Hin meðvirku Svala Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2021 14:31 Ég er kona. Ég hef upplifað kynferðislega áreitni af hálfu skólafélaga og vinnufélaga. Ég hef upplifað að aðili sem ég var í nánu sambandi við, fór yfir mörk mín. Ég hef upplifað kynferðislegt ofbeldi sem var kært til lögreglu, en málið var á endanum fellt niður. Ekkert af þessu er í sjálfu sér óvenjulegt. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum úr vísindarannsókn Háskóla Íslands um áfallasögu kvenna, hafa fjórar af hverjum tíu konum sem tóku þátt í rannsókninni upplifað líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi á lífsleiðinni. Þar af hafa fleiri en þrjár af hverjum tíu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þá hefur nærri þriðjungur kvenna orðið fyrir áreitni á vinnustað einhvern tímann á ævinni. Aðeins tíu prósent kæra Aðeins lítið brot kynferðisbrota er kært til lögreglu. Samkvæmt ársskýrslum Stígamóta kæra um 10% þolenda sem leita til samtakana brotin til lögreglunnar. Þrátt fyrir þetta eru nokkur hundruð kynferðisbrot kærð á hverju ári hérlendis og mikill meirihluti brotaþola er konur. Meirihluti málanna endar með því að málið er fellt niður. Þannig eru miklar líkur á því að þeir sem nauðga eða áreita fólk kynferðislega á Íslandi komist upp með það, jafnvel aftur og aftur. Líkurnar eru einfaldlega þeim í hag. Undanfarnar vikur hefur önnur bylgja #metoo-byltingarinnar haft víðtæk áhrif á samfélagið. Ungar stúlkur og konur hafa stigið fram á samfélagsmiðlum, sumar undir nafni en aðrar nafnlaust, og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Öfugt við fyrstu metoo-bylgjuna hefur þessi umræða ekki farið fram í lokuðum hópum, heldur fyrir opnum tjöldum á netinu. Sögurnar eru margar, en mesta athygli hafa vakið frásagnir um landsþekkta menn sem margar stúlkur og konur saka um ofbeldi og áreitni. Hafa sumir þeirra neyðst til að biðjast afsökunar, á meðan aðrir hafa hótað málsókn. Litlar líkur á réttlæti Flest erum við sammála um mikilvægi þess að uppræta kynferðislegt ofbeldi, í það minnsta í orði. Við vitum líka að ofbeldi gegn konum viðgengst enn í ríkum mæli og að það er erfitt að fá réttláta meðferð í dómskerfinu í þessum málum. Einmitt þess vegna finna margar stúlkur og konur sig knúnar til þess að segja sögu sína á samfélagsmiðlum. Þær vita sem er, að litlar líkur eru á því að þær nái fram réttlæti með aðstoð lögreglu eða dómstóla. Ungar stúlkur og konur sætta sig ekki lengur við það sem mín kynslóð og fyrri kynslóðir sættu sig við nokkurn veginn þegjandi og hljóðalaust. Þær krefjast þess að á þær sé hlustað. Þær vilja að þeir sem stunda það að áreita og nauðga þurfi að svara fyrir gerðir sínar. Einhver gæti haldið að fólk myndi almennt fagna því að sjá þennan kraft og réttlætiskennd hjá ungu konunum okkar, en því fer fjarri. Meðvirknin er allsráðandi Í stað þess að fagna opnari umræðu og kjarki ungu kynslóðarinnar, eru mörg okkar sem eldri erum enn föst í gerendameðvirkni. Karlar og konur keppast við að vorkenna vesalings drengjunum, sem þó eru fullorðnir karlmenn og sumir á fertugs- og fimmtugsaldri. Kvartað er undan útskúfunarmenningu, dómstóli götunnar og aftökum án dóms og laga, þó að í flestum tilvikum hafi ekkert gerst, annað en að umræddir menn hafa kannski misst af einstaka verkefnum. Staðreyndin er sú að menn hafa hingað til komist upp með kynferðisbrot og kynbundið ofbeldi án mikilla afleiðinga hér á landi. Maður getur til dæmis átt farsælan feril sem leikari áratugum saman, þrátt fyrir dóm vegna hrottalegrar nauðgunar. Sá sem næst á myndband við að káfa á unglingsstelpu í óþökk hennar, getur gert grín að öllu saman og þjóðin flykkist á uppistandið. Þeir sem eru þekktir fyrir að nauðga stelpum undir lögaldri, hafa flestir getað haldið áfram í námi og starfi eins og ekkert hafi í skorist. Heilu sveitarfélögin hafa staðið að undirskriftasöfnun til stuðnings dæmdum nauðgara. Meðvirknin er allsráðandi. Alvarlegar afleiðingar Afleiðingarnar fyrir þolendur kynferðisofbeldis eru oftast miklu alvarlegri. Margar hafa flosnað upp úr námi, hrakist úr starfi, flutt frá heimabæ sínum og jafnvel flúið land. Þær upplifa skömm, sektarkennd, depurð, lélega sjálfsmynd og margt annað, sem getur haft áhrif á allt þeirra líf. Þá eru ótaldar þær sem ekki lifðu ofbeldið af, þar á meðal þær sem tóku eigið líf. Þegar þær sem lifðu af ákveða að skila skömminni svarar fullorðna fólkið þeim með skætingi. Af hverju sagðir þú ekki frá þessu fyrr? Af hverju kærðir þú ekki? Ertu ekki bara athyglissjúk, hefnigjörn eða bitur kona sem hann vildi ekki? Við þurfum að hætta að vera í afneitun. Við þurfum að hætta að vera meðvirk með þeim sem brjóta á öðrum. Við þurfum að hætta að vera skíthrædd við meinta útskúfun ofbeldismanna. Við getum lært mikið af ungu konunum okkar, sem sýna bæði hugrekki og réttlætiskennd með því að sætta sig ekki lengur við að þjást í þögninni. Við getum líka lært af þeim ungu körlum, sem ekki taka lengur þátt í þöggun og nauðgunarmenningu. Okkar hlutverk er að hlusta á unga fólkið í stað þess að detta í vörn og meðvirkni. Höfundur er grunnskólakennari og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er kona. Ég hef upplifað kynferðislega áreitni af hálfu skólafélaga og vinnufélaga. Ég hef upplifað að aðili sem ég var í nánu sambandi við, fór yfir mörk mín. Ég hef upplifað kynferðislegt ofbeldi sem var kært til lögreglu, en málið var á endanum fellt niður. Ekkert af þessu er í sjálfu sér óvenjulegt. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum úr vísindarannsókn Háskóla Íslands um áfallasögu kvenna, hafa fjórar af hverjum tíu konum sem tóku þátt í rannsókninni upplifað líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi á lífsleiðinni. Þar af hafa fleiri en þrjár af hverjum tíu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þá hefur nærri þriðjungur kvenna orðið fyrir áreitni á vinnustað einhvern tímann á ævinni. Aðeins tíu prósent kæra Aðeins lítið brot kynferðisbrota er kært til lögreglu. Samkvæmt ársskýrslum Stígamóta kæra um 10% þolenda sem leita til samtakana brotin til lögreglunnar. Þrátt fyrir þetta eru nokkur hundruð kynferðisbrot kærð á hverju ári hérlendis og mikill meirihluti brotaþola er konur. Meirihluti málanna endar með því að málið er fellt niður. Þannig eru miklar líkur á því að þeir sem nauðga eða áreita fólk kynferðislega á Íslandi komist upp með það, jafnvel aftur og aftur. Líkurnar eru einfaldlega þeim í hag. Undanfarnar vikur hefur önnur bylgja #metoo-byltingarinnar haft víðtæk áhrif á samfélagið. Ungar stúlkur og konur hafa stigið fram á samfélagsmiðlum, sumar undir nafni en aðrar nafnlaust, og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Öfugt við fyrstu metoo-bylgjuna hefur þessi umræða ekki farið fram í lokuðum hópum, heldur fyrir opnum tjöldum á netinu. Sögurnar eru margar, en mesta athygli hafa vakið frásagnir um landsþekkta menn sem margar stúlkur og konur saka um ofbeldi og áreitni. Hafa sumir þeirra neyðst til að biðjast afsökunar, á meðan aðrir hafa hótað málsókn. Litlar líkur á réttlæti Flest erum við sammála um mikilvægi þess að uppræta kynferðislegt ofbeldi, í það minnsta í orði. Við vitum líka að ofbeldi gegn konum viðgengst enn í ríkum mæli og að það er erfitt að fá réttláta meðferð í dómskerfinu í þessum málum. Einmitt þess vegna finna margar stúlkur og konur sig knúnar til þess að segja sögu sína á samfélagsmiðlum. Þær vita sem er, að litlar líkur eru á því að þær nái fram réttlæti með aðstoð lögreglu eða dómstóla. Ungar stúlkur og konur sætta sig ekki lengur við það sem mín kynslóð og fyrri kynslóðir sættu sig við nokkurn veginn þegjandi og hljóðalaust. Þær krefjast þess að á þær sé hlustað. Þær vilja að þeir sem stunda það að áreita og nauðga þurfi að svara fyrir gerðir sínar. Einhver gæti haldið að fólk myndi almennt fagna því að sjá þennan kraft og réttlætiskennd hjá ungu konunum okkar, en því fer fjarri. Meðvirknin er allsráðandi Í stað þess að fagna opnari umræðu og kjarki ungu kynslóðarinnar, eru mörg okkar sem eldri erum enn föst í gerendameðvirkni. Karlar og konur keppast við að vorkenna vesalings drengjunum, sem þó eru fullorðnir karlmenn og sumir á fertugs- og fimmtugsaldri. Kvartað er undan útskúfunarmenningu, dómstóli götunnar og aftökum án dóms og laga, þó að í flestum tilvikum hafi ekkert gerst, annað en að umræddir menn hafa kannski misst af einstaka verkefnum. Staðreyndin er sú að menn hafa hingað til komist upp með kynferðisbrot og kynbundið ofbeldi án mikilla afleiðinga hér á landi. Maður getur til dæmis átt farsælan feril sem leikari áratugum saman, þrátt fyrir dóm vegna hrottalegrar nauðgunar. Sá sem næst á myndband við að káfa á unglingsstelpu í óþökk hennar, getur gert grín að öllu saman og þjóðin flykkist á uppistandið. Þeir sem eru þekktir fyrir að nauðga stelpum undir lögaldri, hafa flestir getað haldið áfram í námi og starfi eins og ekkert hafi í skorist. Heilu sveitarfélögin hafa staðið að undirskriftasöfnun til stuðnings dæmdum nauðgara. Meðvirknin er allsráðandi. Alvarlegar afleiðingar Afleiðingarnar fyrir þolendur kynferðisofbeldis eru oftast miklu alvarlegri. Margar hafa flosnað upp úr námi, hrakist úr starfi, flutt frá heimabæ sínum og jafnvel flúið land. Þær upplifa skömm, sektarkennd, depurð, lélega sjálfsmynd og margt annað, sem getur haft áhrif á allt þeirra líf. Þá eru ótaldar þær sem ekki lifðu ofbeldið af, þar á meðal þær sem tóku eigið líf. Þegar þær sem lifðu af ákveða að skila skömminni svarar fullorðna fólkið þeim með skætingi. Af hverju sagðir þú ekki frá þessu fyrr? Af hverju kærðir þú ekki? Ertu ekki bara athyglissjúk, hefnigjörn eða bitur kona sem hann vildi ekki? Við þurfum að hætta að vera í afneitun. Við þurfum að hætta að vera meðvirk með þeim sem brjóta á öðrum. Við þurfum að hætta að vera skíthrædd við meinta útskúfun ofbeldismanna. Við getum lært mikið af ungu konunum okkar, sem sýna bæði hugrekki og réttlætiskennd með því að sætta sig ekki lengur við að þjást í þögninni. Við getum líka lært af þeim ungu körlum, sem ekki taka lengur þátt í þöggun og nauðgunarmenningu. Okkar hlutverk er að hlusta á unga fólkið í stað þess að detta í vörn og meðvirkni. Höfundur er grunnskólakennari og móðir.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun