„Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um fræðslu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júlí 2021 20:00 Brynja Dan Gunnarsdóttir segir forvarnir og fræðslu skipta sköpum. Sigurjón ólason Ný lög í Noregi sem skylda áhrifavalda til að merkja myndir sem búið er að eiga við eru skrýtin að mati áhrifavalds. Hún segir rökréttara að fræða ungt fólk um skaðsemi samfélagsmiðla og veltir því fyrir sér hvers vegna lögin taki einungis til áhrifavalda. Lög sem skylda áhrifavalda á samfélagsmiðlum til þess að merkja myndir sem búið er að eiga við, hafa verið samþykkt í Noregi. Lögin varða myndir eða myndskeið þar sem búið er að eiga við líkama fólks, stærð hans eða áferð. Áhrifavaldur furðar sig á lagasetningunni. „Mér finnst verið að byrja á röngum enda. Ég hefði viljað sjá stefnuna fara út í forvarnir og fræða börnin okkar um skaðsemi þess að bera okkur saman við aðra og hvað samfélagsmiðlar sem og aðrar auglýsingar geta haft,“ sagði Brynja Dan Gunnarsdóttir, áhrifavaldur. Lögin eru hugsuð til að vernda ungt fólk fyrir sálrænum skaða sem óraunhæfar glansmyndir á internetinu kunni að valda. „Mér finnst við alveg þurfa að gera eitthvað, vissulega ef þetta er farið að hafa þessi skaðlegu áhrif sem rannsóknir sýna, en þá finnst mér að þetta eigi bara að ná yfir allar auglýsingar. Hvort sem það er í blöðum, tímaritum, sjónvarpinu eða hvað sem er.“ Óraunhæfar glansmyndir birtist víða Því áhrifavaldar séu ekki einir um að vinna myndir. „Þetta er bara það sem hefur tíðkast í auglýsingabransanum í mörg mörg, mörg ár. Það er enginn ljósmyndari sem skilar af sér mynd án þess að hún sé unnin.“ Þá finnst henni sérstakt að lögin taki einungis til áhrifavalda þar sem óraunhæfar glansmyndir birtist víðar. Tekur hún son sinn sem dæmi sem er ekki á samfélagsmiðlum vegna ungs aldurs. „Ég ræð því ekki hvort hann horfi á Pepsi flöskuna með Ronaldo sem er iðulega með mjög grófa húð en er silkisléttur eins og Ken á flöskunni þannig að ég held að þetta snúist fyrst og fremst um fræðslu.“ Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Noregur Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Lög sem skylda áhrifavalda á samfélagsmiðlum til þess að merkja myndir sem búið er að eiga við, hafa verið samþykkt í Noregi. Lögin varða myndir eða myndskeið þar sem búið er að eiga við líkama fólks, stærð hans eða áferð. Áhrifavaldur furðar sig á lagasetningunni. „Mér finnst verið að byrja á röngum enda. Ég hefði viljað sjá stefnuna fara út í forvarnir og fræða börnin okkar um skaðsemi þess að bera okkur saman við aðra og hvað samfélagsmiðlar sem og aðrar auglýsingar geta haft,“ sagði Brynja Dan Gunnarsdóttir, áhrifavaldur. Lögin eru hugsuð til að vernda ungt fólk fyrir sálrænum skaða sem óraunhæfar glansmyndir á internetinu kunni að valda. „Mér finnst við alveg þurfa að gera eitthvað, vissulega ef þetta er farið að hafa þessi skaðlegu áhrif sem rannsóknir sýna, en þá finnst mér að þetta eigi bara að ná yfir allar auglýsingar. Hvort sem það er í blöðum, tímaritum, sjónvarpinu eða hvað sem er.“ Óraunhæfar glansmyndir birtist víða Því áhrifavaldar séu ekki einir um að vinna myndir. „Þetta er bara það sem hefur tíðkast í auglýsingabransanum í mörg mörg, mörg ár. Það er enginn ljósmyndari sem skilar af sér mynd án þess að hún sé unnin.“ Þá finnst henni sérstakt að lögin taki einungis til áhrifavalda þar sem óraunhæfar glansmyndir birtist víðar. Tekur hún son sinn sem dæmi sem er ekki á samfélagsmiðlum vegna ungs aldurs. „Ég ræð því ekki hvort hann horfi á Pepsi flöskuna með Ronaldo sem er iðulega með mjög grófa húð en er silkisléttur eins og Ken á flöskunni þannig að ég held að þetta snúist fyrst og fremst um fræðslu.“
Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Noregur Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira