Rakningarappið er algjör bylting sem hefur ekki enn náð fram að ganga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júlí 2021 12:45 vísir/egill Hið uppfærða rakningarapp er „algjör bylting“ að sögn Jóhanns B. Skúlasonar, yfirmanns smitrakningarteymis almannavarna. Vandamálið er bara að flestir eiga eftir að uppfæra forritið í símunum sínum og ganga um með gamla og óvirka útgáfu í vasanum. „Það er mjög mikilvægt að allir sem hafa hlaðið appinu niður í iPhone fari inn í App Store í símanum og athugi hvort þeir eigi eftir að uppfæra það,“ segir Jóhann. Rakningarappið á App Store. Ef þar stendur „open" hefur það uppfært sig sjálft en ef þar stendur „update" verður þú að gjöra svo vel að uppfæra það hið snarasta!skjáskot Rakningarappið var kynnt til leiks síðasta sumar og átti þá, líkt og nú, að vera „algjör bylting“ og auðvelda smitrakningarteyminu mjög að rekja ferðir þeirra sem greinast með veiruna og samskipti við aðra sem gætu hafa orðið útsettir. Sú varð þó eiginlega aldrei raunin: „Nei, það komu upp tæknilegir hnökrar á iPhone-útgáfunni sem flestir eru með. Appið var eiginlega of vítt og sendi skilaboð á allt of marga. Við höfum lítið að gera við upplýsingar um alla sem þú labbaðir kannski bara fram hjá smitaður. Það er allt of mikil vinna að fara í gegn um það,“ segir Jóhann. Getur sent öllum útsettum boð í einu Nú er búið að breyta þessu, þrengja útreikningana í appinu sem virkar nú loks sem skildi. „Þetta er algjör „game changer“ þessi nýja útgáfa,“ segir Jóhann. „Algjör bylting fyrir okkar starf í smitrakningarteyminu.“ Þannig reiknar nýja appið út hverjir voru í það miklu návígi við smitaðan einstakling nokkra daga áður en hann smitaðist. „Og ef þú greinist með smit þá geturðu látið appið senda út boð á alla sem eru innan þessa mengis. Og þá vita þeir að þeir voru í návígi við einhvern smitaðan og geta dregið sig í hlé og farið varlega. Þannig það er tvennt sem þú færð út úr nýju útgáfunni: Þú getur varað aðra við og þú getur fengið aðvaranir. Sem þú vilt auðvitað fagnandi fá,“ segir Jóhann. Appið beri uppi smitrakningu í framtíðinni Annars hefur verið meira en nóg að gera hjá smitrakningarteyminu frá því að bylgjan sem nú ríður yfir hófst. Jóhann segir þó engan bilbug að finna á starfsmönnum teymisins og vonar að sem flestir fari nú í símann og uppfæri appið. „Í framtíðinni ef þessi faraldur heldur lengur áfram þá vonum við auðvitað að allir verði bara með appið og að við getum reitt okkur á það." 96 greindust með veiruna í gær og 71 daginn þar á undan. Samkvæmt nýjustu tölum á covid.is eru um sjö hundruð manns í einangrun hér á landi og um tvö þúsund í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Tengdar fréttir Landlæknir hvetur alla til að uppfæra rakningarappið Á upplýsingafundi rétt í þessu kynnti Alma Möller landlæknir til sögunnar uppfærslu á smitrakningarappinu, sem felur í sér að nú geta símar „átt samskipti“ við aðra síma í nágrenninu með Bluetooth. 12. maí 2021 11:41 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira
„Það er mjög mikilvægt að allir sem hafa hlaðið appinu niður í iPhone fari inn í App Store í símanum og athugi hvort þeir eigi eftir að uppfæra það,“ segir Jóhann. Rakningarappið á App Store. Ef þar stendur „open" hefur það uppfært sig sjálft en ef þar stendur „update" verður þú að gjöra svo vel að uppfæra það hið snarasta!skjáskot Rakningarappið var kynnt til leiks síðasta sumar og átti þá, líkt og nú, að vera „algjör bylting“ og auðvelda smitrakningarteyminu mjög að rekja ferðir þeirra sem greinast með veiruna og samskipti við aðra sem gætu hafa orðið útsettir. Sú varð þó eiginlega aldrei raunin: „Nei, það komu upp tæknilegir hnökrar á iPhone-útgáfunni sem flestir eru með. Appið var eiginlega of vítt og sendi skilaboð á allt of marga. Við höfum lítið að gera við upplýsingar um alla sem þú labbaðir kannski bara fram hjá smitaður. Það er allt of mikil vinna að fara í gegn um það,“ segir Jóhann. Getur sent öllum útsettum boð í einu Nú er búið að breyta þessu, þrengja útreikningana í appinu sem virkar nú loks sem skildi. „Þetta er algjör „game changer“ þessi nýja útgáfa,“ segir Jóhann. „Algjör bylting fyrir okkar starf í smitrakningarteyminu.“ Þannig reiknar nýja appið út hverjir voru í það miklu návígi við smitaðan einstakling nokkra daga áður en hann smitaðist. „Og ef þú greinist með smit þá geturðu látið appið senda út boð á alla sem eru innan þessa mengis. Og þá vita þeir að þeir voru í návígi við einhvern smitaðan og geta dregið sig í hlé og farið varlega. Þannig það er tvennt sem þú færð út úr nýju útgáfunni: Þú getur varað aðra við og þú getur fengið aðvaranir. Sem þú vilt auðvitað fagnandi fá,“ segir Jóhann. Appið beri uppi smitrakningu í framtíðinni Annars hefur verið meira en nóg að gera hjá smitrakningarteyminu frá því að bylgjan sem nú ríður yfir hófst. Jóhann segir þó engan bilbug að finna á starfsmönnum teymisins og vonar að sem flestir fari nú í símann og uppfæri appið. „Í framtíðinni ef þessi faraldur heldur lengur áfram þá vonum við auðvitað að allir verði bara með appið og að við getum reitt okkur á það." 96 greindust með veiruna í gær og 71 daginn þar á undan. Samkvæmt nýjustu tölum á covid.is eru um sjö hundruð manns í einangrun hér á landi og um tvö þúsund í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Tengdar fréttir Landlæknir hvetur alla til að uppfæra rakningarappið Á upplýsingafundi rétt í þessu kynnti Alma Möller landlæknir til sögunnar uppfærslu á smitrakningarappinu, sem felur í sér að nú geta símar „átt samskipti“ við aðra síma í nágrenninu með Bluetooth. 12. maí 2021 11:41 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Landlæknir hvetur alla til að uppfæra rakningarappið Á upplýsingafundi rétt í þessu kynnti Alma Möller landlæknir til sögunnar uppfærslu á smitrakningarappinu, sem felur í sér að nú geta símar „átt samskipti“ við aðra síma í nágrenninu með Bluetooth. 12. maí 2021 11:41