Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júlí 2021 22:56 Fjölmennt var á Langahrygg á laugardag. KMU Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. Fyrir ferðamenn og þá sem gera út á eldgosið var þetta himnasending aðfararnótt laugardags þegar gígurinn fór aftur að spúa eldi og eimyrju eftir fjögurra daga goshlé. Bjartviðri var á svæðinu á laugardag, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2, og fékkst þá góð sýn af Langahrygg, sem orðinn er vinsælasti útsýnisstaðurinn. Af Langahrygg blasir eldgígurinn við. Fjær lengst til vinstri sést svonefndur Gónhóll, sem var aðalútsýnisstaðurinn áður en hraunið girti fyrir hann.KMU Þangað er um klukkustundar gangur frá bílastæðum við Suðurstrandarveg um gönguleið C. Í góðu skyggni sést þaðan vel yfir á gígopið en einnig yfir hraunbreiðurnar. Þyrluflugið tók einnig við sér þegar birti til og mátti sjá þrjár til fjórar þyrlur samtímis á sveimi yfir gosstöðvunum, bæði frá þyrluflugfélögum og Landhelgisgæslunni. Kraumandi hrauntjörnin í gígnum. Til hægri sést hraunáin renna frá gígnum um göng.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands Gæsluþyrlan flutti liðsmenn úr eldfjalla- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands á svæðið og tóku þeir þessar drónamyndir af gígnum til að gera úttekt á virkni hans. Jóna Sigurlína Pálmadóttir meistaranemi stýrði flugi drónans. Myndirnar sýna vel kraumandi hrauntjörnina en einnig hvernig hraunelfan rennur frá gígnum um göng. Þaðan flæddi hraunáin á talsverðum hraða til austurs niður í Meradali en þar ógnar hraunið engum mannvirkjum. Hraunáin rennur úr göngunum til Meradala.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands Erlendir ferðamenn virðast núna vera yfirgnæfandi í hópi gosferðalanga. Íslendingar sem voru á svæðinu giskuðu á að útlendingar væru um níutíu prósent gesta og mátti heyra þá hrópa af hrifningu þegar kvikustrókarnir þeyttust til himins. Lítið hefur sést til gossins í dag vegna þoku en óróamælir Veðurstofunnar á Fagradalsfjalli sýnir að það hefur haldið svipuðum takti í dag og var um helgina. Óróaritið sýnir að ekkert lát hefur verið á eldgosinu frá því það tók sig upp að nýju aðfararnótt laugardags eftir fjögurra sólarhringa hlé.Veðurstofa Íslands Samkvæmt teljurum voru um þrjú þúsund manns á staðnum á laugardag og litlu færri á sunnudag. Svo virðist sem slæmt skyggni breyti litlu um fjölda útlendinga. Þeir láta sér þá bara nægja að skoða nýja hraunið í Nátthaga en þangað er innan við hálftíma gangur frá þjóðveginum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Fyrir ferðamenn og þá sem gera út á eldgosið var þetta himnasending aðfararnótt laugardags þegar gígurinn fór aftur að spúa eldi og eimyrju eftir fjögurra daga goshlé. Bjartviðri var á svæðinu á laugardag, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2, og fékkst þá góð sýn af Langahrygg, sem orðinn er vinsælasti útsýnisstaðurinn. Af Langahrygg blasir eldgígurinn við. Fjær lengst til vinstri sést svonefndur Gónhóll, sem var aðalútsýnisstaðurinn áður en hraunið girti fyrir hann.KMU Þangað er um klukkustundar gangur frá bílastæðum við Suðurstrandarveg um gönguleið C. Í góðu skyggni sést þaðan vel yfir á gígopið en einnig yfir hraunbreiðurnar. Þyrluflugið tók einnig við sér þegar birti til og mátti sjá þrjár til fjórar þyrlur samtímis á sveimi yfir gosstöðvunum, bæði frá þyrluflugfélögum og Landhelgisgæslunni. Kraumandi hrauntjörnin í gígnum. Til hægri sést hraunáin renna frá gígnum um göng.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands Gæsluþyrlan flutti liðsmenn úr eldfjalla- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands á svæðið og tóku þeir þessar drónamyndir af gígnum til að gera úttekt á virkni hans. Jóna Sigurlína Pálmadóttir meistaranemi stýrði flugi drónans. Myndirnar sýna vel kraumandi hrauntjörnina en einnig hvernig hraunelfan rennur frá gígnum um göng. Þaðan flæddi hraunáin á talsverðum hraða til austurs niður í Meradali en þar ógnar hraunið engum mannvirkjum. Hraunáin rennur úr göngunum til Meradala.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands Erlendir ferðamenn virðast núna vera yfirgnæfandi í hópi gosferðalanga. Íslendingar sem voru á svæðinu giskuðu á að útlendingar væru um níutíu prósent gesta og mátti heyra þá hrópa af hrifningu þegar kvikustrókarnir þeyttust til himins. Lítið hefur sést til gossins í dag vegna þoku en óróamælir Veðurstofunnar á Fagradalsfjalli sýnir að það hefur haldið svipuðum takti í dag og var um helgina. Óróaritið sýnir að ekkert lát hefur verið á eldgosinu frá því það tók sig upp að nýju aðfararnótt laugardags eftir fjögurra sólarhringa hlé.Veðurstofa Íslands Samkvæmt teljurum voru um þrjú þúsund manns á staðnum á laugardag og litlu færri á sunnudag. Svo virðist sem slæmt skyggni breyti litlu um fjölda útlendinga. Þeir láta sér þá bara nægja að skoða nýja hraunið í Nátthaga en þangað er innan við hálftíma gangur frá þjóðveginum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira