Þetta kemur fram í færslu Eldfjallahóps Háskóla Íslands. Hópurinn hefur skoðað eldgosavá á Reykjanesskaga frá árinu 2001 og fylgst náið með gosinu í Geldingadölum.
„Einfaldur bakumslags-útreikningur á þessum mælingum gefur til kynna að flæðið inn í Meradali á þessu tímabili var c.a. 3 rúmmetrar á sekúndu, sem er um það bil þriðjungur af heildaruppstreyminu í gígnum, ef miðað er við heildarflæði upp á 10 m3/s,“ segir í færslunni.