Aldrei eins mikið um tófu í Borgarbyggð og nú er Jakob Bjarnar skrifar 19. júlí 2021 16:08 Efri Hreppsmóri felldur sem er góð tilbreyting frá öllum Neðri Hreppsmórunum, segir refaskyttan sem hefur í nægu að snúast við að halda tófu í skefjum í Borgarbyggð. Birgir Hauksson Birgir Hauksson refaskytta hefur ekki séð annað eins af tófu í Borgarbyggð en hann hefur fengist við að skjóta ref frá 1983. „Já það er ansi mikið. Ég hef aldrei fyrr séð þetta svona,“ segir Birgir í samtali við Vísi. „Þéttust er tófubyggðin innst í Skorradal. Refaskyttan segir að skýringarnar á þessu geti verið ýmsar. „Kannski eðlilegt þar sem hlaðið er undir þær allan veturinn með hrosshræjum af mönnum sem ekkert vita hvað þeir eru að gera og veiða þar af leiðandi lítið sem ekkert. Birgir Hauksson refaskytta og veiðimaður.aðsend Eina sem hefst upp úr svoleiðis rugli er að það safnast tófa úr nærliggjandi sveitafélögum á þann stað sem býður upp á takmarkalaust ætisframboð,“ segir Birgir. Hann segir glórulaust að draga mikið af tófu inn í Skorradal þar sem allt er á kafi, ýmist í skógi eða lúpinu. „Það getur reynst snúið fyrir þann sem þarf að veiða að vori en skiftir engu fyrir þann sem fóðrar að vetrinum og er þar af leiðandi valdur af mergðinni.“ Að sögn Birgis eru amlóðar og áhugamenn um refaveiðar sem þarna leggja sitt að mörkum til þessa sem hann segir ófremdarástand. Tófan gengur í ætið fram að gottíma og leggst svo í öll greini í nágrenninu sem nánast undantekningarlaust eru í skógi og lúpínu. En um er að ræða uppsveitir Borgarfjarðar og nágrenni. Kvótakerfið klám í þessu samhengi Annað sem skiptir máli í þessu er að Borgarbyggð er með kvóta á því sem þeir borga árlega fyrir skottið og hefur sá háttur verið hafður á allt frá hruni 2008. „Í ár er kvótinn 27 stykki á hvern þann gömlu hreppa sem mynda Borgarbyggð. En var mun minni fyrir nokkrum árum. Þeir hafa verið að bæta við svona um 1-2 stykki á ári. Þeir juku tófukvótann til dæmis í ár um 2 stykki á hrepp en skáru minkakvótann niður um 5 kvikindi í staðinn,“ segir Birgir og ljóst að honum þykir það hlálegt, þó ekki sé honum skemmt. Birgir hefur fengist við að skjóta ref frá 1983 og hann hefur aldrei séð eins mikið af tófu og nú. Riffillinn sem hann notar á refaveiðar er Blaser r8, 6 xc og sjónaukinn er Zeiss.birgir hauksson „Sá kvóti fór úr 20 stykkjum niður í 15 stykki á hvern gömlu hreppana. Sem eru um tvær læður með hvolpum. Og þetta er aðal laxveiði svæði landsins!“ segir Birgir og vísar til þess að minkurinn er afar skæður í laxaseiðum auk þess sem hann gerir mikinn óskunda meðal varpfugla. Refar á fóðrum hjá viðvaningum Birgir segist aldrei hafa séð annað eins af tófu og nú, hann muni ekki eftir neinu í líkingu við þetta. „Og ástæðan fyrir mörgum refum í Skorradal er auðvitað þessi slaka frammistaða Borgarbyggðar. Ekki er um sama sveitarfélagið að ræða en rebbi virðir engin landamæri. Og svo þessi takmarkalausi aðgangur að æti yfir veturinn innst í dalnum. Og nánast ekkert veitt af því sem þar er á fóðrum, sem þýðir auðvitað betur haldnar tófur að vori og meiri viðkoma.“ Birgir segist ekki vita um neitt sveitarfélag sem er með kvóta á þessum veiðum annað en Borgarbyggð. „En ég veit svo sem ekki allt,“ segir refaskyttan, sem veit þó eitt og annað. Borgarbyggð Skorradalshreppur Dýr Tengdar fréttir Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Ekki að ástæðulausu að rebbi er svo hataður af bændum og búaliði. 