Allsendis óvíst hvernig Íslendingar taka Glerársandi Snorri Másson skrifar 19. júlí 2021 20:45 Akureyringurinn Baldvin Z er með nýja seríu á leiðinni, Svörtusanda. Stöð 2 Íslenskir áhorfendur eru líklegir til að klóra sér í kollinum sem aldrei fyrr yfir skáldaða og margsamsetta bænum Glerársandi, sem er sögusvið einnar metnaðarfyllstu sjónvarpsseríu síðari tíma hér á landi. Leikstjórinn segir að serían verði „ógeðslega spennandi.“ Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan er nú rekið sjúkrahús og lögreglustöð í Víðinesi á Kjalarnesi rétt suðvestur af Esjunni, eða svo virðist alla vega vera við fyrstu sýn. Í raun og veru er þetta allt saman til sýnis; þetta er hluti af sannfærandi leikmynd sem komið hefur verið fyrir í gamla vistheimilinu, þar sem verið er að leggja lokahönd á tökur á einu allra stærsta kvikmyndaverkefni ársins á Íslandi. Það eru sjónvarpsþættirnir Svörtusandar og sjúkrahúsið og lögreglustöðin verða samkvæmt söguheiminum staðsettir í bæ sem er skáldaður frá grunni, Glerársandi. „Þetta er „dark romantic thriller“ sem segir frá ástum og örlögum fólks í litlu smáþorpi úti á landi, sem við köllum Glerársanda. Þannig að við bjuggum til nýtt þorp á Íslandi. Ég veit ekki hvernig það á eftir að leggjast í fólkið, en þetta er afar spennandi sjónvarpssería sem hefur verið í tökum bara núna síðan í byrjun apríl.“ Leikstjórinn segir að í raun sé líklega verið að fremja Íslandsmet í að skálda saman sögusvið. Saga fyrir Íslendinga, en útlenskir áhorfendur fá vissulega að sjá landið Þættirnir verða átta talsins og verða frumsýndir á Stöð 2 - en einnig hefur verið samið við fjölda erlendra sjónvarpsstöðva um sýningarréttinn. Svörtusandar eru stærsta verkefni sem Baldvin Z hefur tekist á við frá upphafi og er hann þó ábyrgur fyrir stórmyndum á borð við Vonarstræti og Lof mér að falla. „Þetta er saga fyrir Íslendinga, og þetta er saga fyrir eiginlega bara alla.” Í Svörtusöndum finnst lík á sekúndu þrettán, þetta eru spennuþættir og útlendingar sem horfa fá að sjá Ísland - en í kvikmyndatökunni og frásagnaraðferðinni kveður að sögn leikstjórans við nýjan tón í íslenskri kvikmyndagerð. „Ég held að við nálgumst það bara á áhugaverðan hátt í þessari seríu. Útlendingar fá alveg að sjá Ísland, það er engin spurning, en það sem við gerðum sem er mjög skemmtilegt í þessari seríu er að við grípum andrúmsloftið í kringum Kirkjubæjarklaustur og Vík. Fyrstu fjórir þættirnir á meðan við erum að byggja undir það sem koma skal dettur umhverfið hægt og rólega út og persónurnar taka við.” Áður en áhorfendur vita af verði þeir búnir að vera djúpt sokknir í sálarlíf aðalpersónanna þáttum saman, en þær eru eru meðal annars leiknar af Aldísi Amah Hamilton, Þór Tulinius og Aroni Má Ólafssyni. “Ég ætla að segja þau stóru orð að við séum að fara í spennuseríu sem er bara ógeðslega spennandi. Þetta fjallar ekki um hver er morðinginn heldur bara hvað kom fyrir þetta fólk.” Ný Netflix-sería Baltasars Kormáks, Katla, er tekin upp á svipuðum slóðum en staðsetningarnar eru ólíkar. Baldvin segir að sú sería hafi ekki gert nema opna sviðið fyrir fleiri seríum í svipuðum anda. Mýrdalshreppur Reykjavík Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Skaftárhreppur Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Sjá meira
Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan er nú rekið sjúkrahús og lögreglustöð í Víðinesi á Kjalarnesi rétt suðvestur af Esjunni, eða svo virðist alla vega vera við fyrstu sýn. Í raun og veru er þetta allt saman til sýnis; þetta er hluti af sannfærandi leikmynd sem komið hefur verið fyrir í gamla vistheimilinu, þar sem verið er að leggja lokahönd á tökur á einu allra stærsta kvikmyndaverkefni ársins á Íslandi. Það eru sjónvarpsþættirnir Svörtusandar og sjúkrahúsið og lögreglustöðin verða samkvæmt söguheiminum staðsettir í bæ sem er skáldaður frá grunni, Glerársandi. „Þetta er „dark romantic thriller“ sem segir frá ástum og örlögum fólks í litlu smáþorpi úti á landi, sem við köllum Glerársanda. Þannig að við bjuggum til nýtt þorp á Íslandi. Ég veit ekki hvernig það á eftir að leggjast í fólkið, en þetta er afar spennandi sjónvarpssería sem hefur verið í tökum bara núna síðan í byrjun apríl.“ Leikstjórinn segir að í raun sé líklega verið að fremja Íslandsmet í að skálda saman sögusvið. Saga fyrir Íslendinga, en útlenskir áhorfendur fá vissulega að sjá landið Þættirnir verða átta talsins og verða frumsýndir á Stöð 2 - en einnig hefur verið samið við fjölda erlendra sjónvarpsstöðva um sýningarréttinn. Svörtusandar eru stærsta verkefni sem Baldvin Z hefur tekist á við frá upphafi og er hann þó ábyrgur fyrir stórmyndum á borð við Vonarstræti og Lof mér að falla. „Þetta er saga fyrir Íslendinga, og þetta er saga fyrir eiginlega bara alla.” Í Svörtusöndum finnst lík á sekúndu þrettán, þetta eru spennuþættir og útlendingar sem horfa fá að sjá Ísland - en í kvikmyndatökunni og frásagnaraðferðinni kveður að sögn leikstjórans við nýjan tón í íslenskri kvikmyndagerð. „Ég held að við nálgumst það bara á áhugaverðan hátt í þessari seríu. Útlendingar fá alveg að sjá Ísland, það er engin spurning, en það sem við gerðum sem er mjög skemmtilegt í þessari seríu er að við grípum andrúmsloftið í kringum Kirkjubæjarklaustur og Vík. Fyrstu fjórir þættirnir á meðan við erum að byggja undir það sem koma skal dettur umhverfið hægt og rólega út og persónurnar taka við.” Áður en áhorfendur vita af verði þeir búnir að vera djúpt sokknir í sálarlíf aðalpersónanna þáttum saman, en þær eru eru meðal annars leiknar af Aldísi Amah Hamilton, Þór Tulinius og Aroni Má Ólafssyni. “Ég ætla að segja þau stóru orð að við séum að fara í spennuseríu sem er bara ógeðslega spennandi. Þetta fjallar ekki um hver er morðinginn heldur bara hvað kom fyrir þetta fólk.” Ný Netflix-sería Baltasars Kormáks, Katla, er tekin upp á svipuðum slóðum en staðsetningarnar eru ólíkar. Baldvin segir að sú sería hafi ekki gert nema opna sviðið fyrir fleiri seríum í svipuðum anda.
Mýrdalshreppur Reykjavík Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Skaftárhreppur Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Sjá meira