Saka lætur kynþáttaníðið ekki stöðva sig en gagnrýnir samfélagsmiðlarisana Sindri Sverrisson skrifar 15. júlí 2021 17:01 Hinn 19 ára gamli Bukayo Saka átti drjúgan þátt í að koma Englandi í úrslitaleik EM en spyrna hans í vítaspyrnukeppni úrslitaleiksins var varin af Gianluigi Donnarumma. EPA-EFE/Carl Recine „Ástin mun alltaf sigra,“ segir enski landsliðsmaðurinn Bukayo Saka í yfirlýsingu í kjölfar Evrópumótsins í fótbolta. Hann segir dapurlegt að samfélagsmiðlarisarnir skuli ekki geta stöðvað drulluna sem fær að fljóta á miðlunum. Saka, Marcus Rashford og Jadon Sancho voru beittir kynþáttaníði eftir að hafa mistekist að skora úr vítaspyrnum sínum í úrslitaleiknum gegn Ítalíu á EM. Saka tók síðustu spyrnu Englands og hefur Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands verið gagnrýndur fyrir að velja hinn 19 ára gamla Saka til að taka spyrnu undir svo mikilli pressu. Saka hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig eftir tapið og þakkar í yfirlýsingu fyrir fjölmörg hjartnæm skilaboð sem honum hafa borist. Það hafi verið heiður að tilheyra enska landsliðinu og komast með fóstbræðrum sínum í fyrsta úrslitaleik Englands í 55 ár. pic.twitter.com/KAibQRYH2T— Bukayo Saka (@BukayoSaka87) July 15, 2021 „Það eru engin orð til að lýsa því hve vonsvikinn ég er með niðurstöðuna og vítið mitt. Ég var viss um að við myndum vinna fyrir ykkur. Mér þykir fyrir því að við skyldum ekki landa þessu heim en ég lofa því að við gerum allt sem að við getum til að þessi kynslóð viti hvernig það er að vinna,“ segir Saka í yfirlýsingunni. „Viðbrögð mín í leikslok segja alla söguna. Ég var svo sár og svekktur og fannst ég hafa brugðist ykkur öllum og ensku landsliðsfjölskyldunni minni en ég get lofað ykkur einu. Ég mun ekki láta þessa stund eða neikvæðnina sem ég hef mætt síðustu daga brjóta mig niður,“ segir Saka og skýtur á samfélagsmiðlarisana: „Við samfélagsmiðlana Instagram, Twitter og Facebook vil ég segja að ég vil ekki að nokkurt barn eða fullorðin manneskja þurfi að þola þau hatursfullu og særandi skilaboð sem ég, Marcus og Jadon höfum fengið síðustu daga. Ég vissi um leið hvers lags hatri ég myndi mæta og það er dapurlegur raunveruleiki að ykkar öflugu miðlar geri ekki nóg til að stöðva þessi skilaboð,“ segir Saka, og bætir við að ekkert pláss sé fyrir rasisma í fótbolta eða nokkurs staðar í samfélaginu. Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Leikmenn unglingaliðs Portsmouth til rannsóknar vegna rasisma eftir úrslitaleikinn á EM Leikmenn unglingaliðs Portsmouth eru til rannsóknar vegna rasískra ummæla sem sumir þeirra létu falla eftir úrslitaleik EM. 15. júlí 2021 08:30 „Hatrið mun aldrei sigra“ Jadon Sancho segir að kynþáttafordómarnir sem hann varð fyrir eftir úrslitaleik EM hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir þó að hatrið muni aldrei sigra. 15. júlí 2021 08:00 Landsliðsmaður Englands tekur innanríkisráðherrann til bæna Enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings segir holan hljóm í gagnrýni Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á kynþáttaníð sem samherjar hans, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, urðu fyrir eftir úrslitaleik EM. 13. júlí 2021 08:02 Biðst afsökunar á vítinu Marcus Rashford hefur þurft að þola mikið kynþáttaníð eftir að hafa klúðrað víti í úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM í knattspyrnu. 12. júlí 2021 21:23 Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45 Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Sjá meira
