Seðlabankinn í snúinni stöðu Snorri Másson skrifar 23. júlí 2021 12:14 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur boðað vaxtahækkanir á næstu mánuðum, en þær eru tvíeggja sverð. Stöð 2/Arnar Seðlabankinn er í snúinni stöðu að mati hagfræðings í greiningardeild Íslandsbanka. Verðbólgan er ekki að hjaðna eins hratt og vonast var til en á sama eru hærri vextir, sem væru líklegastir til að vinna almennilega á henni, ekki endilega ákjósanlegir í bágu efnahagsástandinu sem nú ríkir. Verðbólgan hækkaði um 0,16 prósent á milli mánaða í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Ársverðbólgan, sem sagt vísitala neysluverðs í júlí 2021 samanborin við vísitölu neysluverðs í júlí 2020, nam 4,3%. Það þýðir að verð voru almennt 4,3% hærri í júlí en í júlí árinu fyrr. Greiningardeild Íslandsbanka hafði gert ráð fyrir að ársverðbólgan hjaðnaði hraðar eftir að hún náði hápunkti í 4,6% í apríl. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka. „Hún er að hjaðna aðeins hægar en við gerðum ráð fyrir í fyrstu. Við teljum að hún verði við markmið á þriðja ársfjórðungi næsta árs. En hún er að hjaðna örlítið hægar af því að húsnæðisverð er að hækka svo mikið, miklu meira en við töldum í fyrstu. Svo hafa verið aðrar hækkanir; líkt og flugverð hækkaði á milli mánaða, hrávöruverð og eldsneytisverð. Það hefur áhrif á verðbólgu hér,“ segir Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka. Ekki góð áhrif á landann Hvað þýðir þetta fyrir hinn almenna Íslending? „Þetta hefur auðvitað ekki góð áhrif á landann. Ef við tölum bara um fólkið í landinu hefur það minni pening á milli handanna þegar verð eru að hækka,“ segir Bergþóra. Íslandsbanki gerir ráð fyrir að Seðlabankinn hækki vexti á næstu mánuðum þótt hann krefjist þess ekki að ráðist sé í það núna strax. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans er væntanleg í ágúst. „Þetta er auðvitað snúin staða, að halda verðbólgunni niðri en reyna líka að örva hagkerfið okkar þegar við erum í meiri niðursveiflu vegna Covid-faraldursins. Að hækka vexti getur haft ekki rosalega góðar afleiðingar fyrir fyrirtæki meðal annars,“ segir Bergþóra og bætir við að hið sama gildi um skuldsett heimili sem hafi endurfjármagnað sín húsnæðislán. Annað sem skipti sköpum fyrir hagvöxt í landinu sé ferðaþjónustan, en viðspyrnu þeirrar greinar er nú teflt í tvísýnu af yfirvofandi sóttvarnaráðstöfunum vegna nýrrar bylgju veirunnar. „Auðvitað reiðum við okkur á ferðaþjónustuna hvað varðar hagvöxt hér á landi og þetta getur haft mikil áhrif. Það verður bara að koma í ljós hvað stjórnvöld gera í dag en við vonum svo sannarlega að ferðamenn geti enn komið til landsins,“ segir Bergþóra. Verð á flugfargjöldum hækkaði um 11% á milli mánaða Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júlí 2021, er 503,5 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,16% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 427,3 stig og lækkar um 0,05% frá júní 2021. Sumarútsölur hafa verið í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 5,3% (áhrif á vísitöluna -0,20%). Verð á flugfargjöldum til útlanda hækkaði um 11,1% (0,16%), kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,9% (0,14%) og verð á bensíni og olíum hækkaði um 3,9% (0,12%). Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,4%. Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í júlí 2021, sem er 503,5 stig, gildir til verðtryggingar í september 2021. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 9.942 stig fyrir september 2021. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Mest lesið Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Verðbólgan hækkaði um 0,16 prósent á milli mánaða í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Ársverðbólgan, sem sagt vísitala neysluverðs í júlí 2021 samanborin við vísitölu neysluverðs í júlí 2020, nam 4,3%. Það þýðir að verð voru almennt 4,3% hærri í júlí en í júlí árinu fyrr. Greiningardeild Íslandsbanka hafði gert ráð fyrir að ársverðbólgan hjaðnaði hraðar eftir að hún náði hápunkti í 4,6% í apríl. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka. „Hún er að hjaðna aðeins hægar en við gerðum ráð fyrir í fyrstu. Við teljum að hún verði við markmið á þriðja ársfjórðungi næsta árs. En hún er að hjaðna örlítið hægar af því að húsnæðisverð er að hækka svo mikið, miklu meira en við töldum í fyrstu. Svo hafa verið aðrar hækkanir; líkt og flugverð hækkaði á milli mánaða, hrávöruverð og eldsneytisverð. Það hefur áhrif á verðbólgu hér,“ segir Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka. Ekki góð áhrif á landann Hvað þýðir þetta fyrir hinn almenna Íslending? „Þetta hefur auðvitað ekki góð áhrif á landann. Ef við tölum bara um fólkið í landinu hefur það minni pening á milli handanna þegar verð eru að hækka,“ segir Bergþóra. Íslandsbanki gerir ráð fyrir að Seðlabankinn hækki vexti á næstu mánuðum þótt hann krefjist þess ekki að ráðist sé í það núna strax. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans er væntanleg í ágúst. „Þetta er auðvitað snúin staða, að halda verðbólgunni niðri en reyna líka að örva hagkerfið okkar þegar við erum í meiri niðursveiflu vegna Covid-faraldursins. Að hækka vexti getur haft ekki rosalega góðar afleiðingar fyrir fyrirtæki meðal annars,“ segir Bergþóra og bætir við að hið sama gildi um skuldsett heimili sem hafi endurfjármagnað sín húsnæðislán. Annað sem skipti sköpum fyrir hagvöxt í landinu sé ferðaþjónustan, en viðspyrnu þeirrar greinar er nú teflt í tvísýnu af yfirvofandi sóttvarnaráðstöfunum vegna nýrrar bylgju veirunnar. „Auðvitað reiðum við okkur á ferðaþjónustuna hvað varðar hagvöxt hér á landi og þetta getur haft mikil áhrif. Það verður bara að koma í ljós hvað stjórnvöld gera í dag en við vonum svo sannarlega að ferðamenn geti enn komið til landsins,“ segir Bergþóra. Verð á flugfargjöldum hækkaði um 11% á milli mánaða Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júlí 2021, er 503,5 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,16% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 427,3 stig og lækkar um 0,05% frá júní 2021. Sumarútsölur hafa verið í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 5,3% (áhrif á vísitöluna -0,20%). Verð á flugfargjöldum til útlanda hækkaði um 11,1% (0,16%), kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,9% (0,14%) og verð á bensíni og olíum hækkaði um 3,9% (0,12%). Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,4%. Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í júlí 2021, sem er 503,5 stig, gildir til verðtryggingar í september 2021. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 9.942 stig fyrir september 2021.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Mest lesið Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent