Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum Árni Sæberg skrifar 20. júlí 2021 13:22 Ísraelska hugbúnaðarfyrirtækið NSO selur njósnaforritið Pegasus. Jack Guez/Getty Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum, þar á meðal The Guardian, hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. Samstarfsverkefnið hefur fengið nafnið the Pegasus Project eða Pegasus verkefnið. Pegasus er forrit sem ísraelska hugbúnaðarfyrirtækið NSO Group selur stjórnvöldum um allan heim. Forritið gerir stjórnvöldum kleift að nálgast upplýsingar úr farsímum fólks og jafn vel kveikja á hljóðnema og myndavél síma. Fyrirtækið segir forritið einungis ætlað sem verkfæri í baráttu gegn glæpum og hryðjuverkum. Þá segist fyrirtækið einungis selja forritið ríkjum sem virða mannréttindi þegna sinna. 50 þúsund símar mögulega sýktir af búnaðinum Í gagnaleka sem barst til franska blaðamennskufélagsins Forbidden Stories og Amnesty International var að finna lista yfir rúmlega fimmtíu þúsund símanúmer sem höfðu verið notuð af Pegasus. Minnst fimmtíu símanúmer á listanum tengjast Andrés Manúel López Obrador, forseta Mexíkó. Talið er að njósnað hafi verið um konu, börn, aðstoðarmenn og jafn vel lækna forsetans þegar hann var enn í stjórnarandstöðu. Símanúmer Rahúls Gandhí, helsta stjórnmálaandstæðings Nerendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er einnig á listanum, Stjórnarandstæðingar á Indlandi hafa sakað stjórnvöld um að vera sek um umfangsmiklar njósnir. „Ef þessar upplýsingar eru réttar er umfang og eðli eftirlitsins meira en árás á frelsi einstaklinga. Það er árás á lýðræðislegar stoðir landsins okkar. Það þarf að rannsaka þetta í þaula og bera kennsl á þá sem bera ábyrgð og refsa þeim.“ segir Gandhi. Carine Kanimba er ein þeirra sem fylgst hefur verið með með Pegasus. Hún er dóttir Paul Rusesabagina, aðgerðasinnans frá Rúanda sem bjargaði rúmlega þúsund flóttamönnum í þjóðarmorðinu í Rúanda. Hann er nú fangi Rúanskra yfirvalda. Lekinn hefur haft víðtæk áhrif á efnahagslífið Hlutabréfaverð í Apple hefur fallið um 2,4 prósent í dag þar sem fjárfestar óttast að Pegasus geti tekið yfir nýjustu útgáfu Iphone síma. Apple segir að fyrirtækið sé leiðandi á markaði í öryggismálum og að símar þess séu öruggustu símar sem neytendur geta keypt. Þá hefur Amazon hætt öllum viðskiptum við NSO en Amazon hýsti starfsemi fyrirtækisins á netþjónum sínum. Snowden fordæmir njósnirnar Uppljóstrarinn Edward Snowden segist óttast að Pegasus sé svo öflugt, og njósnabúnaður eins og það svo hættulegur, að banna ætti sölu á því á alþjóðavísu. „Ef þeir eru búnir að finna leið til að hakka einn Iphone, geta þeir hakkað þá alla,“ segir Snowden. Hann heldur því fram að njósnabúnað ætti að fara með á sama hátt og kjarnorkuvopn. Verulega eigi að hamla viðskipti með hann. Ísrael Tölvuárásir Mexíkó Indland Tengdar fréttir Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Fleiri fréttir Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Sjá meira
Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum, þar á meðal The Guardian, hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. Samstarfsverkefnið hefur fengið nafnið the Pegasus Project eða Pegasus verkefnið. Pegasus er forrit sem ísraelska hugbúnaðarfyrirtækið NSO Group selur stjórnvöldum um allan heim. Forritið gerir stjórnvöldum kleift að nálgast upplýsingar úr farsímum fólks og jafn vel kveikja á hljóðnema og myndavél síma. Fyrirtækið segir forritið einungis ætlað sem verkfæri í baráttu gegn glæpum og hryðjuverkum. Þá segist fyrirtækið einungis selja forritið ríkjum sem virða mannréttindi þegna sinna. 50 þúsund símar mögulega sýktir af búnaðinum Í gagnaleka sem barst til franska blaðamennskufélagsins Forbidden Stories og Amnesty International var að finna lista yfir rúmlega fimmtíu þúsund símanúmer sem höfðu verið notuð af Pegasus. Minnst fimmtíu símanúmer á listanum tengjast Andrés Manúel López Obrador, forseta Mexíkó. Talið er að njósnað hafi verið um konu, börn, aðstoðarmenn og jafn vel lækna forsetans þegar hann var enn í stjórnarandstöðu. Símanúmer Rahúls Gandhí, helsta stjórnmálaandstæðings Nerendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er einnig á listanum, Stjórnarandstæðingar á Indlandi hafa sakað stjórnvöld um að vera sek um umfangsmiklar njósnir. „Ef þessar upplýsingar eru réttar er umfang og eðli eftirlitsins meira en árás á frelsi einstaklinga. Það er árás á lýðræðislegar stoðir landsins okkar. Það þarf að rannsaka þetta í þaula og bera kennsl á þá sem bera ábyrgð og refsa þeim.“ segir Gandhi. Carine Kanimba er ein þeirra sem fylgst hefur verið með með Pegasus. Hún er dóttir Paul Rusesabagina, aðgerðasinnans frá Rúanda sem bjargaði rúmlega þúsund flóttamönnum í þjóðarmorðinu í Rúanda. Hann er nú fangi Rúanskra yfirvalda. Lekinn hefur haft víðtæk áhrif á efnahagslífið Hlutabréfaverð í Apple hefur fallið um 2,4 prósent í dag þar sem fjárfestar óttast að Pegasus geti tekið yfir nýjustu útgáfu Iphone síma. Apple segir að fyrirtækið sé leiðandi á markaði í öryggismálum og að símar þess séu öruggustu símar sem neytendur geta keypt. Þá hefur Amazon hætt öllum viðskiptum við NSO en Amazon hýsti starfsemi fyrirtækisins á netþjónum sínum. Snowden fordæmir njósnirnar Uppljóstrarinn Edward Snowden segist óttast að Pegasus sé svo öflugt, og njósnabúnaður eins og það svo hættulegur, að banna ætti sölu á því á alþjóðavísu. „Ef þeir eru búnir að finna leið til að hakka einn Iphone, geta þeir hakkað þá alla,“ segir Snowden. Hann heldur því fram að njósnabúnað ætti að fara með á sama hátt og kjarnorkuvopn. Verulega eigi að hamla viðskipti með hann.
Ísrael Tölvuárásir Mexíkó Indland Tengdar fréttir Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Fleiri fréttir Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Sjá meira
Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25