8. september 2016 09:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Já það er ansi mikið. Ég hef aldrei fyrr séð þetta svona,“ segir Birgir í samtali við Vísi. „Þéttust er tófubyggðin innst í Skorradal. Refaskyttan segir að skýringarnar á þessu geti verið ýmsar. „Kannski eðlilegt þar sem hlaðið er undir þær allan veturinn með hrosshræjum af mönnum sem ekkert vita hvað þeir eru að gera og veiða þar af leiðandi lítið sem ekkert. Birgir Hauksson refaskytta og veiðimaður.aðsend Eina sem hefst upp úr svoleiðis rugli er að það safnast tófa úr nærliggjandi sveitafélögum á þann stað sem býður upp á takmarkalaust ætisframboð,“ segir Birgir. Hann segir glórulaust að draga mikið af tófu inn í Skorradal þar sem allt er á kafi, ýmist í skógi eða lúpinu. „Það getur reynst snúið fyrir þann sem þarf að veiða að vori en skiftir engu fyrir þann sem fóðrar að vetrinum og er þar af leiðandi valdur af mergðinni.“ Að sögn Birgis eru amlóðar og áhugamenn um refaveiðar sem þarna leggja sitt að mörkum til þessa sem hann segir ófremdarástand. Tófan gengur í ætið fram að gottíma og leggst svo í öll greini í nágrenninu sem nánast undantekningarlaust eru í skógi og lúpínu. En um er að ræða uppsveitir Borgarfjarðar og nágrenni. Kvótakerfið klám í þessu samhengi Annað sem skiptir máli í þessu er að Borgarbyggð er með kvóta á því sem þeir borga árlega fyrir skottið og hefur sá háttur verið hafður á allt frá hruni 2008. „Í ár er kvótinn 27 stykki á hvern þann gömlu hreppa sem mynda Borgarbyggð. En var mun minni fyrir nokkrum árum. Þeir hafa verið að bæta við svona um 1-2 stykki á ári. Þeir juku tófukvótann til dæmis í ár um 2 stykki á hrepp en skáru minkakvótann niður um 5 kvikindi í staðinn,“ segir Birgir og ljóst að honum þykir það hlálegt, þó ekki sé honum skemmt. Birgir hefur fengist við að skjóta ref frá 1983 og hann hefur aldrei séð eins mikið af tófu og nú. Riffillinn sem hann notar á refaveiðar er Blaser r8, 6 xc og sjónaukinn er Zeiss.birgir hauksson „Sá kvóti fór úr 20 stykkjum niður í 15 stykki á hvern gömlu hreppana. Sem eru um tvær læður með hvolpum. Og þetta er aðal laxveiði svæði landsins!“ segir Birgir og vísar til þess að minkurinn er afar skæður í laxaseiðum auk þess sem hann gerir mikinn óskunda meðal varpfugla. Refar á fóðrum hjá viðvaningum Birgir segist aldrei hafa séð annað eins af tófu og nú, hann muni ekki eftir neinu í líkingu við þetta. „Og ástæðan fyrir mörgum refum í Skorradal er auðvitað þessi slaka frammistaða Borgarbyggðar. Ekki er um sama sveitarfélagið að ræða en rebbi virðir engin landamæri. Og svo þessi takmarkalausi aðgangur að æti yfir veturinn innst í dalnum. Og nánast ekkert veitt af því sem þar er á fóðrum, sem þýðir auðvitað betur haldnar tófur að vori og meiri viðkoma.“ Birgir segist ekki vita um neitt sveitarfélag sem er með kvóta á þessum veiðum annað en Borgarbyggð. „En ég veit svo sem ekki allt,“ segir refaskyttan, sem veit þó eitt og annað.
Borgarbyggð Skorradalshreppur Dýr Tengdar fréttir Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Ekki að ástæðulausu að rebbi er svo hataður af bændum og búaliði. 8. september 2016 09:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Ekki að ástæðulausu að rebbi er svo hataður af bændum og búaliði. 8. september 2016 09:15