Bólar ekkert á Instagram-reikningnum sjö mánuðum eftir hakk Snorri Másson skrifar 13. júlí 2021 23:01 Jelena Schally glataði Instagram-reikningi sínum í hendur hakkara í lok síðasta árs. Aðsend mynd Á meðan áhrifavaldar sem orðið hafa fyrir barðinu á tölvuþrjótum undanfarið binda flestir vonir við að endurheimta Instagram-reikninga sína, er ljóst að í sumum tilvikum er það borin von. Jelena Schally framleiðandi lenti í því í desember að hakkarar tóku yfir Instagram-reikning hennar. Þar með fóru tíu ár af ljósmyndum úr lífi hennar í vaskinn - og hún hefur hvorki séð tangur né tetur af þeim síðan þá. Jelena segir í samtali við Vísi að hún hafi þó lent í þeirri einkennilegu atburðarás að komast í nokkuð náin samskipti við þann sem hakkaði aðgang hennar. Hann fór á þeim tímapunkti mannavillt og ætlaði að hakka annan, en hakkaði hana. Þegar hann hafði síðan gert út af við reikning hennar var það óafturkræfur skaði. „Hann baðst í rauninni bara afsökunar af því að hann gerði þetta á röngum forsendum. Þá sendi hann mér skilaboð, í febrúar, og ætlaði að reyna að bæta mér þetta upp. Ég sagði að þú gætir ekkert bætt upp tíu glötuð ár af myndum og öllu lífi mínu. Síðan kíki ég á símann minn síðar um daginn og hafði þá fengið þúsund nýja fylgjendur. Það var hans leið til að segja fyrirgefðu,“ segir Jelena, sem bætir við að óþarft sé að taka það fram að sú afsökunarbeiðni var ekki fullnægjandi. Dæmi um skjáskot sem tölvuþrjótar senda á bráð sína.Aðsend mynd Jelena hafði samband við sinn hakkara í tengslum við þau mál sem nú er sagt frá í fjölmiðlum og sagðist hann þekkja til hver þar væri að verki - fært fólk úr iðrum internetsins. Enn liggur ekki fyrir hvort tilraunir áhrifavaldanna til að endurheimta reikninga sína beri árangur, eins og þær gerðu sannarlega ekki í tilfelli Jelenu. Á skjáskotinu hér að ofan, sem Jelena hafði samband við Vísi til að koma á framfæri, má sjá hvaða aðferðum hakkarar beita til að klekkja á fólki. Samfélagsmiðlar Netglæpir Netöryggi Tengdar fréttir Mikið tekjutap að missa aðganginn Áhrifavaldur sem varð fyrir barðinu á erlendum tölvuþrjóti segir árásina gríðarlegt áfall. Netöryggissérfræðingur segir málið afar sérstakt og telur mögulegt að einhver hér á landi hafi greitt þrjótinum fyrir árásina. 13. júlí 2021 20:38 Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Jelena Schally framleiðandi lenti í því í desember að hakkarar tóku yfir Instagram-reikning hennar. Þar með fóru tíu ár af ljósmyndum úr lífi hennar í vaskinn - og hún hefur hvorki séð tangur né tetur af þeim síðan þá. Jelena segir í samtali við Vísi að hún hafi þó lent í þeirri einkennilegu atburðarás að komast í nokkuð náin samskipti við þann sem hakkaði aðgang hennar. Hann fór á þeim tímapunkti mannavillt og ætlaði að hakka annan, en hakkaði hana. Þegar hann hafði síðan gert út af við reikning hennar var það óafturkræfur skaði. „Hann baðst í rauninni bara afsökunar af því að hann gerði þetta á röngum forsendum. Þá sendi hann mér skilaboð, í febrúar, og ætlaði að reyna að bæta mér þetta upp. Ég sagði að þú gætir ekkert bætt upp tíu glötuð ár af myndum og öllu lífi mínu. Síðan kíki ég á símann minn síðar um daginn og hafði þá fengið þúsund nýja fylgjendur. Það var hans leið til að segja fyrirgefðu,“ segir Jelena, sem bætir við að óþarft sé að taka það fram að sú afsökunarbeiðni var ekki fullnægjandi. Dæmi um skjáskot sem tölvuþrjótar senda á bráð sína.Aðsend mynd Jelena hafði samband við sinn hakkara í tengslum við þau mál sem nú er sagt frá í fjölmiðlum og sagðist hann þekkja til hver þar væri að verki - fært fólk úr iðrum internetsins. Enn liggur ekki fyrir hvort tilraunir áhrifavaldanna til að endurheimta reikninga sína beri árangur, eins og þær gerðu sannarlega ekki í tilfelli Jelenu. Á skjáskotinu hér að ofan, sem Jelena hafði samband við Vísi til að koma á framfæri, má sjá hvaða aðferðum hakkarar beita til að klekkja á fólki.
Samfélagsmiðlar Netglæpir Netöryggi Tengdar fréttir Mikið tekjutap að missa aðganginn Áhrifavaldur sem varð fyrir barðinu á erlendum tölvuþrjóti segir árásina gríðarlegt áfall. Netöryggissérfræðingur segir málið afar sérstakt og telur mögulegt að einhver hér á landi hafi greitt þrjótinum fyrir árásina. 13. júlí 2021 20:38 Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Mikið tekjutap að missa aðganginn Áhrifavaldur sem varð fyrir barðinu á erlendum tölvuþrjóti segir árásina gríðarlegt áfall. Netöryggissérfræðingur segir málið afar sérstakt og telur mögulegt að einhver hér á landi hafi greitt þrjótinum fyrir árásina. 13. júlí 2021 20:38
Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning