Tveir Ólympíufarar hittu forsetann á Bessastöðum, nefnilega Ásgeir Sigurgeirsson, sem keppir í skotfimi, og Guðni Valur Guðnason, sem keppir í kringlukasti.
Sundkapparnir voru staddir í Bandaríkjunum þaðan sem þau fljúga beint til Japan, en það eru þau Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir.
„Við hjónin sendum keppendum Íslands okkar bestu óskir um gott gengi í Tókýó. Áfram Ísland!“ skrifar Guðni á Facebook.