Raunar gæti kvika þegar verið byrjuð að krauma í gígnum. Móðan sem steig upp úr honum um tíma í morgun virtist meiri og bláleitari en fyrr um morguninn. Ekkert hefur þó sést til glóandi hrauns á vefmyndavélum, enn sem komið er, þegar þetta er ritað.

Óróarit Veðurstofunnar sýnir vel hvernig nánast slökknaði skyndilega á eldstöðinni um ellefuleytið í fyrrakvöld. Um sjöleytið í morgun fór óróinn svo að taka strikið upp á við. Með sama áframhaldi stefnir í að á næstu klukkustundum gæti hann verið kominn í þá hæð sem endurspeglar gosvirkni í kraumandi gíg.
Hér má fylgjast með gígnum í beinni á vefmyndavél Vísis:
Hér má rifja upp hvernig gosið var fyrir viku: