Miklar væntingar gerðar til Styrmis hjá Davidson og hann á von á góðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2021 10:01 Styrmir Snær Þrastarson fetar í fótspor Jóns Axels Guðmundssonar hjá Davidson. vísir/hulda margrét Jón Axel Guðmundsson segir að miklar væntingar séu gerðar til Styrmis Snæs Þrastarsonar hjá Davidson háskólanum. Styrmir sló í gegn með Íslandsmeistaraliði Þórs Þ. á síðasta tímabili og var valinn besti ungi leikmaður Domino's deildarinnar. Frá og með næsta vetri mun hann leika með Davidson í A10-deildinni í bandaríska háskólaboltanum. Jón Axel gerði garðinn frægan með Davidson villiköttunum á árunum 2016-20. Hann fór með liðinu í úrslitakeppni háskólaboltans, marsfárið svokallaða, 2018 og árið eftir var hann valinn besti leikmaður A10-deildarinnar. Meðal annarra leikmanna sem hafa hlotið þá viðurkenningu má nefna David West, Norm Nixon, Eddie Jones og Marcus Camby. Jón Axel kunni afar vel við sig í Davidson, sem er í Norður-Karólínu, og mælti heils hugar með skólanum fyrir Styrmi. „Hann á von á öllu frábæru. Við höfum rætt mikið saman í gegnum þetta allt í vetur,“ sagði Jón Axel í samtali við Vísi. „Hann hafði margar spurningar um skólann og hvaða hlutverk ég héldi að hann fengi. Ég tala vikulega við þjálfarann og hann gerir mestu væntingar til Styrmis. Það er bara spurning hvernig hann kemur inn í þetta. Það er allt opið og ég held að hann eigi fulla möguleika á að komast í byrjunarliðið á fyrsta ári. Ég veit allavega að þeir elska hvernig hann spilar og ég veit að hann mun eiga frábæra tíma í Davidson.“ Jón Axel er enn í góðu sambandi við fólk í Davidson, meðal annars þjálfarann gamalreynda, Bob McKillop. Sá fór afar fögrum orðum Jón Axel í viðtal við Fréttablaðið fyrir þremur árum og sagði hann þrautseigan, óttalausan og frábæran liðsfélaga. Jón Axel segir að umgjörðin hjá Davidson sé frábær og McKillop búi til sannkallaða fjölskyldustemmningu þar. Hinn 71 árs McKillop hefur þjálfað Davidson síðan 1989. Þekktasti leikmaðurinn sem hann hefur þjálfað í Davidson er Stephen Curry, einn besti körfuboltamaður sinnar kynslóðar. „Ég fór til Davidson fyrir þremur vikum að heimsækja alla. Þegar ég var þarna var umgjörðin fáránlega geggjuð og þeir eru bara búnir að bæta í. Þetta er enn betra fyrir Styrmi,“ sagði Jón Axel. „Þjálfarinn hringir í mig vikulega og sonur hans, sem er aðstoðarþjálfari, sendir mér skilaboð daglega. Svo er ég alltaf í sambandi við leikmenn á FaceTime. Það er það besta við Davidson. Í mörgum öðrum skólum eru liðsfélagarnir ekkert endilega bestu vinir en í Davidson er þetta eiginlega fjölskyldan þín. Allir eru saman allan tímann.“ Jón Axel segir að McKillop umgangist leikmenn eins og þeir séu synir hans. „Bob sagði við Styrmi og pabba hans þegar þeir komu að hann myndi koma fram við hann eins og sinn eigin son. Hann gerir það við alla leikmenn sína og það er fáránlegt hvernig hann nær því,“ sagði Jón Axel. Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
Styrmir sló í gegn með Íslandsmeistaraliði Þórs Þ. á síðasta tímabili og var valinn besti ungi leikmaður Domino's deildarinnar. Frá og með næsta vetri mun hann leika með Davidson í A10-deildinni í bandaríska háskólaboltanum. Jón Axel gerði garðinn frægan með Davidson villiköttunum á árunum 2016-20. Hann fór með liðinu í úrslitakeppni háskólaboltans, marsfárið svokallaða, 2018 og árið eftir var hann valinn besti leikmaður A10-deildarinnar. Meðal annarra leikmanna sem hafa hlotið þá viðurkenningu má nefna David West, Norm Nixon, Eddie Jones og Marcus Camby. Jón Axel kunni afar vel við sig í Davidson, sem er í Norður-Karólínu, og mælti heils hugar með skólanum fyrir Styrmi. „Hann á von á öllu frábæru. Við höfum rætt mikið saman í gegnum þetta allt í vetur,“ sagði Jón Axel í samtali við Vísi. „Hann hafði margar spurningar um skólann og hvaða hlutverk ég héldi að hann fengi. Ég tala vikulega við þjálfarann og hann gerir mestu væntingar til Styrmis. Það er bara spurning hvernig hann kemur inn í þetta. Það er allt opið og ég held að hann eigi fulla möguleika á að komast í byrjunarliðið á fyrsta ári. Ég veit allavega að þeir elska hvernig hann spilar og ég veit að hann mun eiga frábæra tíma í Davidson.“ Jón Axel er enn í góðu sambandi við fólk í Davidson, meðal annars þjálfarann gamalreynda, Bob McKillop. Sá fór afar fögrum orðum Jón Axel í viðtal við Fréttablaðið fyrir þremur árum og sagði hann þrautseigan, óttalausan og frábæran liðsfélaga. Jón Axel segir að umgjörðin hjá Davidson sé frábær og McKillop búi til sannkallaða fjölskyldustemmningu þar. Hinn 71 árs McKillop hefur þjálfað Davidson síðan 1989. Þekktasti leikmaðurinn sem hann hefur þjálfað í Davidson er Stephen Curry, einn besti körfuboltamaður sinnar kynslóðar. „Ég fór til Davidson fyrir þremur vikum að heimsækja alla. Þegar ég var þarna var umgjörðin fáránlega geggjuð og þeir eru bara búnir að bæta í. Þetta er enn betra fyrir Styrmi,“ sagði Jón Axel. „Þjálfarinn hringir í mig vikulega og sonur hans, sem er aðstoðarþjálfari, sendir mér skilaboð daglega. Svo er ég alltaf í sambandi við leikmenn á FaceTime. Það er það besta við Davidson. Í mörgum öðrum skólum eru liðsfélagarnir ekkert endilega bestu vinir en í Davidson er þetta eiginlega fjölskyldan þín. Allir eru saman allan tímann.“ Jón Axel segir að McKillop umgangist leikmenn eins og þeir séu synir hans. „Bob sagði við Styrmi og pabba hans þegar þeir komu að hann myndi koma fram við hann eins og sinn eigin son. Hann gerir það við alla leikmenn sína og það er fáránlegt hvernig hann nær því,“ sagði Jón Axel.
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti