Brynjar segir Gísla Martein stíflaðan af woke- og RÚV-frekju Jakob Bjarnar skrifar 26. júlí 2021 16:38 Brynjar Níelsson þingmaður ritar pistil þar sem hann leiðir að því líkur að Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður sé ekki eins frjálslyndur og hann gefur sig út fyrir að vera. Þetta gerir Brynjar á Facebooksíðu sinni: „Gamli flokksbróðir minn, Gísli Marteinn, fór mikinn á Tvitter fyrir stuttu þegar hann kvartaði sáran yfir skilningsleysi íhaldsmanna á woke fólki sem hann segir frjálslynt fólk sem berjist fyrir mannréttindum og gegn Brexit. Woke fólkið, eða góða fólkið eins og það er stundum nefnt, þarf að halda vöku sinni gegn þessu vonda íhaldi. Mátti helst skilja á Gísla Marteini að allir þeir sem ekki vilja vera í ESB væru forpokaðir íhaldsmenn og stæðu gegn mannréttindum og alþjóðasamstarfi,“ segir Brynjar og vísar til færslu Gísla Marteins á Twitter. Það segir mjög mikla sögu um mikilvægi Rúv hvað fólkið með allar verstu skoðanir landsins hatar stofnunina mikið. Alveg einsog hjá öfgahægri flokkum í Evrópu, vill þetta fólk ekki leggja almannaútvarpið niður - það vill bara breyta því hvaða skoðanir heyrast þar og hverjar ekki.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) July 25, 2021 Þar segir Gísli Marteinn það segja mjög mikla sögu um mikilvægi RÚV „hvað fólkið með allar verstu skoðanir landsins hatar stofnunina mikið. Alveg einsog hjá öfgahægri flokkum í Evrópu, vill þetta fólk ekki leggja almannaútvarpið niður - það vill bara breyta því hvaða skoðanir heyrast þar og hverjar ekki.“ Brynjar segist ekki hata RÚV þó hann telji það úrelt í núverandi mynd og ekki forsvaranlegt að láta almenning greiða marga milljarða á ári „svo vinir og vandamenn þar geti verið á einkaflippi og farið einungis að lögum þegar hentar.“ Hræsni Woke-liðsins Vandamálið að mati Brynjars er að „þetta woke lið“, sem Brynjar telur Gísla hluta af, sé alls ekkert frjálslynt og örugglega ekki betra en annað fólk. „Óhjákvæmilegur fylgifiskur frjálslyndis er umburðarlyndi. Að umbera fólk með aðrar skoðanir í stað útilokunar. Í raun er mest áberandi woke fólkið uppfullt af pólitískri rétthugsun, sem er annað nafn yfir ofstæki. Því finnst að mannréttindi, ekki síst tjáningarfrelsið, snúist bara um þeirra skoðanir og athafnir. Sjálfhverfan er algjör. Því finnst allt leyfilegt í nafni eigin réttlætis, jafnvel víkja til hliðar reglum réttarríkisins.“ Brynjar telur Gísla fastan í búbblu uppí Efstaleyti og það sé einkennandi fyrir woke fólkið að líta svo á að þeir sem eru með aðrar skoðanir sé hatursfólk. „Ég ætla ekki að halda því fram að Gísli Marteinn sé uppfullur af hatri en skrif hans bera greinileg merki um mikla andúð og óþol gagnvart andstæðum skoðunum. Slíkt fólk getur ekki skreytt sig með fjöðrum frjálslyndis. Ef það er ekki beinlínis ofstækisfullt þá er það að minnsta kosti stíflað af frekju.“ Áður draumaprins Sjálfstæðisflokksins nú fortíðarmartröð Pistill Brynjars felur sérlega vel í kramið hjá vinum hans þar og hafa vel á 600 manns gefið til kynna að þar sé vel mælt. Sé litið til fortíðar Gísla Marteins er þarna meira undirliggjandi en hefðbundinn Facebook-skætingur. Nefnilega flokkspólitísk átök. Gísli Marteinn var borgarstjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bauð sig fram sem oddviti flokksins í borginni en hefur hins vegar ekki gefið sig að pólitík eftir að hann tók að starfa á Ríkisútvarpinu. Eða eins og einn sem leggur orð í belg á Facebook-síðu Brynjars segir: „Þessi Gísli Marteinn, var eitt sinn draumaprins Sjálfstæðisflokksins en er í dag fortíðarmartröð sama flokks!“ Sú var tíðin. Úr Fréttablaðinu 30/8 2005. Þá var Gísli Marteinn talinn ein helsta vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins og ekki að ástæðulausu.skjáskot Margir vilja tjá sig um efni pistilsins. Ýmsir telja Gísla Martein firrtan Ríkisútvarpsmann: „Gott að einhver hafi þor til að tala upphátt um framferði þessa sjálfhverfa hústökufólks á ekki fréttastofu RÚV.“ Þingmenn Viðreisnar og Pírata vilja setja niður fótinn Fáir vilja bera blak að Gísla Marteini eftir þessa messu Brynjars, ekki á þessum vettvangi en þeir eru þó til. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sem vill snúa andskotanum upp á ömmu sína: „"og farið einungis að lögum þegar hentar" --- hahaha, þetta er endalaust kaldhæðnislegt. Sérstaklega gaman að sjá freka fólkið agnúast út í gagnrýni á eigin frekju - en það er nákvæmlega það sem woke fólkið er að gera. Það er löngu komið með ógeð á yfirgangi íhaldsins og þröngri skilgreiningu þess á það hvað er frjálslyndi.“ Og Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar segist ekki mjög vel að sér í þessum hártogunum öllum, sem hún segir einkennandi og spyr: „Hver er munurinn á þessari skrifum þínum hér (einu sinni sem oftar) um woke fólkið sem fer svona í taugarnar á þér og svo skrifum þess? Eru ekki allir bara að nýta sér mikilvægt tjáningarfrelsi sitt til að koma skoðunum sínum á framfæri? Af hverju er þetta ,,frábær pistill” hjá þér, en sambærileg orðræða woke fólksins er ,,tilraun til þöggunar”?“ Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Þetta gerir Brynjar á Facebooksíðu sinni: „Gamli flokksbróðir minn, Gísli Marteinn, fór mikinn á Tvitter fyrir stuttu þegar hann kvartaði sáran yfir skilningsleysi íhaldsmanna á woke fólki sem hann segir frjálslynt fólk sem berjist fyrir mannréttindum og gegn Brexit. Woke fólkið, eða góða fólkið eins og það er stundum nefnt, þarf að halda vöku sinni gegn þessu vonda íhaldi. Mátti helst skilja á Gísla Marteini að allir þeir sem ekki vilja vera í ESB væru forpokaðir íhaldsmenn og stæðu gegn mannréttindum og alþjóðasamstarfi,“ segir Brynjar og vísar til færslu Gísla Marteins á Twitter. Það segir mjög mikla sögu um mikilvægi Rúv hvað fólkið með allar verstu skoðanir landsins hatar stofnunina mikið. Alveg einsog hjá öfgahægri flokkum í Evrópu, vill þetta fólk ekki leggja almannaútvarpið niður - það vill bara breyta því hvaða skoðanir heyrast þar og hverjar ekki.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) July 25, 2021 Þar segir Gísli Marteinn það segja mjög mikla sögu um mikilvægi RÚV „hvað fólkið með allar verstu skoðanir landsins hatar stofnunina mikið. Alveg einsog hjá öfgahægri flokkum í Evrópu, vill þetta fólk ekki leggja almannaútvarpið niður - það vill bara breyta því hvaða skoðanir heyrast þar og hverjar ekki.“ Brynjar segist ekki hata RÚV þó hann telji það úrelt í núverandi mynd og ekki forsvaranlegt að láta almenning greiða marga milljarða á ári „svo vinir og vandamenn þar geti verið á einkaflippi og farið einungis að lögum þegar hentar.“ Hræsni Woke-liðsins Vandamálið að mati Brynjars er að „þetta woke lið“, sem Brynjar telur Gísla hluta af, sé alls ekkert frjálslynt og örugglega ekki betra en annað fólk. „Óhjákvæmilegur fylgifiskur frjálslyndis er umburðarlyndi. Að umbera fólk með aðrar skoðanir í stað útilokunar. Í raun er mest áberandi woke fólkið uppfullt af pólitískri rétthugsun, sem er annað nafn yfir ofstæki. Því finnst að mannréttindi, ekki síst tjáningarfrelsið, snúist bara um þeirra skoðanir og athafnir. Sjálfhverfan er algjör. Því finnst allt leyfilegt í nafni eigin réttlætis, jafnvel víkja til hliðar reglum réttarríkisins.“ Brynjar telur Gísla fastan í búbblu uppí Efstaleyti og það sé einkennandi fyrir woke fólkið að líta svo á að þeir sem eru með aðrar skoðanir sé hatursfólk. „Ég ætla ekki að halda því fram að Gísli Marteinn sé uppfullur af hatri en skrif hans bera greinileg merki um mikla andúð og óþol gagnvart andstæðum skoðunum. Slíkt fólk getur ekki skreytt sig með fjöðrum frjálslyndis. Ef það er ekki beinlínis ofstækisfullt þá er það að minnsta kosti stíflað af frekju.“ Áður draumaprins Sjálfstæðisflokksins nú fortíðarmartröð Pistill Brynjars felur sérlega vel í kramið hjá vinum hans þar og hafa vel á 600 manns gefið til kynna að þar sé vel mælt. Sé litið til fortíðar Gísla Marteins er þarna meira undirliggjandi en hefðbundinn Facebook-skætingur. Nefnilega flokkspólitísk átök. Gísli Marteinn var borgarstjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bauð sig fram sem oddviti flokksins í borginni en hefur hins vegar ekki gefið sig að pólitík eftir að hann tók að starfa á Ríkisútvarpinu. Eða eins og einn sem leggur orð í belg á Facebook-síðu Brynjars segir: „Þessi Gísli Marteinn, var eitt sinn draumaprins Sjálfstæðisflokksins en er í dag fortíðarmartröð sama flokks!“ Sú var tíðin. Úr Fréttablaðinu 30/8 2005. Þá var Gísli Marteinn talinn ein helsta vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins og ekki að ástæðulausu.skjáskot Margir vilja tjá sig um efni pistilsins. Ýmsir telja Gísla Martein firrtan Ríkisútvarpsmann: „Gott að einhver hafi þor til að tala upphátt um framferði þessa sjálfhverfa hústökufólks á ekki fréttastofu RÚV.“ Þingmenn Viðreisnar og Pírata vilja setja niður fótinn Fáir vilja bera blak að Gísla Marteini eftir þessa messu Brynjars, ekki á þessum vettvangi en þeir eru þó til. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sem vill snúa andskotanum upp á ömmu sína: „"og farið einungis að lögum þegar hentar" --- hahaha, þetta er endalaust kaldhæðnislegt. Sérstaklega gaman að sjá freka fólkið agnúast út í gagnrýni á eigin frekju - en það er nákvæmlega það sem woke fólkið er að gera. Það er löngu komið með ógeð á yfirgangi íhaldsins og þröngri skilgreiningu þess á það hvað er frjálslyndi.“ Og Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar segist ekki mjög vel að sér í þessum hártogunum öllum, sem hún segir einkennandi og spyr: „Hver er munurinn á þessari skrifum þínum hér (einu sinni sem oftar) um woke fólkið sem fer svona í taugarnar á þér og svo skrifum þess? Eru ekki allir bara að nýta sér mikilvægt tjáningarfrelsi sitt til að koma skoðunum sínum á framfæri? Af hverju er þetta ,,frábær pistill” hjá þér, en sambærileg orðræða woke fólksins er ,,tilraun til þöggunar”?“
Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira