Illvígar nágrannaerjur: 200 þúsund í miskabætur og athugasemdir fjarlægðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2021 12:07 Mennirnir búa á nágrannajörðum en hafa deilt um landspildu á mörkum jarðanna í Kjós frá árinu 2018. Vísir Karlmaður á áttræðisaldri var í dag dæmdur til að greiða nágranna sínum, sem tvívegis hefur setið sem varamaður í hreppsnefnd Kjósahrepps og setið í skipulags- og bygginganefnd hreppsins, 200 þúsund krónur í miskabætur vegna ummæla sem hann lét falla um nágrannann á samfélagsmiðlum og í kommentakerfum. Erjur milli nágrannanna hafa verið illvígar í nokkurn tíma en síðasta sumar var maðurinn handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra í Kjós eftir að hafa lagfært girðingu á landi sem hann deilir um við nágrannann. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Deilurnar má rekja aftur til ársins 2018 þegar jörð í Kjósarhreppi, sem áður var í eigu hins dæmda, var seld félagi í eigu nágrannans. Deilur spruttu um eignarhald á 25 hektara landspildu, sem áður tilheyrði keyptu jörðinni, en var skipt út úr landi jarðarinnar og lögð til nágrannajarðar. Maðurinn sem keypti jörðina vildi meina að 25 hektara landið hafi aftur orðið hluti af hinni keyptu jörð áður en hann keypti hana og hafi hún þar með verið hluti af kaupunum. Hinn maðurinn vildi hins vegar meina að landspildan hafi aldrei orðið hluti af jörðinni aftur og hafi hún því ekki fylgt kaupunum. Kaupandinn gæti því ekki meinað honum afnot af jörðinni. Þann 31. maí í fyrra kom kaupandinn að hinum manninum við girðingavinnu innan landamerkja hins keypta lands. Hinn dæmdi hafi verið mjög æstur að sögn mannsins og formælt honum að tilefnislausu. Hann hafi reynt að fá hann ofan af því að reisa girðingu í landinu en maðurinn hafi orðið sífellt æstari og að lokum hótað honum lífláti. Dæmdi hafi síðan ráðist á hann með gaddavírsbút og slegið hann ítrekað. Maðurinn hafi þá forðað sér undan á fjórhjólinu sem hann var á og hringt í lögreglu, sem sendi sérsveit ríkislögreglustjóra á staðinn. Greint var frá þeirri handtöku fyrir ári og kom þar fram að maðurinn hafi verið færður á lögreglustöðina við Hlemm þar sem hann var vistaður í sex tíma og sleppt að lokinni skýrslutöku. Haft var eftir honum í frétt sem birtist í Fréttablaðinu að lögregla hafi brotist inn í hús dóttur hans og tekið rússneskan, óvirkan riffil sem hékk uppi á vegg. Þá hafi sérsveitarmenn miðað byssu á manninn sem er á áttræðisaldri og fatlaður. Fréttin vakti mikil viðbrögð og í kjölfarið óskaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, eftir skýringum um málið. Aðgerðir lögreglu voru gagnrýndar mikið í athugasemdakerfum fjölmiðla og segir nágranninn að sá dæmdi hafi kynt undir umræðunni. Hann hafi tekið þar virkan þátt og sett fram fjölmörg ærumeiðandi ummæli um manninn á fjölmörgum stöðum. Hann hafi meðal annars sakað hann ítrekað um þjófnað, skjalafals, blekkingar og ýmis önnur lögbrot, auk þess að kalla hann „siðblindan sýkópata.“ Daginn eftir hafi maðurinn jafnframt birt færslu á Facebook þar sem hann hraunaði yfir nágrannann. Dómsmál Kjósarhreppur Tjáningarfrelsi Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Erjur milli nágrannanna hafa verið illvígar í nokkurn tíma en síðasta sumar var maðurinn handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra í Kjós eftir að hafa lagfært girðingu á landi sem hann deilir um við nágrannann. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Deilurnar má rekja aftur til ársins 2018 þegar jörð í Kjósarhreppi, sem áður var í eigu hins dæmda, var seld félagi í eigu nágrannans. Deilur spruttu um eignarhald á 25 hektara landspildu, sem áður tilheyrði keyptu jörðinni, en var skipt út úr landi jarðarinnar og lögð til nágrannajarðar. Maðurinn sem keypti jörðina vildi meina að 25 hektara landið hafi aftur orðið hluti af hinni keyptu jörð áður en hann keypti hana og hafi hún þar með verið hluti af kaupunum. Hinn maðurinn vildi hins vegar meina að landspildan hafi aldrei orðið hluti af jörðinni aftur og hafi hún því ekki fylgt kaupunum. Kaupandinn gæti því ekki meinað honum afnot af jörðinni. Þann 31. maí í fyrra kom kaupandinn að hinum manninum við girðingavinnu innan landamerkja hins keypta lands. Hinn dæmdi hafi verið mjög æstur að sögn mannsins og formælt honum að tilefnislausu. Hann hafi reynt að fá hann ofan af því að reisa girðingu í landinu en maðurinn hafi orðið sífellt æstari og að lokum hótað honum lífláti. Dæmdi hafi síðan ráðist á hann með gaddavírsbút og slegið hann ítrekað. Maðurinn hafi þá forðað sér undan á fjórhjólinu sem hann var á og hringt í lögreglu, sem sendi sérsveit ríkislögreglustjóra á staðinn. Greint var frá þeirri handtöku fyrir ári og kom þar fram að maðurinn hafi verið færður á lögreglustöðina við Hlemm þar sem hann var vistaður í sex tíma og sleppt að lokinni skýrslutöku. Haft var eftir honum í frétt sem birtist í Fréttablaðinu að lögregla hafi brotist inn í hús dóttur hans og tekið rússneskan, óvirkan riffil sem hékk uppi á vegg. Þá hafi sérsveitarmenn miðað byssu á manninn sem er á áttræðisaldri og fatlaður. Fréttin vakti mikil viðbrögð og í kjölfarið óskaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, eftir skýringum um málið. Aðgerðir lögreglu voru gagnrýndar mikið í athugasemdakerfum fjölmiðla og segir nágranninn að sá dæmdi hafi kynt undir umræðunni. Hann hafi tekið þar virkan þátt og sett fram fjölmörg ærumeiðandi ummæli um manninn á fjölmörgum stöðum. Hann hafi meðal annars sakað hann ítrekað um þjófnað, skjalafals, blekkingar og ýmis önnur lögbrot, auk þess að kalla hann „siðblindan sýkópata.“ Daginn eftir hafi maðurinn jafnframt birt færslu á Facebook þar sem hann hraunaði yfir nágrannann.
Dómsmál Kjósarhreppur Tjáningarfrelsi Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent