Thomas var lykilmaður í liði Þórs á seinasta tímabili þegar að félagið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögunni. Þá skoraði hann 20 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar að meðaltali í leik.
Ventspils hefur tíu sinnum orðið lettneskur meistari, nú seinast árið 2018. Þá hefur liðið ekki endað neðar en þriðja sæti síðan tímabilið 1996-1997, en liðið hefur einnig leikið í Meistaradeild Evrópu.
Það er ljóst að þetta er stórt skarð fyrir Íslandsmeistarana að fylla, en Styrmir Snær Þrastarson er á leiðinni í háskólaboltann í Bandaríkjunum og munu þeir því einnig sakna hans.