Saka, Marcus Rashford og Jadon Sancho voru beittir kynþáttaníði eftir að hafa mistekist að skora úr vítaspyrnum sínum í úrslitaleiknum gegn Ítalíu á EM. Saka tók síðustu spyrnu Englands og hefur Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands verið gagnrýndur fyrir að velja hinn 19 ára gamla Saka til að taka spyrnu undir svo mikilli pressu. Saka hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig eftir tapið og þakkar í yfirlýsingu fyrir fjölmörg hjartnæm skilaboð sem honum hafa borist. Það hafi verið heiður að tilheyra enska landsliðinu og komast með fóstbræðrum sínum í fyrsta úrslitaleik Englands í 55 ár. pic.twitter.com/KAibQRYH2T— Bukayo Saka (@BukayoSaka87) July 15, 2021 „Það eru engin orð til að lýsa því hve vonsvikinn ég er með niðurstöðuna og vítið mitt. Ég var viss um að við myndum vinna fyrir ykkur. Mér þykir fyrir því að við skyldum ekki landa þessu heim en ég lofa því að við gerum allt sem að við getum til að þessi kynslóð viti hvernig það er að vinna,“ segir Saka í yfirlýsingunni. „Viðbrögð mín í leikslok segja alla söguna. Ég var svo sár og svekktur og fannst ég hafa brugðist ykkur öllum og ensku landsliðsfjölskyldunni minni en ég get lofað ykkur einu. Ég mun ekki láta þessa stund eða neikvæðnina sem ég hef mætt síðustu daga brjóta mig niður,“ segir Saka og skýtur á samfélagsmiðlarisana: „Við samfélagsmiðlana Instagram, Twitter og Facebook vil ég segja að ég vil ekki að nokkurt barn eða fullorðin manneskja þurfi að þola þau hatursfullu og særandi skilaboð sem ég, Marcus og Jadon höfum fengið síðustu daga. Ég vissi um leið hvers lags hatri ég myndi mæta og það er dapurlegur raunveruleiki að ykkar öflugu miðlar geri ekki nóg til að stöðva þessi skilaboð,“ segir Saka, og bætir við að ekkert pláss sé fyrir rasisma í fótbolta eða nokkurs staðar í samfélaginu.
Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Leikmenn unglingaliðs Portsmouth til rannsóknar vegna rasisma eftir úrslitaleikinn á EM Leikmenn unglingaliðs Portsmouth eru til rannsóknar vegna rasískra ummæla sem sumir þeirra létu falla eftir úrslitaleik EM. 15. júlí 2021 08:30 „Hatrið mun aldrei sigra“ Jadon Sancho segir að kynþáttafordómarnir sem hann varð fyrir eftir úrslitaleik EM hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir þó að hatrið muni aldrei sigra. 15. júlí 2021 08:00 Landsliðsmaður Englands tekur innanríkisráðherrann til bæna Enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings segir holan hljóm í gagnrýni Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á kynþáttaníð sem samherjar hans, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, urðu fyrir eftir úrslitaleik EM. 13. júlí 2021 08:02 Biðst afsökunar á vítinu Marcus Rashford hefur þurft að þola mikið kynþáttaníð eftir að hafa klúðrað víti í úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM í knattspyrnu. 12. júlí 2021 21:23 Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45 Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Sjá meira
Leikmenn unglingaliðs Portsmouth til rannsóknar vegna rasisma eftir úrslitaleikinn á EM Leikmenn unglingaliðs Portsmouth eru til rannsóknar vegna rasískra ummæla sem sumir þeirra létu falla eftir úrslitaleik EM. 15. júlí 2021 08:30
„Hatrið mun aldrei sigra“ Jadon Sancho segir að kynþáttafordómarnir sem hann varð fyrir eftir úrslitaleik EM hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir þó að hatrið muni aldrei sigra. 15. júlí 2021 08:00
Landsliðsmaður Englands tekur innanríkisráðherrann til bæna Enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings segir holan hljóm í gagnrýni Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á kynþáttaníð sem samherjar hans, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, urðu fyrir eftir úrslitaleik EM. 13. júlí 2021 08:02
Biðst afsökunar á vítinu Marcus Rashford hefur þurft að þola mikið kynþáttaníð eftir að hafa klúðrað víti í úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM í knattspyrnu. 12. júlí 2021 21:23
Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45
Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30