum nú vona að þau fari að koma til baka,“ segir Lárus Helgi. Emil Helgi Lárusson er varaformaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.Vísir/Arnar
Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira