England tapaði fyrir Ítalíu í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik EM á Wembley í gær. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var jöfn, 1-1, en Ítalir unnu vítakeppnina, 3-2. Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka klúðruðu sínum spyrnum fyrir Englendinga.
Saka, sem tók síðustu spyrnu Englands, er á mörgum forsíðum í faðmi landsliðsþjálfarans Gareths Southgate. Hann þekkir það sjálfur að klúðra víti á ögurstundu í stórum leik á Wembley en sem kunnugt er brenndi hann af sinni spyrnu í vítakeppninni í leik Englands og Þýskalands í undanúrslitum EM 1996.
„Þetta endar allt í tárum,“ stendur á forsíðu Daily Mail með mynd af Saka og Southgate. Þeir eru einnig á forsíðu The Guardian sem segir einfaldlega: „Svo nálægt.“
Monday's @DailyMailUK #MailFrontPages pic.twitter.com/I2DBDZKWbb
— Daily Mail U.K. (@DailyMailUK) July 11, 2021
Guardian front page, Monday 12 July 2021: So close pic.twitter.com/l9dtS9bn26
— The Guardian (@guardian) July 11, 2021
The Independent, Daily Mirror, The Sun og The Daily Express segja tapið svekkjandi en að ensku leikmennirnir hafi gert þjóðina stolta með framgöngu sinni á mótinu.
So our media can be sensitive and thoughtful when it wants to.#TomorrowsPapersToday pic.twitter.com/d5sqPhKtea
— Shoaib M Khan (@ShoaibMKhan) July 11, 2021
People asking about The Sun's front page. It's the same, arguably even better. pic.twitter.com/csFQwQ2k83
— Shoaib M Khan (@ShoaibMKhan) July 11, 2021
The Times grípur í ítölskuna á sinni forsíðu og segir: „arrivederci“, eða sjáumst seinna.
Monday s TIMES wrap: Arrivederci #TomorrowsPapersToday pic.twitter.com/qDWTpE6R2E
— Allie Hodgkins-Brown (@AllieHBNews) July 11, 2021