Nýja þríeyki Lakers liðsins fær fimmtán milljarða í laun fyrir næsta tímabil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2021 12:31 Russell Westbrook lék bara í eitt tímabil með Washington Wizards. AP/Alex Brandon Russell Westbrook verður leikmaður Los Angeles Lakers 6. ágúst næstkomandi þegar leikmannaskipti Lakers og Washington Wizards geta fyrst gengið í gegn. Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Adrian Wojnarowski á ESPN sagði frá því í gær Westbrook færi til Lakers í skiptum fyrir Kyle Kuzma, Montrezl Harrell og Kentavious Caldwell-Pope. Westbrook becomes the Lakers' highest paid player https://t.co/nNa0lGaI9Q pic.twitter.com/3ZAEbvwKs8— The Jump on ESPN (@NBATheJump) July 30, 2021 Þetta þýðir að Westbrook mun spila með þeim LeBron James og Anthony Davis á komandi tímabili í NBA-deildinni. Westbrook verður 33 ára gamall í nóvember en hann á að baki fjögur tímabil í NBA deildinni með þrennu að meðaltali í leik. Þetta verður samt hans fjórða félag á fjórum árum. Wizards fékk hann í desember í skiptum við Houston Rockets en Russell hafði áður spilað með Oklahoma City Thunder. Russell var með 22,2 stig, 11,5 fráköst og 11,7 stoðsendingar að meðaltali á sínu eina tímabilið með Wizards liðinu en hann hitti þó bara úr 43,9 prósent skota sinna og aðeins 31,5 prósent skota fyrir utan þriggja stiga línuna. Westbrook er að koma heim en hann er frá suður Kaliforníu og spilaði með UCLA í háskóla. Hann er sagður áhugasamur um að komast til Los Angeles og þakkaði í gær Washington D.C. fyrir tíma sinn þar. Thank you DC! You welcomed my family and I with open arms from day one. Everyone from the front office, to the training staff, the coaches, my teammates, and the fans. I m grateful y all took a chance on me and supported me every step of the way. pic.twitter.com/wTvHQHPIOU— Russell Westbrook (@russwest44) July 30, 2021 Westbrook er aftur á móti á engum sultarlaunum. Hann fær 44,2 milljónir dollara fyir 2021-22 tímabilið og 47,1 milljón dollara fyrir tímabilið á eftir. 47,1 milljón dollara eru meira en 5,8 milljarðar í íslenskum krónum. Það eru fleiri leikmenn vel launaðir hjá Lakers. Koma Westbrook þýðir að nýja þríeyki Lakers liðsins James-Westbrook-Davis fær samtals 121 milljón dollara í laun fyrir næsta tímabil en það eru samanlagt fimmtán milljarðar í íslenskum krónum. Þessir þrír fá meira samanlagt en nítján NBA lið eru með á launaskrá núna þegar þau reyna að fá til sín menn með lausa samninga. Russell Westbrook is the first MVP in NBA history to be traded in 3 straight offseasons! pic.twitter.com/WuHnXtKQen— Basketball Forever (@Bballforeverfb) July 30, 2021 NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Adrian Wojnarowski á ESPN sagði frá því í gær Westbrook færi til Lakers í skiptum fyrir Kyle Kuzma, Montrezl Harrell og Kentavious Caldwell-Pope. Westbrook becomes the Lakers' highest paid player https://t.co/nNa0lGaI9Q pic.twitter.com/3ZAEbvwKs8— The Jump on ESPN (@NBATheJump) July 30, 2021 Þetta þýðir að Westbrook mun spila með þeim LeBron James og Anthony Davis á komandi tímabili í NBA-deildinni. Westbrook verður 33 ára gamall í nóvember en hann á að baki fjögur tímabil í NBA deildinni með þrennu að meðaltali í leik. Þetta verður samt hans fjórða félag á fjórum árum. Wizards fékk hann í desember í skiptum við Houston Rockets en Russell hafði áður spilað með Oklahoma City Thunder. Russell var með 22,2 stig, 11,5 fráköst og 11,7 stoðsendingar að meðaltali á sínu eina tímabilið með Wizards liðinu en hann hitti þó bara úr 43,9 prósent skota sinna og aðeins 31,5 prósent skota fyrir utan þriggja stiga línuna. Westbrook er að koma heim en hann er frá suður Kaliforníu og spilaði með UCLA í háskóla. Hann er sagður áhugasamur um að komast til Los Angeles og þakkaði í gær Washington D.C. fyrir tíma sinn þar. Thank you DC! You welcomed my family and I with open arms from day one. Everyone from the front office, to the training staff, the coaches, my teammates, and the fans. I m grateful y all took a chance on me and supported me every step of the way. pic.twitter.com/wTvHQHPIOU— Russell Westbrook (@russwest44) July 30, 2021 Westbrook er aftur á móti á engum sultarlaunum. Hann fær 44,2 milljónir dollara fyir 2021-22 tímabilið og 47,1 milljón dollara fyrir tímabilið á eftir. 47,1 milljón dollara eru meira en 5,8 milljarðar í íslenskum krónum. Það eru fleiri leikmenn vel launaðir hjá Lakers. Koma Westbrook þýðir að nýja þríeyki Lakers liðsins James-Westbrook-Davis fær samtals 121 milljón dollara í laun fyrir næsta tímabil en það eru samanlagt fimmtán milljarðar í íslenskum krónum. Þessir þrír fá meira samanlagt en nítján NBA lið eru með á launaskrá núna þegar þau reyna að fá til sín menn með lausa samninga. Russell Westbrook is the first MVP in NBA history to be traded in 3 straight offseasons! pic.twitter.com/WuHnXtKQen— Basketball Forever (@Bballforeverfb) July 30, 2021
NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira