Ástandsskoðun fasteigna ekki síður hagsmunir seljenda en kaupenda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. júlí 2021 12:01 Ragnar Ómarsson formaður Matsmannafélags Íslands segir félagið í áraraðir hafa bent á mikilvægi þess að festa í lög að ástandsskýrslur fylgi söluyfirlitum fasteigna. Vísir Formaður Matsmannafélags Íslands segir félagið hafa barist fyrir að ástandsskýrslur gerðar af fagfólki fylgi söluyfirlitum allra íbúðarfasteigna. Slíkt sé til hagsbóta fyrir alla. Þingsályktunartillaga þess efnis var lögð í fimmta sinn fyrir Alþingi í vor og ráðherra falið að undirbúa lagagfrumvarp. Fram kom í fréttum í gær að gallamálum í fasteignaviðskiptum hefur snarfjölgað síðustu misseri. Seljendur taki síður tilboð sem geri fyrirvara um ástandsskoðun fasteigna og kaupendur meðvitaðri en áður um rétt sinn. Ragnar Ómarsson formaður Matsmannafélags Íslands segir félagið í áraraðir hafa bent á mikilvægi þess að festa í lög að ástandsskýrslur fylgi söluyfirlitum fasteigna. „Þetta hefur verið eitt af stærri málum félagsins um 20 ára skeið. Við höfum reynt að koma okkar skoðunum á framfæri við opinbera aðila. Við teljum réttast að fyrir liggi ástandsskoðun fasteignar frá aðila sem hefur til þess þekkingu og kunnáttu sem metur ástand fasteignar sem á að selja og skráir í skýrslu þannig að ástand eignar sé öllum kunn þegar að sölu kemur,“ segir Ragnar. Matsmannafélag Íslands undirbúi að samræma vinnubrögð þeirra sem taka út fasteignir. „Skilyrði slíkra ástandsskoðanna yrði að sjálfsögðu að festa í lög og reglugerð af hálfu hins opinbera,“ segir Ragnar. Þingsályktunartillaga þess efnis var samþykkt á Alþingi í vor en þar er iðnaðarráðherra falið að undirbúa lagafrumvarp sem feli í sér að ástandsskýrslur gerðar af óháðu fagfólki fylgi söluyfirlitum alls íbúðafasteigna . Ragnar segir að frá 2004 hafi vilji Alþingis verið í þessa átt en málið einhvern veginn ekki náð lengra fyrr en í vor. „Ég geri þá ráð fyrir því að eftir kosningar undirbúi ráðherra löggjöf fyrir slíkt,“ segir Ragnar. Slík löggjöf sé til hagsbóta fyrir seljendur, kaupendur, tryggingarfélög og lánastofnanir . „Þetta er í raun og veru hagsmunamál allra sem koma að sölu fasteigna. Ástandsskoðun er trygging fyrir seljanda ekki síður en kaupanda. Annars er seljandi í þeirri stöðu, ef upp koma gallar eftir sölu, að hann þarf að bæta fyrir gallana. Það hefur ítrekað verið niðurstaða þeirra mála sem hafa komið til kasta dómstóla,“ segir Ragnar. Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Húsnæðismál Íslenskir bankar Tryggingar Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Fram kom í fréttum í gær að gallamálum í fasteignaviðskiptum hefur snarfjölgað síðustu misseri. Seljendur taki síður tilboð sem geri fyrirvara um ástandsskoðun fasteigna og kaupendur meðvitaðri en áður um rétt sinn. Ragnar Ómarsson formaður Matsmannafélags Íslands segir félagið í áraraðir hafa bent á mikilvægi þess að festa í lög að ástandsskýrslur fylgi söluyfirlitum fasteigna. „Þetta hefur verið eitt af stærri málum félagsins um 20 ára skeið. Við höfum reynt að koma okkar skoðunum á framfæri við opinbera aðila. Við teljum réttast að fyrir liggi ástandsskoðun fasteignar frá aðila sem hefur til þess þekkingu og kunnáttu sem metur ástand fasteignar sem á að selja og skráir í skýrslu þannig að ástand eignar sé öllum kunn þegar að sölu kemur,“ segir Ragnar. Matsmannafélag Íslands undirbúi að samræma vinnubrögð þeirra sem taka út fasteignir. „Skilyrði slíkra ástandsskoðanna yrði að sjálfsögðu að festa í lög og reglugerð af hálfu hins opinbera,“ segir Ragnar. Þingsályktunartillaga þess efnis var samþykkt á Alþingi í vor en þar er iðnaðarráðherra falið að undirbúa lagafrumvarp sem feli í sér að ástandsskýrslur gerðar af óháðu fagfólki fylgi söluyfirlitum alls íbúðafasteigna . Ragnar segir að frá 2004 hafi vilji Alþingis verið í þessa átt en málið einhvern veginn ekki náð lengra fyrr en í vor. „Ég geri þá ráð fyrir því að eftir kosningar undirbúi ráðherra löggjöf fyrir slíkt,“ segir Ragnar. Slík löggjöf sé til hagsbóta fyrir seljendur, kaupendur, tryggingarfélög og lánastofnanir . „Þetta er í raun og veru hagsmunamál allra sem koma að sölu fasteigna. Ástandsskoðun er trygging fyrir seljanda ekki síður en kaupanda. Annars er seljandi í þeirri stöðu, ef upp koma gallar eftir sölu, að hann þarf að bæta fyrir gallana. Það hefur ítrekað verið niðurstaða þeirra mála sem hafa komið til kasta dómstóla,“ segir Ragnar.
Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Húsnæðismál Íslenskir bankar Tryggingar Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira